Land & synir - 01.02.2003, Side 2

Land & synir - 01.02.2003, Side 2
Nr. 37 - 1. thl. 9. árg. JANÚAR - FEBRÚAR 2003. Útgefandi: Félag kvikmyndagerð- armanna I samvinnu viS Kvik- myndasjóð íslands, Framleiðendafélagið SfK og Samtök kvikmyndaleikstjðra. Með stuðningi Skjás eins, Sjónvarpsins og Stöðvar 2. Ritstjóri: Ásgrímur Sverrisson. Áhyrgðarmaður: Björn Brynjúlfur Björnsson. Ritnefnd: Anna Th. Rögnvaldsdóttir, Ari Kristinsson, Björn Brynjúlfur Björnsson, Gunnar Þorsteinsson, Heimir Jónasson, Hrafn Gunnlaugsson, Ingvar Þórisson, Ólafur H. Torfason, Þorfinnur Ómarsson. Prentun: Prisma/Prentco. Lanð & synir kemur út annan hvern mánuS. Tölvupóstur: asisv@simnet.is. Tiltekt í eigin ranni Frá ritstjóra: Ókei, Kvik- myndasjóður er orðinn þokka- lega fjármagn- aður, Sjón- varpssjóður á leiðinni (von- andi), ný kvik- myndalög komin í gagnið sem leyfa fjölbreyttari fjármögnun og ríkið endurgreiðir 12% af kostnaði kvikmynda sem fellurtil hér á landi. Svo er Kvikmyndasafnið orðin sjálfstæð eining með alla burði til að láta að sér kveða á næstu árum. Margt hefur því áunnist á tiltölulega skömmum tíma og þróunin heldur áfram. Er þá allt í sómanum? Stóru málin annaðhvort í höfn eða um það bil að leggja að bryggju? Er þá ekkert lengur sem þarf að berjast fyrir? Verði skynsamlega á málum haldið og verði hin ofantöldu atriði sem enn eru ekki komin til fram- kvæmda að veruleika innan skamms tíma, er mjög líklegt að geirinn muni taka stakkaskiptum til hins betra. Framleiðsla verður meiri og jafnari, fyrirtækin munu styrkjast en um leið verða gerðar til þeirra auknar kröfur um fagleg vinnuþrögð varðandi flesta þætti. Eitterþað mál sem enn er óleyst í geiranum; réttindi og skyldur þeirra sem starfa i praxís sem lausráðnir starfsmenn við kvikmyndir, en ættu í raun að vera hefðbundnir launþegar. [ fjölda ára hefur verið talað um stofnun einhverskonar verkalýðsfélags sem semdi um kaup og kjör eða setti a.m.k. fram einhverskonar viðmið- unartaxta. Af ýmsum ástæðum, t.d. smæð bransans, óeiningu og sinnuleysi, hefur enn ekkert orðið af því. Það er hinsvegar borðleggj- andi að ef geirinn mun stækka eins og útlit er fyrir á næstu árum, mun verða þörf á samtökum sem sinna hagsmunum þessa hóps. Slíkt apparat er eðlilegur hluti af auknu umfangi og yrði til marks um að geirinn væri fær um að taka ábyrgð á slnum innri málum nú þegar ríkið hefur komið til móts við mörg þeirra atriða sem lengi hefur verið barist fyrir. Beinast liggur við að ætla að Félag kvikmyndagerðarmanna væri rétti vettvangur slíkrar starf- semi. Hin tvö hagsmunafélögin, SÍK og SKL, hafa skýr og gegnsæ ' hlutverk sem hagsmunafélög framleiðenda og leikstjóra. Skipu- lag FK er hinsvegar loðnara. Því er stillt upp sem almennu hags- munafélagi kvikmyndagerðar- manna og þargeta allir slíkir fengið inngöngu. Þar er hinsvegar að finna tiltölulega fáa léikstjóra eða framleiðenduren