Land & synir - 15.04.2002, Page 11

Land & synir - 15.04.2002, Page 11
“MINI ” - NORDISK PANORAMA: Blatnoi Mir / Blatnoi Mir 2001 Gömul klausturbygging á miðri rússnesku sléttunni (tægunni) er notuð sem fangelsi fyrir lífstíðarfanga. í myndinni er sýnt hvernig þrjár aðalpersónur hennar fmna mismunandi leiðir til að þrauka af. Það sem þeir eiga sameiginlegt er að enginn þeirra mun nokleru sinni yfirgefa þessa fangelsiseyju. Leikstjóri: Jouni Hiltunen (f. 1964). Hann lauk námi við Rovanieme list- og handiðnaðarskólann og hefur stundað margs konar störf innan sjónvarps og kvikmynda, m.a. sem leikstjóri og klippari og gert þrjár aðrar heimildarmyndir. Sérstök viðnrkenning dómnefndar. 84 mín. 35 mm. • a • • • •••••••••••• SVÍÞJÓÐ Vem bryr sig! / Hverjum er ekki sama?! 2000 Árið 1999 fluttu nasistar í Þjóðernissósíalistafylkingunni (Nationalsocialistisk Front) til bæjarins Tomelilla í S.-Svíþjóð. Nasistaáróður tók að birtast, níu bæjarfulltrúum bárust morð- hótanir og fölsk viðvörun um sprengju barst þegar efnt var til mótmælagöngu gegn kynþáttahyggju. Leikstjórinn fylgdist í eitt ár með sjö karlmönnum á aldrinum 16-24 ára. Mynd um samræður og framfarir. Leiksjóri: Ylva Floreman (f. 1954). Hún hefur starfað við kennslu, margs konar fjölmiðlun og kvikmyndagerð í 25 ár og sest að í því umhverfi sem hún lýsir í myndum sínum, t.d. hjá Sömum og í plastverksmiðju í Júgóslavíu. 58 mín. Digi-Beta. DANMÖRK Radiofolket / Útvarpsfólkið 2000 Inger, Bendt og Rona hafa aldrei hist en finnst samt að þau þekkist því þau hlusta daglega á sama svæðisútvarpið. Þau þekkja raddir og daglegt líf hvers annars. Þau mynda einstætt samband og þróa það af miklum trúnaði. Þetta er mynd um vöxt. Leikstjóri: Dorthe Hoeg Brask (f. 1970). Hún stundaði nám í heimildarmyndagerð 1997-2001 við Danska kvikmyndaskólann og hefur alls gert sjö myndir. Sérstök viðurkenning dómnefndar. 28 mín. Digi-Beta. LANO & SYNIR 11

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.