Land & synir - 01.02.2003, Side 7

Land & synir - 01.02.2003, Side 7
UPPGJÖR ÁRSINS 2002 eigin feril og sparifataþjóðina). ** Arne í Ameríku eftir Steingríms Dúa Másson (lífshættuleg stökk hins bráð- greinda Arne Árhus ofan af byggingum). ** Guðjón eftir Þorfinn Guðnason (Guðjón Bjarnason myndlistarmaður reynir að koma sér á ffamfæri, sprengir málmhólka og ferðast um íslenskan lista- heim og víða um hnöttinn). ** Hljóðlát sprenging eftir Þór Elís Pálsson (nýtt og gamalt með Magnúsi Pálssyni listamanni sem var frumkvöðull í nýlistum hér en hefur undanfarna áratugi « búið á Englandi). ** Hver hengir upp þvottinn? Þvottur, stríð og rafmagn í Beirút eftir Hrafnhildi - Gunnarsdóttur (Tina Naccache, líbanskur mannréttindafrömuður útskýrir afleiðing- ar stríðs um leið og hún sinnir heimilis- störfum). Tilnefnd til Eddu-verðlauna. ** Takk, mamma mín eftir Þorstein J. (Móðir höfundar liggur banaleguna og sonurinn fer í ferðalag með henni um ævi þeirra beggja). Útlit Orðið útlit er hér notað um þær heimildarmyndir sem reyna að segja sögu, sýna samhengi, gefa skýrslu. eru upp- stilltari og leitast við að gefa breiðara yfirlit, sýna samhengi og sögu. Þær ná því sjaldan að verða meira en skýrsla. Sú var tíðin að langflestar heimildarmyndir hefðu lent í þessum flokki en nú eru þær sárafáar. Hér er að vísu hvorki minnst á náttúrulífs- myndir né þáttaraðir eins og Sönn íslensk sakamál, eða Tuttugustu öldina. **** Tyrkjaránið eftir Þorstein Helgason (þriggja þátta röð um árás muslima á ísland á 17. öld og afdrif fólks sem var rænt). Tilnefnd til Eddu-verðlauna. Þætt- irnir voru m.a seldir til sýninga í Hollandi og á írlandi. (Sjá ítarlegri grein mína í 4. tbl. Lands & sona 2002). ** ísaldarhesturinn eftir Pál Steingríms- son (spurning um uppruna og eðli, sýndar hrossateikningar úr mannvistarhellum frá ísöld sem gefa til kynna að íslenski hest- urinn sé svipað dýr). Myndin fékk alls fern verðlaun á International Wildlife Film og Wildlife Europe hátíðunum og Discovery sjónvarpsstöðin tók hana til sýninga. ** Út reri einn á báti... eftir Markús Örn Antonsson (Bjarni Jónsson listmálari út- skýrir sjávarhætti með málverkum sínum og bendipriki). Eldborg - sönn íslensk útihátíð eftir Ágúst Jakobsson (sukk og viðtöl um Versl- unarmannahelgina 2001). (Ég sá hana ekki, engin einkunn). Skyldulesning Kominn er á prent skyldulesning fýrir íslenska heimildarmyndagerðarmenn og allir kvikmyndagerðarmenn geta trúlega lært talsvert af henni. Þetta er yfirlitsgrein Þorsteins Helgasonar, sagnfræðings og heimildamyndagerðarmanns, í nýjasta hefti Sögu, fagrits íslenskra sagnfræðinga. Nefnist hún "Saga á skjánum: Sögulegar heimildarmyndir fyrir sjónvarp". (Saga XL:2 2002 bls. 41-78). Þótt nafnið bendi til þess að greinin snúist um sjónvarpsmál er skírskotun hennar miklu víðari. Þorsteinn leiðir lesandann á þægilegan máta um ýmsar grundvallarslóðir í tækni- og hugmynda- sögu kvikmyndagerðar og heimildamynda- gerðar sérstaldega. Einnig fjallar hann skil- merkilega um nokkrar sögulegar heim- ildarmyndir eftir Einar Heimisson, Hjálm- tý Heiðdal, Margréti Jónasdóttur, Hannes Hólmstein Gissurarson, Erlend Sveinsson, Baldur Hermannsson og Birgi Sigurðsson. Höfundur er kvikmyndagagnrýnandi Rásar 2 og rekur einnig kvikmyndavef á slóðinni www.centrum.is/xo. "Kodak Nordic Vision Award": harald paalqard FYRIR KVIKMYNDATÖKU "FÁLKA" Til hamingju Friðrih Pór og Harald Paalgard LAND & SYNIR 7

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.