Land & synir - 01.02.2003, Page 8

Land & synir - 01.02.2003, Page 8
KVIKMYNDASJÓÐUR - IN MEMORIAM FYRSTU SPORIN: Úr Landi og sonum eftir Ágúst Euðmundsson, Úðali feðranna eftir Hrafn Eunnlaugsson og Veiðiferðinni eftir Andrés Indriðason. KVIKMYNDASJÓÐUR ÍSLANDS 1978 - 2002: VORVERKIN TALA Það varð hlutskipti Kvikmyndasjóðs íslands að vinna vorverkin í íslenskri kvikmynda- sögu, rækta og hlúa að vaxtarsprotunum. Ljóst er að starfið var oft unnið meira af vilja en getu vegna ýmissa tak- markana, en afrakst- urinn er engu að síður á áttunda tug bíómynda á rúmum 24 árum. Nú þegar stofnunin skiptir um nafn og aðýmsu leyti um starfsaðferðir er ástæða til að líta yfir farinn veg. EFTIR ÁSGRÍM SVERRISSON Sögu sjóðsins má skipta gróflega í fjóra hluta. Vart er hægt að skilja sögu hans frá kvikmyndunum sem hann styrkti og almennu gengi þeirra og verður því farið yfir sviðið út frá því hvernig sjóðnum hefur tekist að stuðla að uppgangi íslenskrar kvikmynda- gerðar, enda vera (og er) leikurinn til þess gerður. 1. HLUTI: ÍSLENSKA KVIKMYNDAVORIÐ Á upphafsárunum, undir stjórn Knúts Hallssonar, var sjóðurinn afar smár að vöxtum en bjartsýni framleiðenda og mikill áhugi þjóðarinnar hélt fram- leiðslunni uppi og gerðar voru 3-4 myndir á ári. Erlent fjármagn er í lágmarki á þessum árum enda ekki búið að stofna sjóði á borð við Eurimages og Norræna kvikmyndasjóðinn. Hrafn Gunnlaugsson mun helst hafa fengið eitthvað fé í myndir sínar frá Svíþjóð. Aðsókn mun hafa verið afar góð og ekki óalgengt að heyra um aðsóknartölur yfir 50.000 og allt uppí rúmlega 100.000 manns. Þessar tölur eru þó óstaðfestar af óháðum aðilum og um þær hefur verið deilt. Engu að síður leikur ákveðinn ljómi um þetta tímabil sem kallað hefur verið “vorið í íslenskri kvik- myndagerð”. Flestar myndanna voru frekar ódýrar, líklega á bilinu 20-50 milljónir á núvirði. 2. HLUTI: VORHRET Á GLUGGA 1984 eru sett ný kvikmyndalög, þar sem fjármögnun sjóðsins á að byggjast á skemmtanaskatti og síðar virðisauka- skatti af almennum kvikmyndasýning- um. Höfðu kvikmyndaframleiðendur barist fyrir þessu og var markmiðið að stækka sjóðinn til muna og tryggja örugga tekjustofna. Gekk það þó misvel eftir þar sem hið lögbundna framlag var gjarnan skorið niður við gerð fjárlaga. Hermt er að a.m.k. einu sinni á þessu tímabili hafi sjóðurinn meira að segja verið strikaður út úr fjárlagafrumvarpi af sparnaðarástæðum en hætt hafi verið við það á síðustu stundu. Um það leyti sem lögin taka gildi er orðið ljóst að íslenskar myndir eru ekki lengur nær öruggar um fjöldaaðsókn eingöngu vegna þjóðernisins - nýja- brumið er farið af þeim. Þróunin verður sú að sýndar eru ein til tvær myndir á ári og aðsóknin minnkar. Guðbrandur Gíslason er ráðinn framkvæmdastjóri sjóðsins 1984 og verður Knútur þá formaður stjórnar. Því starfi heldur hann allt til 1990. Þegar hin nýju lög taka gildi hefst jafnframt markvissari stuðningur sjóðs- ins við kynningu íslenskra mynda á erlendum vettvangi. Samstarf komst á við norrænu kvikmyndastofnanirnar um sameiginlega kynningu norrænna 8 LAND & SYNIR

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.