Land & synir - 15.04.2002, Side 5
FRA EUROPEAN
ENTARY
FESTIV
KROATIA
0 kravama I Ijudima / Af kúm og mönnum
2000 - Stjórn: Zrinka Matijevic og Nebojsa Slijepcvic
Þetta er grínaktug og sérstæð mynd um hjón sem búa á
afskekktum bóndabæ á lítilli eyju í króatískri sveit. Maðurinn er
heltekinn af áhuga á kúm sínum og ræðir við þær en konan situr
heima og bölvar honum fyrir að lagfæra aldrei rifurnar í þakinu.
”Honum þykir vænna um kýrnar en mig” segir hún, ”fengi ég að
ráða mundum við skjóta þær allar.”
20 mín, BetaSP.
• •••••• • •••••••••••••••••••••••••••••••••••••■•••••••••••■••••••••••
TÉKKLAND
Proroci a básníci / Spámenn og skáld
2000 - Stjórn: Ivan Vojnár
I skrautlegum hópnum sem stjórnandinn hóaði tilviljunar-
kennt saman eru skáld, ræstitæknir, kona sem telur sig afkom-
anda indíána, drag-listamaður osfrv., alls 16 manns sem eiga það
eitt sameiginlegt að koma oft á lítið kafihús í Prag. Fylgst er með
þeim í hálft annað ár og heimildaðar skoðanir þeirra á öllu milli
himins og jarðar. Myndin gefur til kynna að hugtakið ”venulegt
fólk” sá fáránlegt, því að hver dagur sé meira en einn dagur og
’Venjulegt fólk” sé líka einstætt.
1:28 klst. 35mm.
•••••••••••••••■•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••■••••••
AUSTURRÍKI
Animal Love / Dýrsleg ást
1995 - Stjórn: Ulrich Seidl.
Þessi mynd um fólk sem hefur mismunandi náið samband við
gæludýr sín er umdeild, ögrandi og veldur miklum áhrifum hjá
fólki. Formyndin (treilerinn) fékkst þess vegna ekki sýnd í öllum
bíóum í Austurríki. Farið er náið út í einkalíf í sumum atriðum.
Myndin er raunar niðurdrepandi í mannfjandsamlegum
skilningi. Fólkið í henni er meira og minna einmana, óham-
ingjusamt, biturt og smáð. Það leitar þeirrar ástar sem það
saknar í gæludýrunum, einkum hundum. Er þetta djörf rann-
sókn á ástandi mannkyns eða bara niðurlægjandi gægjubíó?
2 klst. 35 mm.
LAND & SYNIR 5