Fréttablaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 38
5 . a p r í l 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r30 B í l a r ∙ F r É T T a B l a ð I ð Bílar Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar! Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is lakaðu á eð lö g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, ki pir og spe na g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartslá tur g Kvíði g Streita g Pi ringur Einke i agnesí skorts i t.i Það er kunnara en frá þurfi að segja að heimsbyggðin kallar mjög á jepplinga og jeppa þessa dagana og góð sala á slíkum bílum hefur komið mjög niður á sölu á fólksbílum, sérlega af stærri gerðinni. Einn þeirra er Honda Accord, bíll sem nýverið kom fram af nýrri kynslóð og hefur verið mærður fyrir mikil gæði. Það dugar þó ekki til ef enginn vill hann. Nú er svo komið að birgðir af Honda Accord bílum eru komnar í 107 daga í Bandaríkjunum, en meðal- birgðir bíla þar vestra eru gjarnan um 70 dagar. Það hefur orðið til þess að ákveðið hefur verið að stöðva fram- leiðslu hans í 11 daga í verksmiðju Honda í Marysville í Ohio-ríki. Ekki er þó hægt að segja að Honda Accord seljist beint illa því hann seldist í 322.655 eintökum í fyrra í Banda- ríkjunum, en salan minnkaði þó úr 345.225 bílum árið áður. Salan hefur þó minnkað enn hraðar á þessum fyrstu mánuðum ársins í ár. Sem dæmi þá seldist Accord í 37.420 ein- tökum í febrúar, en salan í febrúar í fyrra var 42.991 bíll. Annar fólksbíll í svipuðum stærðar- flokki er Toyota Avensis, en Toyota tók fyrir skömmu ákvörðun um að hætta framleiðslu og sölu hans í Evr- ópu vegna síminnkandi sölu hans þar. Framleiðslustopp á Accord vegna dræmrar sölu Þrátt fyrir að ný kynslóð Honda Accord hafi fengið góða dóma er sala í þessum flokki fólksbíla dræm. Nýr Nissan Leaf var í upphafi páskahelgarinnar kjörinn „grænasti bíll heims“ á alþjóð- legu bílasýningunni í New York. Verðlaun World Car Awards eru ein þau eftirsóttustu sem veitt eru í bíl- greininni á heimsvísu, en Leaf er jafn- framt fyrsti bíllinn sem hlotið hefur verðlaunin í þessum flokki. Leaf, sem er mest seldi 100% raf- bíllinn á markaðnum, er tákngerv- ingur Nissan í grænni samgöngu- stefnu fyrirtækisins sem hefur að markmiði að draga sem mest úr nei- kvæðum umhverfisáhrifum bifreiða. Leaf kom fyrst á markað árið 2010 og var hann ári síðar kjörinn Heimsbíll ársins. Hann var jafnframt fyrsti raf- bíllinn til að hljóta aðalverðlaun World Green Awards frá upphafi verðlaunanna. Leaf hefur selst í yfir 300 þúsund eintökum um allan heim frá því að hann kom á markað og hefur bíl- unum samtals verið ekið yfir þrjá milljarða kílómetra. Meira drægi og mikil snerpa Auk verulegra útlitsbreytinga hefur Nissan Leaf stækkað frá fyrri kynslóð og er hann nú bæði lengri og breiðari en áður. Bíllinn hefur einnig fengið öflugri rafmótor og rafhlöðu. Þann- ig er nýr Leaf nú 150 hestöfl, sem er 41 hestafls aukning frá fyrri kyn- slóð. Það skilar honum 3,6 sekúndna meiri snerpu en forverinn hafði og er nýi bíllinn nú aðeins 7,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Einn- ig hefur drægi rafhlöðunnar aukist um 128 km; fer úr 250 km í 378 km við bestu mögulegu aðstæður sam- kvæmt NEDC. e-Pedal og ProPilot Hin nýja gerð Leaf er búin sérstökum e-Pedal orkupedala sem endurnýtir alla þá orku sem leysist úr læðingi þegar hemlað er. Þegar ökumaður lyftir fæti af orkupedalanum hægir bíllinn á sér og stöðvast án þess að ökumaður þurfi að nota bremsu- pedalann. Í þessum búnaði er einn- ig brekkuaðstoð sem sér til þess að bíllinn renni ekki afturábak þegar stansað er í brekku. Sérfræðingar Nissan segja að í 90% tilfella nægi að nota e-Pedal til að stöðva bílinn. Á meðal nýjunga á tækni- og öryggisviði má nefna sjálfvirkni- kerfið ProPilot sem aðstoðar öku- manninn við aksturinn. Leaf Tekna er búinn ProPilot öryggisbúnaði þar sem meðal annars er að finna veg- myndavél, framradar, neyðarhemlun og akreinavara með inngripi. Í Pro- Pilot-búnaðinum er einnig að finna tæknina „leggja í stæði“. Grunnútgáfa Leaf Visia, kostar kr. 3.690.000 og best búna útgáfan, Leaf Tekna, kr. 4.490.000. BL kynnir form- lega nýjustu kynslóð Nissan Leaf laugardaginn 7. apríl. Nýr Nissan Leaf valinn grænasti bíll heims Leaf, mest seldi rafbíll heims, er tákngervingur Nissan í grænni samgöngustefnu sem hefur það að markmiði að draga sem mest úr neikvæðum umhverfis áhrifum bíla. Þegar keyptur er bíll vonast eig-endur gjarnan til þess að hann eigi langt líf fyrir höndum, bili lítið og komist sem flesta ekna kíló- metra á sínum líftíma. Því er ef til vill gáfulegt að skoða hvaða bílar það eru helst sem uppfylla þessi skilyrði. Consumer Reports í Bandaríkjunum heldur utan um ógrynni upplýsinga um bíla í því landi og hefur birt lista yfir þá 10 bíla sem búast má við að komist flesta ekna kílómetra á líf- tíma sínum og ættu hæglega að komast 300.000 kílómetra. Þessir 10 bílar eru eftirfarandi og sá sem skoraði hæst er Toyota Camry: 1. Toyota Camry 2. Honda Accord 3. Toyota Prius 4. Honda CR-V 5. Toyota Sienna 6. Honda Civic 7. Toyota Corolla 8. Toyota 4Runner 9. Toyota Highlander 10. Ford F-150 Ekki kemur það á óvart að jap- anskir bílar skori vel en að 6 Toyota- bílar og 3 Honda-bílar svo til fylli list- ann vekur hins vegar nokkra athygli og sýnir hversu mikla gæðabíla þess- ir tveir framleiðendur smíða. Rétt er þó að horfa til þess að þessi listi er frá Bandaríkjunum og þar í landi er öðruvísi samsetning bíla en t.d. í Evrópu og Toyota- og Honda-merkin eru mjög sterk þar. Einn bandarískur bíll nær á þennan lista, en það er Ford F-150, sem er langsöluhæsta einstaka bílgerð í Bandaríkjunum og seldist í um 800.000 eintökum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Consumer Reports eru fleiri bílar en ofantaldir sem búast má við að komist 300.000 kílómetra, en á leið þangað hafa þeir þurft á svo miklu viðhaldi og viðgerðum að halda að þeir ná ekki á þennan eftirsótta lista. Þessir 10 komast 300.000 kílómetra Toyota- og Honda-bílar svo til fylla listann yfir þá 10 bíla sem aka má lengst með litlu viðhaldi. Toyota Camry toppar alla aðra bíla vestan- hafs er kemur að líftíma án viðhalds. 0 5 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 B -C D 1 C 1 F 5 B -C B E 0 1 F 5 B -C A A 4 1 F 5 B -C 9 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.