Land & synir - 15.04.2002, Side 4

Land & synir - 15.04.2002, Side 4
MYNDIR FRA EUROPEAN DOCUMENTARY FILM FESTIVAL SPÁNN - OPNUNARMYND HÁTÍÐARINNAR En construcción / í byggingu 2001 - Stjórn: José Luis Guerín MyBdin fékk þrenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian í fyrra og var líka fagnað mjög af áhorfendum. Höfundurinn tók efni í hálft annað ár í litlum bæjarhluta í Barcelona sem nefnist E1 Chino. Rífa átti fjölda gamalla húsa og reisa ný. Verkamenn strita, kærustupör krækjast saman, gamlir karla kjafta og börn leika sér. En myndin byggist ekki bara á heimildarmyndskeiðum. Sköpuð voru atriði þar sem persónur úr hverfinu”leika” sjálfar sig. Myndin teygir á hugtakinu ”heimildarmynd”, - hún lýgur ekki, en er skipulögð þannig að höfundurinn er ekki bara þiggjandi heldur fær það sem hann vill. Jafnframt var lagður mikill metnaður í að myndin væri ”vel gerð”, hún er glæsileg, alþýðleg, stór - ekki tekin handhelt. 2:05 klst. 35mm • ••••••<>•••••••••••••••••••••••■• ÞÝSKALAN D Henker - Der Tod Hat Ein Gesicht / Böðlar - dauðinn er með ásjónu 2001 - Stjórn: Jens Becker & Gunnar Dedio Myndin fjallar um dráp og sjö ólíka menn sem eiga það sameiginlegt að vera böðlar. Einn þeirra valdi starfið af áhuga og fetaði þar í fótspor föður síns, annar var neyddur til starfsins meðan hann var í einangrunarbúðum, sá þriðji tók af tilviljun þátt í aftökunni á rúmensku Ceausescu einræðishjónunum, sá fjórði hefur kyrkt fólk með höndunum og segist vera “náttúru- talent” í faginu. Þetta er óhugnanleg en afskaplega fróðleg mynd sem veitir sýn inn í lokaðan heim og langa hefð sem enn er við lýði. 1:20 klst. 35mm. LETTLAND Egglady / Eggjafrú 2000 - Stjórn: Una Celma Myndin fjallar um listina að stúta eggjum. I afkima stórrar kökuverksmiðju situr eggjafrúin og brýtur egg, um og yfir 3000 stykki á dag. Stundum þarf að skilja hvítuna frá rauðunni og stundum á að blanda þeim en alltaf situr hún ein. Á 20 ára brotaferli sínum í verksmiðjunni hefur hún haft góðan tíma til að hugsa um smáar og stórar ráðgátur lífsins. Með athugunum hennar kynnumst við í grófum dráttum landi og sögu sem taka stöðugum breytingum og notaðar eru blaðaúrklippur til að bregða ljósi á málin. 30 mín, 35mm. 4 LAHD & SYNiR

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.