Land & synir - 15.04.2002, Qupperneq 14
HEIMILDAR
f!fl
ÍSLAND ■
Takk, mamma mín
2001 - Stjórn: Þorsteinn J.
Takk, mamma mín er einskonar ferðalag Ingibjargar Þor-
steinsdóttur sem liggur banaleguna og sonar hennar, Þorsteins J.
Það er komið að ferðalokum hjá henni og Þorsteinn dregur upp
viðtalsbrot og svipmyndir af ferðalagi þeirra gegnum lífið. Hann
tengir það jafnframt sínu eigin ferðalagi um heiminn, til
Norðurpólsins, Yerevan, Liverpool, og Las Vegas. Myndin er í
raun og veru stutt kveðja til móður hans, eitt íjögura stafa orð,
takk.
20 mín. DV.
ÍSLAND
Lokinhamrar
2001 - Stjórn: Sigurður Grímsson og Angelika Andrees
Eftir að nágrannakona hans féll frá er Sigurjón bóndi á Lokin-
hömrum orðinn einn eftir í dalnum sínum. I myndinni er fylgst
með störfum bóndans á þessum afskekkta stað á Vestfjörðum
þar sem tíminn hefur nánast staðið kyrr og búskaparhættir eru
um flest eins og þeir voru á árum áður. I um hartnær tvö ár
fylgjumst við með Sigurjóni við bústörfin. Heyskap að sumri,
smalamennsku að hausti .gegningum að vetri og sauðburði að
vori þegar náttúran vaknar til lífsins eftir veturinn. En Sigurjón
bóndi stendur frammi fyrir örlagaríkri ákvörðun. Getur hann
verið einn áfram í dalnum, eða verður hann að bregða búi og
yfirgefa allt það sem honum er kærast?
65 mín. Beta.
•••••••••••••••••••••••••••••••«••••••••••••••••••••••
Nordisk Panorama - 5 Cities
Film Festival
Árósum, Danmörku, 18.- 23. september 2001
Nordisk Panoramahátíðin var haldin í 12.
sinn í Árósum. Hún er helsti vettvangur fyrir
samfundi, viðkynningu og þróun samstarfs
þeirra sem fást við stutt- og heimildar-
myndagerð á Norðurlöndum og eins og
venjulega var aðaláherslan á keppni stutt- og
heimildarmynda frá norðurlandaþjóðunum
Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og
Svíþjóð. Alls voru 34 stuttmyndir og 19
heimildarmyndir í keppninni. Einnig voru
sýndar utan keppni evrópskar stutt- og
heimildarmyndir, haldin málþing og fundir,
Nordisk Panorama Market og Noraisk
Forum. Hátíðin hefur undirtitilínn “5 Cities
Festival” sem vísar til borganna fimm sem
skiptast á um að hýsa hana, Árósa, Bergen,
Oulu, Malmö og Reykjavíkur. Á hverju ári
eru svo nokkrar af myndunum sýndar í
hverri borg fyrir sig á Mini Panorama.
HEIMILDARMYNDIR
Besta narrœna heimildarmyndin: “Joutilaat”
(Hin iðjulausu) eftir Virpi Suutari og
Susanna Helke, Finnlandi.
Sérstakar viðurketmingar dómnefndar:
"Mormor, Hitler och jag” eftir Carl Johan
De Geer, Svíþjóð. ”Blatnoi mir” eftir Jouni
Hittunen, Finnlandi. ”Notater om
tavshed” og “Radioeolket” eftir Dorthe
Hoeg Brask, Danmörku.
STUTTMYNDIR
Besta norrœna stuttmyndin: ”Tónlist fyrir
eina ÍBÚÐ og SEX trymbla” eftir Ola
Somonsson og Johannes Stjarne Nilsson,
Svíþjóð.
Sérstakar viðurkenningar dómnefndar: ”Pizza
Passionata” eftir Kari Juusonen, Finnlandi
og ”Hormoner og andre demoner” eftir
Sara Johnsen, Noregi.
ÖNNUR VERÐLAUN
Áhorfendaverðlaunin: ”Heftig og
begeistret” eftir Knut Erik Jensen, Noregi.
Kodak-verðlaunin: ”Lev vel” eftir Morten
Boesdal Halvorsen, Danmörku
14 LAND&SYNIR