Land & synir - 15.04.2002, Page 13

Land & synir - 15.04.2002, Page 13
 ®#«#®###®#®#{§#®#®###«®### ÍSLAND Samræða um kvikmynd 2002 - Stjórn: Ari Halldórsson, Hákon Már Oddsson Þorgeir Þorgeirson (f. 1933), heiðursverðlaunahafi Islensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar árið 2000, ræðir um kvikmyndagerð, eigin feril og sparifataþjóðina. Þorgeir vann hjá franska sjónvarpinu í París 1956-57 og stundaði nám í kvik- myndagerð við FAMU í Prag í Tékkóslóvakíu 1959-62. Hann var fyrsti íslendingurinn sem hafði kvikmyndagerð að aðalstarfi og gerði hér rúman tug mynda á árunum 1962-72. Sýnd eru atriði úr þessum heimildarmyndum hans: Maður og verksmiðja, Grænlandsflug, Að byggja og Róður. Þorgeir hefur um skeið bannað sýningar á öllum verkum sínum nema Manni og verksmiðju. 50 mín. DV. ÍSLAND ísaldarhesturinn 2002 - Stjórn: Páll Steingrímsson ísaldarhesturinn fjallar um uppruna og sögu íslenska hestsins. Ef bornar eru saman teikningar í mannvistarhellum frá ísöld í Frakklandi og íslenskur hestur í vetrarhárum, dylst engum að þarna er sama dýrið lifandi komið. Landnámsmenn fluttu hestinn með sér til íslands, þar einangraðist hann og hefur ekki blandast öðrum hestakynjum síðan. Með honum þróuðust eiginleikar sem eru einstæðir með hestum í dag. Saga hestsins er að mörgu leyti samofm sögu þjóðarinnar, þrengingar og blómatími endurspeglast í kjörum og aðbúnaði hestsins. 52 mín. Beta. ÍSLAND Who Hangs The Laundry? Washing, War and Electricity in Beirut / Hver hengir upp þvottinn? Þvottur, stríð og rafmagn í Beirút 2002 - Stjórn: Hrafnhildur Gunnarsdóttir Á þvottadegi hittir Hrafnhildur (Hrabba) Gunnarsdóttir fyrir tilviljun mannréttindafrömuðinn Tina Naccache þar sem þær búa í sama húsi í Beirút í Líbanon. Vatn og rafmagn skortir og Tina sýnir Hrafnhildi aðferðirnar og tjáir sig um leið um femín- isma, stríð og þjónustu. Þessi arabíska kona er vel máli farin og passar elcki inn í staðlaða ímynd, er ekki með slæðu eða höfuð- klút, ekki fórnarlamb, ekki að skammast út í óvini - heldur segir frá afleiðingum stríðsins. Tina segir að versta stríðsástandið hefjist þegar stríði er lokið. 20 mín. DV. LAND & SYNIR 13

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.