Fréttablaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 2
Veður Norðanátt, allhvöss við austur- ströndina og á Suðausturlandi fram eftir degi, en fer síðan að lægja. Mun hægari vindur annars staðar. Skýjað og él norðaustan- og austanlands, annars víða léttskýjað. sjá síðu 28 Hundur er hunds gaman – Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is Lö g reg LumáL Ke n n s l a n e f n d bíður enn eftir niðurstöðum líf­ sýnarannsóknar í Svíþjóð til að mögulegt verði bera kennsl á þær líkamsleifar sem fundust á hafs­ botni um fimmtán til tuttugu sjó­ mílur suður af Malarrifi í síðasta mánuði. Gylfi Hammer Gylfason, for­ maður kennslanefndar, vill ekki tjá sig um ástæður þess að þrjú sýni voru send; fyrst eitt og tvö viku síðar. „Það hagaði þannig til að við þurftum að senda þrjú sýni og getum ekki sagt neitt fyrr en nið­ urstaðan er komin.“ Aðspurður um hvort eingöngu hafi verið send sýni úr þeim líkamsleifum sem fundust en ekki önnur lífsýni segist Gylfi ekki getað tjáð sig um það, beðið sé eftir niðurstöðum og þegar þær liggi fyrir verði fyrst að sjá hvort hægt verður að bera kennsl á líkamsleifarnar. – aá Kennslanefnd verst frétta Náttúra Fálkasetur Íslands safnar fé til að geta sett upp eftirlitsmynda­ vélar fyrir fálkahreiður. Leitað hefur verið til umhverfisráðuneytisins um styrk fyrir verkefninu. „Við erum ekki búin að sækja um styrki annars staðar, svo sem til einstaklinga eða fyrirtækja eða annað,“ segir Aðal­ steinn Örn Snæþórsson, formaður stjórnar Fálkaseturs. Ekkert svar hefur fengist frá umhverfisráðuneytinu, en sam­ kvæmt reglugerð um friðun fálkans mun ráðuneytið jafnframt þurfa að veita samþykki fyrir uppsetningu á slíkum vélum. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði í Fréttablaðinu í gær að sterkar vísbendingar væru um að eggja­ þjófar væru enn að spilla fyrir varpi fálka. Vitað sé að tilteknir Íslending­ ar sæki í þekkt fálkaóðöl á varptíma og stundum séu skilin eftir hænuegg í hreiðrunum. „Við getum náttúrlega aldrei vakt­ að öll hreiður, en við erum að von­ ast til þess að þetta fæli frá ef ein­ hver eru vöktuð. Við erum ekki að hugsa um venjulegar eftirlitsmynda­ vélar heldur erum við að ræða um myndavélar með hreyfi skynjurum sem smella af ef eitthvað rýfur geislann,“ segir Aðalsteinn. Vélin myndi síðan senda mynd í GSM síma og þannig væri hægt að fylgj­ ast með mannaferðum. Vélarnar sem horft er til eru sömu gerðar og notaðar eru við refaveiðar og ganga fyrir rafhlöðum. Aðalsteinn segir að vélarnar sem horft er til kosti um 70 þúsund krónur hver. Vitað er um bónda í Aðaldal sem hefur komið upp myndavél á jörð sinni þar sem eitt fálkaóðalið er. Ólafur K. Nielsen segir að bóndinn hafi verið orðinn þreyttur á rápi manna á landareign sinni sem sóttu í fálkaegg. „Hann og nágranni hans lýstu því yfir í heyranda hljóð að þeir myndu setja upp öryggis­ myndavélar. Þeir gerðu það og þá komust upp ungar þarna í fyrsta skipti í tíu eða fimmtán ár. Þetta var 2015 og síðan komust upp ungar aftur 2016 á sama óðali,“ segir Ólaf­ ur. Hann segir að sú myndavél hafi ekki verið sett upp við hreiðrið sjálft heldur við gönguleið að hreiðrinu. jonhakon@frettabladid.is Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. Fálki á flugi. Leitað hefur verið til umhverfisráðuneytisins um styrk fyrir kaupum á myndavélum til að vakta fálkahreiður. NordicPhotos/Getty Hvað er Fálkasetur Íslands Fálkasetur Íslands í Ásbyrgi var stofnað þann 1. mars 2011. Á vef Fálka- setursins segir að félagsskapurinn byggi á fjórum meginþáttum. l Nýta einstakar aðstæður í Ásbyrgi og Jökulsárgljúfrum til að fræða almenning um íslenska fálkann, lifnaðarhætti hans og tengsl við aðrar tegundir og þá sérstaklega rjúpuna l Auka framboð á náttúrutengdri afþreyingu og koma til móts við vaxandi áhuga ferðamanna á fuglaskoðun l Halda nafni Theodórs Gunnlaugssonar á lofti og framlagi hans til aukinnar þekkingar almennings á náttúru Íslands l Stuðla að verndun íslenska fálkastofnsins með aukinni fræðslu VeLFerðarmáL Tvö verkefni Núvit­ undarsetursins voru meðal þeirra 169 sem fengu úthlutaða styrki úr Lýðheilsusjóði. Annað verkefnið er rannsóknarverkefni sem snýr að innleiðingu núvitundar í grunn­ skóla en hitt varðar núvitund á Alþingi. „Innleiðingin hófst í þrjá skóla, samkvæmt bresku módeli, nú í upphafi árs. Styrkurinn er hugs­ aður til að vinna tveggja ára rann­ sókn á því hvaða áhrif núvitundin hafði á kennara og nemendur,“ segir Anna Dóra Frostadóttir, sál­ fræðingur hjá Núvitundarsetrinu. Verkefnið er unnið í samræmi við lýðheilsustefnu og í samstarfi við Landlæknisembættið. Innleiðing núvitundar á Alþingi byggir einnig á bresku módeli en þingmönnum á Bretlandi bauðst fyrir fimm árum námskeið í núvit­ und. „Í kjölfar þess upplifðu þeir mikil jákvæð áhrif. Aukna vellíðan, betri athygli, minni streitu og skýr­ ari hugsun,“ segir Anna Dóra. Svo ánægðir voru bresku þingmenn­ irnir með núvitundina að stofnuð var nefnd innan þingsins um verk­ efnið. Stóð hún meðal annars fyrir ráðstefnu um efnið fyrir þingmenn annarra landa. Tveir íslenskir þing­ menn sóttu ráðstefnuna ásamt Önnu. „Breski þingmaðurinn Chris Ruane bauðst til þess að koma hingað til lands og kynna núvitund fyrir þingmönnum. Einnig mun þeim standa til boða sambærilegt námskeið í haust og er styrkurinn veittur til þess,“ segir Anna. – jóe Þingmönnum boðið að rækta núvitundina Í kjölfarið upplifðu þeir mikil jákvæð áhrif. Aukna vellíðan og betri athygli. Anna Dóra Frostadóttir sálfræðingur Þessi hundur hafði meiri áhuga á að stilla sér upp en að taka þátt í hundagöngu Ferðafélags Íslands sem farin var í gær. Gengið er alla miðvikudaga í apríl og varð Grafarholtið fyrir valinu í gær. Áhugasamir geta kynnt sér hundagöngur félagsins á heimasíðu þess, fi.is FréttabLaðið/aNtoN briNk 5 . a p r í L 2 0 1 8 F I m m t u D a g u r2 F r é t t I r ∙ F r é t t a B L a ð I ð 0 5 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 B -A 0 A C 1 F 5 B -9 F 7 0 1 F 5 B -9 E 3 4 1 F 5 B -9 C F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.