Land & synir - 01.04.2002, Síða 12

Land & synir - 01.04.2002, Síða 12
................................................... SPEGLASALUR FÉGURÐARINNAR Hrönn ogÁrni Sveinsbörn ræða um upplifun og aðferðir viðgerð hinnar umdeildu heimildarmyndar “I skóm drekans” VIÐTÖL: SIGURJÓN BALDUR HAFSTEINSSON Heimildarmyndin ískóm drekans hefur á síðustu vikum verið ífjölmiðlum vegna lögbanns- kröfu eigenda fegurðarkeppninnar Ungfrú ísland.is og þátttakenda í keppninni árið 2000. í kröfunni er þvíhaldið fram að um ólögmætar kvikmyndaupptökur hafi verið að ræða af keppnis- haldi og þess krafist að myndin verði ekki sýnd opinberlega. Kröfunni var hafnað af sýslumann- inum í Reykjavík og áfrýjuðu lögbannsbeiðendur til héraðsdóms. Er beðið þeirrar niðurstöðu. Það þykir nokkuð til tíðinda að heimildarmynd hljóti nokkrum vikum fyrir frumsýningu álíka athygli og ekkisíst á þessum forsendum. Kvikmyndagerðarmennirnir Hrönn Sveinsdóttir og bróðir hennar Árni Sveinsson, hafa í fjölmiðlum varist ásökunum á skeleggan hátt og bent á að með lögbannskröfunni sé verið að vega að grundvallar mannréttindum sem iúta að tjáningar- frelsi. En myndin er einnig forvitnileg vegna þeirrar sjálfrýnu aðferðar sem Hrönn beitir í mynd- inni, en hún gerir þátttöku sína í keppninni ungfruisland.is að viðfangsefni og er óhætt að segja að myndin sé hispurslaus í framsetningu. Sögulega er myndin einnig nýlunda ííslenskri kvik- myndagerð og verður forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum áhorfenda í kjölfar frumsýningar hennar þann 26. apríl næstkomandi. Hrönn Sveinsdóttir-. Það var hlaupið í þetta. Ég var á sama tíma að klára heimildarmynd, þar sem ég var að gera tilraunir með skáldskap, tölvuleiki og hluti sem höfðu gerst í alvörunni. Ég hafði verið að grúska í heimildarmyndaforminu í um tvö ár, skoðaði allskonar myndir og sett fram allskonar hug- myndir um þetta form s.s. eins og að heimildar- myndir þyrftu ekki endilega að vera þessi myndskreytta ritgerð eða einhver sannleikur eða eitthvað annað. Ég var í raun að gera til- raunir með að víkka út hugmyndina um heim- ildarmynd og gerði myndina VANDAMÁL, sem var hluti af Fín Bjöllu verkefninu. Ég fékk hugmyndina að myndinni um leið og ég sá auglýsinguna frá ungfrú Island punktur is. Þá hugsaði ég; bíddu, þeir eru að auglýsa eftir stelpum í fegurðarsamkeppni og þær þurfa að vera á þessum aldri, vera svona og svona, og það fyrsta sem mér datt í hug var að þetta ætti allt saman við mig. En ég myndi aldrei taka þátt í svona keppni! Hvað er það sem fær fólk til þess að taka þátt í svona keppni? Hvað er svona eftirsóknarvert við þær? Hvað myndi koma fyrir mig ef ég færi í þetta? Um leið og ég fór að hugsa þetta, væri í keppninni á móti fullt af sætum stelpum, þá vissi ég að ég myndi vekja upp þennan djöful í sjálfri mér; Ó Guð, þú ert með svo ljótan rass, og fara eitthvað að komplexast yfir því. Og mér datt í hug að kannski væri þetta fín leið til þess að horfast í augu við það og vera hreinskilin með það hvað manni í raun og veru finnst, og af hverju manni ætti að finnst það. Og ekki síst til hvers maður er að fara í þennan pakka. En svo gerði ég mér auðvitað grein fýrir því að ég mætti ekki dæma þetta of hart fyrir fram, því þá yrði myndin hrokafull skoðun á keppninni og yrði bara asnaleg fyrst og fremst. Það hvarlaði aldrei að mér að gera áróðursmynd. Það var miklu frekar planið að spila með eins og maður hefði engar fýrir fram hugmyndir og gera hlutina með hvað opnustum huga. Þá einmitt opnast þessar gáttir eins og með útlitspælingarnar. Ég byrjaði t.a.m. á því fýrsta kvöldið, daginn sem ég komst inn í keppnina, að skoða sjálfa mig í spegli inná baði. Ég var með myndavélina fyrir framan spegilinn og ég stóð og horfði í spegilinn í hálf tíma, líkt og þegar ég var unglingur, og velti því fyrir mér hvort ég væri sæt eða ekki. Manni