Land & synir - 01.02.2003, Síða 4
UPPGJÖR ÁRSINS 2002
VERÐLAUNAHAFAR
EDDUNNAR
fSLENSKU KVIKMYNDA- OG SJÓNVARPSVERÐLAUNANNA
2002
FRAMLAG ÍSLANDS TIL ÓSKARSFORVALS
HAFIÐ
LEIKIÐ SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS
ÁRAMÓTASKAUP SJÓNVARPSINS 2001
Leikstjóri: Öskar Jónasson. Handrit: Hallgrímur Helgason, Hjálmar
Hjálmarsson, Óskar Jónasson. Framleiðandi: Sjónvarpið.
HEIMILDARMYND ÁRSINS
I SKÓM DREKANS
Stjórn: Hrönn ogÁrni Sveinsbörn. Handrit: Hrönn ogÁrni Sveinsbörn.
Framleiðandi: Böðvar Bjarki Pétursson fyrir Tuttugu geitur.
LEIKKONA ÁRSINS í AUKAHLUTVERKI
Herdís Þorvaldsdóttir íyrir "Hafið"
FAGVERÐLAUN - ÚTLIT MYNDAR
Gunnar Karlsson fyrir listræna stjórn á
“Litlu lirfunni ljótu”
FAGVERÐLAUN - HLJÓÐ OG MYND
Valdís Óskarsdóttir fyrir ldippingu “Hafsins”
LEIKARI ÁRSINS I AUKAHLUTVERKI
Sigurður Skúlason fyrir “Hafið” og “Gemsa”
HANDRIT ÁRSINS
Baltasar Kormákur og Ólafur Haukur Símonarson
fyrir “Hafið”
TÓNLISTARMYNDBAND ÁRSINS
“Á nýjum stað” (Sálin hans Jóns míns)
Leikstjórar: Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ölafsson.
Framleiðandi: Hugsjón kvikmyndagerð.
STUTTMYND ÁRSINS
“Litla lirfan ljóta”
Leikstjóri: Gunnar Karlsson. Handrit: Friðrik Erlingsson.
Framleiðandi: CAOZ hf.
LEIKARI ÁRSINS
Gunnar Eyjólfsson fyrir “Hafið”
LEIKSTJÓRI ÁRSINS
Baltasar Kormákur fyrir “Hafið”
LEIKKONA ÁRSINS
Elva Ósk Ólafsdóttir fyrir “Hafið”
SJÓNVARPSFRÉTTAMAÐUR ÁRSINS
Árni Snævarr, Stöð 2
SJÓNVARPSÞÁTTUR ÁRSINS
AF FINGRUM FRAM
Umsjón: Jón Ölafsson. Dagskrárgerð: Jón Egill Bergþórsson og Jón Ölafsson.
Framleiðandi: Sjónvarpið.
HEIÐURSVERÐLAUN ÍKSA
Magnús Magnússon
fyrir farsælt framlag sitt til sjónvarps
í tæplega fjörtíu ár.
VINSÆLASTI SJÓNVARPSMAÐUR ÁRSINS
Sverrir Sverrisson (Sveppi), Popp Tíví
BÍÓMYND ÁRSINS
HAFIÐ
Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Handrit: Baltasar Kormákur og Ólafur
Haukur Símonarson. Framleiðandi: Sögn ehf.
Nína Oögg Filippusdóttir i Hafinu eftir Baitasar Kormák; einn sterkasti hlekkurinn í öflugum
ieikarahóp myndarinnar. INNFELLD MYND: Baltasar og Edda. Huggulegt par.
2002 VAR ÁR HAFSINS
Baltasar Kormákur og áhöfnin á Sögn RE101 fengsœlastir á miðunum
Nýliðið ár var ekki aðeins stærsta
bíómyndaár í okkar sögu, með
níu frumsýndum íslenskum bíó-
myndum í fullri lengd, heldur voru jafn
margar heimildarmyndir sýndar í kvik-
myndahúsunum á árinu, sem er alger-
lega einstakt (sjá nánar um þær í
næstu opnu).
Bíómyndirnar voru reyndar af ýmsum
stærðum og gerðum, allt frá hræ-
ódýrum stafrænum uppí rándýrar hlið-
rænar (35mm). Ódýru stafrænu mynd-
unum var þokkalega tekið í heildina.
Gemsar, hráslagaleg saga um ráð-
villta unglinga eftir Mikael Torfason,
var sýnd í febrúar en hlaut ekki mikla
aðsókn. Sérstaka athygli vakti þó
frammistaða Sigurðar Skúlasonar sem
hlaut Edduna fyrir leik sinn. Reykja-
vík Guesthouse eftir Björn Thors,
Börk Sigþórsson og Unni Ösp Stefáns-
dóttur seldi einnig fáa miða en þótti
ágætlega gerð og næmlega unnin. í
faðmi hafsins eftir Lýð Árnason og
Jóakim Hlyn Reynisson var sýnd (
fáeina daga hjá Filmundi síðla vetrar
og svo í Sjónvarpinu um páskana. Sú
mynd kom mörgum skemmtilega á
óvart. Maður eins og ég eftir Róbert
Douglas fékk ágæt viðbrögð en stóð
ekki undir væntingum aðsóknarlega,
þrátt fyrir að fá tæplega 20.000 manns
síðsumars. Þorsteinn Guðmundsson
var lofaður mjög fyrir leik sinn í
myndinni. Fáum sögum fer af Gildr-
unni eftir Örn Inga enda var myndin
aðeins í almennum sýningum á
Akureyri.
Regína eftir Maríu Sigurðardóttur
fékk fínar viðtökur í upphafi árs, þó
nokkuð hefði verið kvartað yfir tónlist-
inni í þessari dans- og söngvamynd.
Aðsókn fór eitthvað yfir 20.000 áhorf-
enda múrinn.
í Stellu í framboði eftir Guðnýju
Halldórsdóttur var reynt að gera mynd
við alþýðuskap. Um 23.000 manns
hafa séð myndina þegar þetta er
skrifað.
Fálkar Friðriks Þórs hlutu furðu litla
náð í miðasölunni og almennt þótti
myndin falleg á að líta en nokkuð
daufleg.
Hafinu eftir Baltasar Kormák var
hinsvegar feykilega vel tekið og verður
hún aðteljast bíómynd ársins. Myndin
hlaut ekki aðeins góða aðsókn (ca.
57.000 manns) og átta Eddur heldur
náði hún einnig inní kviku umræð-
unnnar í landinu, nokkuð sem er alltof
sjaldgæft með íslenskar myndir.
Að öðru leyti var árið afar við-
burðaríkt. Hæst ber tímabundin brott-
vikning Þorfinns Ómarssonar, afskipti
Vilhjálms Egilssonar af úthlutunum,
lagaþras kringum heimildarmyndina í
skóm drekans og smíði reglugerðar
vegna nýrra kvikmyndalaga. Þá tókst
Edduhátíðin tókst sérlega vel að þessu
sinni. Þetta var merkilegt ár í heildina
tekið og tilfinningin er að (þrátt fyrir
allt) miði okkur ofurlítið frammávið.
4 LAND & SYNIR