Land & synir - 15.04.2002, Side 2

Land & synir - 15.04.2002, Side 2
Háskólabíó, Regnboginn og Norræna húsið 17.-21. apríl Nr. 34 - 2. tbl. 8. árg. APRÍL 2002 - SÉRSTÖK ÚTGÁFA VEGNA “REYKJAVÍK SHORTS AND DOCS”. Undirbúning hátíðarinnar annaðist landsnefnd Filmkontakt Nord á íslandi ásamt Félagi kvikmynda- gerðarmanna. Framkvæmdastjóri: Hjálmtýr V. Heiðdal. Ritun hátíðarblaðs: Ólafur H. Torfason. Umbrot: Ásgrímur Sverrisson. Prentun: Prentmet. HJÁLMTÝR HEIÐDAL, FRAMKVÆMDASTJÓRI HÁTÍÐARINNAR: Ávarp þessari hátíð kraft er dagskrá 23 nýlegra evrópskra heimildarkvik- mynda, European Documentary Film Festival, úrvalsfrá 20 löndum. Dagskráin er sett saman og send hingað fyrir tilstilli fastanefndar Framkvæmdastórnar Evrópusam- bandsins fyrir ísland en kemur hingað frá Noregi þar sem hún var fyrst sýnd. Verður að teljast hvalreki aðfá hingaðjafn margar og fjöl- breyttar myndir (einum pakka. Margar þeirra hafa sætt tíðindum erlendis, sumarvegna lítt um- deilanlegra gæða og aðrar vegna háværra deilna um efnisval og úrvinnslu. Dagskráin er þvi kjörin til umræðu um stöðu og þróun heimildarmyndagerðar. Þriðja meginstoð hátíðarinnar er íslenski hlutinn. Sýndar eru í dag- skránni fimm nýjar íslenskar heim- ildarmyndir og í sérstakri kynningu 21. apríl atriði úrfjórum myndum í vinnslu. í tengslum við þennan íslenska hluta er gert ráð fyrir umræðum og skoðanaskiptum. Þess er vænst að hátíð þessi geti orðið lyftistöng fyrir islenska kvik- myndagerð. Á hátíðinni og viðburð- um í tengslum við hana geta ísl- enskir kvikmyndagerðarmenn sótt þekkingu og upplyftingu auk þess sem almenningi gefst sérstakt tækifæri til að sjá heimildar- og stuttmyndir sem notið hafa athygli og vinsælda víða um heim. Félag kvikmyndagerðamanna þakkar styrktar- og samstarfs- aðílum framlag þeirra við undir- búning og framkvæmd hátíðar- innar en þeir eru Kvikmyndasjóður íslands, Reykjavíkurborg, Evrópu- sambandið, Filmkontakt Nord, landsnefnd Filmkontakt Nord á íslandi, Háskólabíó, Regnboginn og Norræna húsið. STJÓRNIR FÉLAGANNA STJÓRN FÉLAGS KVIKMYNDAGERÐARMANNA: Formaður: Björn Br. Björnsson. Varafor- maður: Jón Karl Helgason. Ritari: Kristín Erna Arnardóttir. Gjaldkeri: Katrín Ingvadóttir. Með- stjórnendur: Anna Dís Ólafsdóttir, Ingvar Á. Þórisson, Hjálmtýr Heiðdal. Varamenn: Kristín María Ingimarsdóttir, Hildur Bruun. STJÓRN FRAMLEIÐENDAFÉLAGSINS SÍK: Formaður: Ari Kristinsson. Varaformaður: Jón Þór Hannesson. Gjaldkeri: Snorri Þórisson. Meðstjórnendur: Friðrik Þór Friðriksson og Guðmundur Kristjánsson. Varamenn: Viðar Garðarsson og Hrafn Gunnlaugsson. STJÓRN SAMTAKA KVIKMYNDALEIKSTJÓRA: Formaður: Friðrik Þór Friðriksson. Gjaldkeri: Hilmar Oddsson. Ritari: Óskar Jónasson. Varamenn: Hrafn Gunnlaugsson, Kristín Jóhannesdóttir, Jón Tryggvason. Ríkar orsakir eru til þess að Félag kvik- myndagerðar- manna ákvað snemma árs að gangast fyrir árlegri, alþjóð- legri kvik- myndahátíð (Reykjavík sem helguð væri heimildar- og stuttmyndum og umfjöllun um þær. Mikil gróska er á þessu sviði og stefnt er að því að gera hátíðina frá upphafi að við- burði sem gefur kvikmyndagerðar- mönnum og almenningi kost á fylgjast jafnharðan með athyglis- verðustu þróunarstraumum á þessu sviði á íslandi, annars staðar í Evrópu og víðar, en talsvert hefur skort á þann möguleika hingað til hérlendis. Þrennt rennir stoðum undirað hægt er að gera þessa fyrstu hátíð jafn glæsilega og raun