fannst oft sem maður væri ekki sætur og langaði mest til þess að deyja vegna þess. Og þá gerði maður það oft, ég leit í spegilinn og hugsaði; bíddu, hvernig er ég sæt? Er ég sæt svona? Eða svona? Hvernig get ég verið sætust? Þetta endurtók ég fyrsta kvöldið mitt í keppninni. Ég verð bara að segja það fyrir mig að mér finnst það vera eyði- leggjandi hugarástand. Það verður að ein- hverskonar maníu, sem eitrar út frá sér hvert sem maður fer. Ég hugsaði, þegar mér datt í hug að gera þessa mynd, að þetta væri eina leiðin til þess að gera mynd um keppanda í fegurðarsamkeppni. Ég hefði náttúrulega getað gert þetta með einhvern annan en það hefði verið miklu erfiðara. Það var ekki neinn tími til að finna einhvern annan. Ég var líka forvitin að vita, ef ég myndi sleppa mér í þetta, hvað myndi eiginlega gerast. Ég myndi að minnsta kosti treysta mér að vera hreinskilin við þá sem eru í kringum mig, hvernig mér myndi líða. Auðvitað vilja allar stelpur og konur, innst inni, vera sætar einhverntíman. Það er bara misjafnt hvað þær eru tilbúnar til þess að viðurkenna það, bæði fyrir sér og öðrum. Maður gengur í gegnum þetta þegar maður er unglingur, þá grenjar maður á hverjum degi yfir því hvað maður sé ljótur. Svo þroskast nú flestir upp úr því og þá er það mjög misjafnt hjá fólki hvað það byrgir þessa löngun langt niðri. Ég vildi alltaf gera myndina að þessari sjálfsskoðun, á einhverjum sem væri búin að því að vinna á flestum af þessum útlitskomplexum sem til eru í heim- inum. Þegar maður er kona þá eru útlits- kröfurnar svo miklar og þegar maður er lítill og barnalegur þá tekur maður kröfúrnar mjög bókstaflega. Þess vegna var það góður kostur að fókusera á mig vegna þess að með öðrum þá hefði það verið erfiðara eftirá, farandi svona nálægt, að treysta mér fyrir upptökunum. Fyrir utan það að þá varð myndin að verða persónu- leg eins og ég sá hana fyrir mér og til þess að virka. Ég er í raun aldrei að gefa myndavélinni upplýsingar. Allar upplýsingar sem koma fram í mýndinni eru samtöl mín við mömmu eða einhvern annan. Samtölin koma alltaf beint frá hjartanu. Það er ekki eins og ég snúi mér beint að vélinni og segi að þetta sé svona og svona, og að mér líði svona og svona. Þegar ég tók þá ákvörðun að gera myndina þá hugsaði ég með mér að þá yrði ég að standa við það. Þó svo að keppnin sé myndin, þá var sá möguleiki fyrir hendi að keppnin næði yfirhöndinni og myndin hefði orðið aukaatriði. Ég var alltaf frekar stressuð yfir því að ég væri annars vegar að klúðra myndinni, sem átti alltaf að vera aðal málið, og hins vegar keppninni sjálfri. Mér datt því oft í hug á leiðinni, í keppninni sjálfri, og sérstaklega þegar ég var farin að breytast svona mikið, hvort ég ætti ekki bara að hætta þessu öllu saman vegna þess að ég vissi ekki hvort ég ætti eftir að treysta mér í að sýna það sem ég hafði tekið upp. Þetta var orðið allt svo tilfmningalegt. Ég held að þrátt fyrir þessa aðferðarfræði sem notuð er í myndinni þá er þetta ekki einvörð- ungu persónuleg sjálfskoðun. Ég held að þessi mynd sé sönn að því leiti að hún eigi við um svo margar konur af minni kynslóð sem myndu aldrei fara í svona keppni, en það hafa allir lent í þessari sjálfsskoðun, hvort að þær séu þessi týpíska fallega kona sem að allir alast upp við að sé hin fúllkomna kona - og þú átt að verða. Þegar þú ert lítil þá hugsar þú aldrei “Þegar ég er orðin stór þá ætla ég að verða 1.50 og frekar feitlagin kona með gleraugu.” Það hugsa allir “Ég verð eins og Barbie” - eða þessar konur sem litið er upp til þegar maður er krakki. Svo þroskast maður og stækkar og gerir sér grein fyrir því að lífið snýst um allt annað. En maður sleppir sér samt út í þessar pælingar. Hversu langt get ég komist í því að vera þessi sæta, 12 LAND & SYNIR

x

Land & synir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.