marga tæknimenn og fólk sem gegnir ýmiskonar aðstoðarstörfum. Eólk sem að öllu jöfnu ætti einmitt að tilheyra verkalýðsfélagi sem semdi viðframleiðendur. FK væri einfaldlega skilvirkara sem félagsskapur ef það starfaði með þessum hætti. Það gæti eftir sem áður tekið þátt í hinni faglegu hagsmunabaráttu við hlið SÍK en með skýrari formerkjum. Að auki gæti þetta fyrirkomulag stuðlað að heilbrigðum skoðanaskiptum inn- an fagsins um markmið og leiðir. FK gerði því augljóst gagn sem verkalýðsfélag og yrði þannig sterkur og eðlilegur hluti af geira sem verður að sýna að hann bæði rís undir því trausti að umgangast almannafé af virðingu og er fær um að hlúa að því fólki sem í honum starfar. STJÓRNIR FÉLAGANNA STJÓRN FÉLAGS KVIKMYNDAGERÐARMANNA: Formaður: Björn Br. Björnsson. Varafor- maður: Jón Karl Helgason. Ritari: Kristín Erna Arnardóttir. Gjaldkeri: Katrín Ingvadóttir. Með- stjórnendur: Anna Dís Ólafsdóttir, Ingvar Á. Þórisson, Hjálmtýr Heiðdal. Varamenn: Kristín María Ingimarsdóttir, Hildur Bruun. STJÓRN FRAMLEIÐENDAFÉLAGSINS SÍK: Formaður: Ari Kristinsson. Varaformaður: Jón Þór Hannesson. Gjaldkeri: Snorri Þórisson. Meðstjórnendur: Friðrik Þór Friðriksson og Guðmundur Kristjánsson. Varamenn: Viðar Garðarsson og Hrafn Gunnlaugsson. STJÓRN SAMTAKA KVIKMYNDALEIKSTJÓRA: Formaður: Friðrik Þór Friðriksson. Gjaldkeri: Hilmar Oddsson. Ritari: Óskar Jónasson. Varamenn: Hrafn Gunnlaugsson, Kristín Jóhannesdóttir, Jón Tryggvason. ■ TÍÐINDI Ú R KVIKMYNDA- OG SJÓNVARPSHEIMINUM Kristín Ósk Eísladóttir leikur hina ráðagóðu Diddu. NÝ ÍSLENSK BARNA- OG FIÖLSKYIDIJMYND: Didda og dauði kötturinn Ný íslensk barna- og fjölskyldumynd, Diddu og dauði kötturinn var frumsýnd í Keflavík þann 6. febrúar s.l. Daginn eftir hófust sýningar á myndinni í Sambíóunum og Háskólabíói. Leikstjóri er Helgi Sverrisson, en handritshöfundur er Kristlaug Sig- urðardóttir sem jafnframt framleiðir fýrir ísmedia ehf. í myndinni segir frá Diddu, níu ára gamalli stelpu, gleraugnaglámi og lestrarhesti sem finnst fátt skemmtilegra en að sitja uppi í risi í húsinu sínu og lesa góða bók eða horfa á nágranna sína út um gluggann. Einn daginn dettur hún ofan í lýsis- tunnu og áttar sig á því að hún þarf ekki að nota gleraugun sín enda nánast komin með ofursjón. Með hlutverk Diddu fer Kristín Ósk Gísladóttir, en í öðrum helstu hlutverkum eru Steinn Ármann Magnússon, Helga Braga Jónsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Kjartan Guðjóns- son og Sjöfn Evertsdóttir. Sér- stakur gestaleikari í myndinni er Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Didda og dauði kötturinn er ódýr mynd, unnin á stafrænt form og verður sýnd á þann máta. ísmedia, sem staðsett er í Keflavík, er þegar með í undir- búningi aðra mynd um ævintýri Diddu. Helga Braga Jónsdóttir leikur hina slægu Vöndu. 2 LAND & SYNIR

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.