ber vitni. Hið fyrsta er samstarfið við Film- kontakt Nord sem er sjálfstæð sam- norræn kynningarstofnun fyrir stutt- og heimildarmyndir. íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið _ aðilar að henni frá upphafi 1991. f rúman áratug hefur hún gengist fyrir kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama en liður f henni er keppni norrænna stutt- og heimildar- mynda. Hátíðin hefur undírtitilínn “5 Cities Festival” sem vísartil borganna fimm sem skiptast á um að hýsa hana, Árósa, Bergen, Oulu, Malmö og Reykjavíkur. Á hverju ári eru svo nokkrar af myndunum sýndar i Mini-Panorama í hverri borg fyrir sig. Að þessu sinni gefst hér færi á að sjá heimildarmyndir og stuttmyndir sem fram komu á Nordisk Panorama í Árósum 18. - 23. september 2001. Annar meginþátturinn sem veitir D a g s k r á SÝNINGAR Á hátíðinni verða sýndar í Háskólabíói og Regnboganum 37 myndir í fimm meginflokkum. Sjá nánar sérstaka sýningaskrá á bls. 15 með tímasetningum og lengd mynda. European Documentary Filtn Festival, 23 evrópskar heimildarkvik- myndirfrá 20 lötidum. Dagskráin er sett saman fýrir tilstilli fasta- nefndar Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir Island. Hún kemur hingað frá Noregi þar sem val myndanna fór fram á vegum Cinemateket í Ósló. Sumar myndanna eru með ensku tali en aðrar enskum texta. 5 nýjar íslettskar stutt- ogheimildarmyndir. Sjá nánar á bls. 13-14. 10 myndir úr Nordisk Mini Panorama, úrvali norrcenna heimildar- og stuttmynda frá Nordisk Panorama-hátíðinni íÁrósum haustið 2001. Eins og venjulega var aðaláherslan á keppni stutt- og heimildar- mynda frá norðurlandaþjóðunum Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Einnig voru sýndar utan keppni evrópskar stutt- og heimildarmyndir, haldin málþing og fundir. Nordisk Panorama er helsti vettvangur fyrir samfundi, viðkynningu og þróun samstarfs þeirra sem fást við stutt- og heimildarmyndagerð á Norðurlöndum AÐRAR SAMKOMUR Miðvikudaginn 17. apríl kl. 18:15 setur Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra hátíðina í sal 2 í Háskólabíói. Ávarp flytur sendiherra Framkvæmdastjórnar ESB fyrir Island og Noreg, dr. Gerhard Sabathil. Opnunarmynd verður spænska heimildarmyndin ‘T byggingu” (En Construcción). Leikstjóri hennar José Luis Guerín verður viðstaddur opnunina og tekur eftir sýninguna þátt í um- ræðum sem Þorfinnur Ómarsson forstöðumaður Kvikmyndasjóðs stjórnar. Laugardaginn 20. apríl kl. 11 verður árdegisverður (brunch) fyrir kvikmyndagerðarmenn í boði Filmkontakt Nord í Húsi málarans við Bankastræti. Þar mun nýr framkvæmdastjóri FkN, Karolina Lidin, kynna starfsemina og þá möguleika sem hún veitir framleið- endum stutt- og heimildarmynda. Sérstaklega fjallar hún um sölu- og dreifingarmál á erlendum mörkuðum og dreifingu heimildar- mynda í stafrænu formi, bæði hvað varðar tækni og réttindamál, en þetta verður viðfangsefni sérstaks námskeiðs á Nordisk Panorama 2003 í Oulu, “höfuðborg” Nokia, sem verður með mikla tækni- kynningu á hátíðinni. Sunnudaginn 21. apríl kl. 15-17 verður haldin í Norræna húsinu kynning og námsstefna undir heitinu “Verk í vinnslu”. Þar munu íslensku heimildarmyndagerðarmennirnir Þorsteinn Jónsson, Margrét Jónasardóttir, Ásthildur Kjartansdóttir og Þór Elís Pálsson ræða um verk sem þeir hafa í vinnslu og sýna kafla úr þeim. 2 LftND & SYNiR

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.