Land & synir - 15.04.2002, Side 5

Land & synir - 15.04.2002, Side 5
FRA EUROPEAN ENTARY FESTIV KROATIA 0 kravama I Ijudima / Af kúm og mönnum 2000 - Stjórn: Zrinka Matijevic og Nebojsa Slijepcvic Þetta er grínaktug og sérstæð mynd um hjón sem búa á afskekktum bóndabæ á lítilli eyju í króatískri sveit. Maðurinn er heltekinn af áhuga á kúm sínum og ræðir við þær en konan situr heima og bölvar honum fyrir að lagfæra aldrei rifurnar í þakinu. ”Honum þykir vænna um kýrnar en mig” segir hún, ”fengi ég að ráða mundum við skjóta þær allar.” 20 mín, BetaSP. • •••••• • •••••••••••••••••••••••••••••••••••••■•••••••••••■•••••••••• TÉKKLAND Proroci a básníci / Spámenn og skáld 2000 - Stjórn: Ivan Vojnár I skrautlegum hópnum sem stjórnandinn hóaði tilviljunar- kennt saman eru skáld, ræstitæknir, kona sem telur sig afkom- anda indíána, drag-listamaður osfrv., alls 16 manns sem eiga það eitt sameiginlegt að koma oft á lítið kafihús í Prag. Fylgst er með þeim í hálft annað ár og heimildaðar skoðanir þeirra á öllu milli himins og jarðar. Myndin gefur til kynna að hugtakið ”venulegt fólk” sá fáránlegt, því að hver dagur sé meira en einn dagur og ’Venjulegt fólk” sé líka einstætt. 1:28 klst. 35mm. •••••••••••••••■•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••■•••••• AUSTURRÍKI Animal Love / Dýrsleg ást 1995 - Stjórn: Ulrich Seidl. Þessi mynd um fólk sem hefur mismunandi náið samband við gæludýr sín er umdeild, ögrandi og veldur miklum áhrifum hjá fólki. Formyndin (treilerinn) fékkst þess vegna ekki sýnd í öllum bíóum í Austurríki. Farið er náið út í einkalíf í sumum atriðum. Myndin er raunar niðurdrepandi í mannfjandsamlegum skilningi. Fólkið í henni er meira og minna einmana, óham- ingjusamt, biturt og smáð. Það leitar þeirrar ástar sem það saknar í gæludýrunum, einkum hundum. Er þetta djörf rann- sókn á ástandi mannkyns eða bara niðurlægjandi gægjubíó? 2 klst. 35 mm. LAND & SYNIR 5

x

Land & synir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2547-7412
Tungumál:
Árgangar:
14
Fjöldi tölublaða/hefta:
45
Gefið út:
1995-2008
Myndað til:
2008
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Ásgrímur Sverrisson (1995-1998)
Sigurjón Baldur Hafsteinsson (1999-1999)
Ásgrímur Sverrisson (2001-2008)
Efnisorð:
Lýsing:
Félag kvikmyndagerðarmanna i samvinnu við kvikmyndasjóð.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar: 2. tölublað (15.04.2002)
https://timarit.is/issue/396765

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

2. tölublað (15.04.2002)

Handlinger: