Land & synir - 01.04.2002, Blaðsíða 11
anna sem verða valin sé sú sama og tekju-
skipting heimilanna í landinu eða að hlutfall
heimila í úrtakinu með áskrift að Stöð 2 verði
það sama og hlutfall heimila í landinu sem eru
með áskrift að Stöð 2.
Eftir að heimilin 300 hafa verið valin þarf að
koma tækinu fyrir.
Áhorf á öll
sjónvarpstæki á
heimilinu er mælt
svo hvert heimili
fær oft tvö eða
fleiri tæki. Það
verður svo í verka-
hring Gallup að
halda utan um
hópinn, bæta við
heimilum fyrir þau
sem hætta þátt-
töku, umbuna þeim sem taka þátt og gæta þess
að áhorfíð sé rétt skráð. Þessi viðhalds- og eftir-
litsvinna er mikilvæg til að tryggja gæði
gagnanna.
Eins og áður sagði mælir People meter allt
áhorf á heimilinu allan sólarhringinn, alla daga
ársins. Þegar rafrænar mælingar verða komnar í
gagnið hér á landi munu íslenskar sjónvarps-
stöðvar og auglýsendur því fá mun tíðari og
ítarlegri uppýsingar um áhorf en nú. Áhorfs-
tölur munu berast vikulega eða jafnvel daglega í
stað þess að berast tvisvar til fjórum sinnum á
ári. Áður en verkefnið fer á skrið og gögnin
hellast yflr markaðinn af fullum þunga þurfa
auglýsendur að þjálfa sína birtingaráðgjafa og
rannsóknafólk í meðferð þessara gagna. Miðlar
þurfa að þjálfa sitt
rannsókna- og
sölufólk. Sú
fjárfesting ætti að
tryggja ,að gögnin
verði nýtt á réttan
og skynsamlegan
hátt.
Betri upplýsingar
Ef rétt er á
spöðum haldið
munu gögnin gera
auglýsendum kleift að nýta auglýsinga-fé sitt
betur en nú. í dag er erfitt eða ógjörningur að
áætla fjölda áreita (áhorfendur) sem auglýsing
fær því áhorfið er sjaldan mælt. People meter
skráir hins vegar áhorf á auglýsingar og því
munu auglýsendur geta keypt ákveðinn fjölda
áreita og auðvitað ekki kaupa fleiri áreiti en þörf
er á. Hinum megin við borðið sitja sjónvarps-
stöðvarnar mun upplýstari en áður um eigin
söluvöru, þ.e. áhorf. Báðir aðilar, kaupendur og
seljendur, ættu því að eygja tækifæri með
tilkomu rafrænna mælinga á sjónvarpsáhorfi.
Sjónvarpsstöðvar munu fá ítarlegri upp-
lýsingar en áður um áhorf og þar af leiðandi
öðlast meiri vitneskju um hvað í dagskránni
gengur vel og hvar má gera betur. Það breytir
einnig miklu að áhorfstölur munu berast jafnvel
strax daginn eftir. Nú er oft beðið í margar
vikur eða mánuði eftir fyrstu áhorfstölum á
nýjan þátt. Þangað til þær berast er lítið vitað
um hvort hann nýtur vinsælda eða ekki.
Rafrænar mælingar munu því nýtast vel sem
dagskrárstjórnunartæki.
Erfitt er að spá fyrir um hvenær rafrænar
mælingar á sjónvarpsáhorfi hefjast hér á landi.
Aðilar á sjónvarps- og auglýsingamarkaði eru
orðnir langþreyttir eftir betri mælingum á
sjónvarpsáhorfi og því má segja að viljinn sé
vissulega fyrir hendi. Kostnaðurinn stendur
hins vegar í sumum enda er hann nokkuð hár.
Aukin áhersla á fagleg vinnubrögð þeirra sem
standa að birtingum auglýsinga og aukin
samkeppni á milli sjónvarpsstöðva ætti að vera
lóð á vogarskálar þeirra sem vilja bæta gæði
sjónvarpsmælinga og taka upp rafrænar mæl-
ingar á sjónvarpsáhorfi. Breytingar eru því í
sjónmáli.
Höfundur er markaðsrannsóknarstjóri hjá Norðurljósum hf
“Ef rétt er á spöðum haldið munu gögnin
gera auglýsendum kleift að nýta auglýs-
ingafé sitt betur en nú. [...] Sjónvarps-
stöðvar munu fá ítarlegri upplýsingar en
áður um áhorf og þar af leiðandi öðlast
meiri vitneskju um hvað í dagskránni
gengur vel og hvar má gera betur.”
W2K
til nú þegar
osx
íjúni2002
Camson
www.camson.is
Avid Xpress® DV Release 3.0
hátún 6a, 105 reykjavík
camson@camson.is
Sími: 512-1200
fax: 512-1201
ma/<e manage move / media"
Avid
Allt aö
og þo að
LANO & SYNIR 11