Fréttablaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 8
Fjármálaáætlun
Sjálfvirk bakkmyndavél, Bluetooth og 7” snertiskjár.
Hraðastillir og aksturstölva með eyðslutölum.
3ja sæta. Sveigjanlegt og gott innra rými sem hægt er að
stilla eftir þörfum. 850 kg burðargeta og 3,3 m³ hleðslurými.
peugeotisland.is
KOMDU OG KEYRÐU PEUGEOT PARTNER!
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050
250.000 kr.
afsláttur
PEUGEOT PARTNER
Peugeot Partner er hagkvæmur og lipur atvinnubíll
sem býður upp á frábært vinnuumhverfi, sveigjanlegt
flutningsrými og hagkvæmni í rekstri.
Verð frá 2.790.000 kr. m/VSK
Tilboðsverð 2.540.000 kr. m/VSK
Tilboðsverð 2.048.000 kr. án VSK
MEÐ BAKKMYNDAVÉL Á TILBOÐI
LÁTTU GÆÐIN VINNA MEÐ ÞÉR!
„Í kosningunum var mikið rætt um
innviðauppbyggingu og því voru
vonbrigði að sjá áætlunina,“ segir
Birgir Þórarinsson, þingmaður Mið-
flokksins.
Birgir bendir meðal annars á
vegamál. Gera eigi átak næstu þrjú
árin sem komi til með að kosta alls
16,5 milljarða. „Það er það sama og
Vaðlaheiðargöngin koma til með
að kosta. Við gerum ekki mikið fyrir
það á þremur árum.“
Þingmaðurinn segir margt í
áætluninni vera afar óljóst. Því sé
aðeins slengt fram en ekki sé út-
listað frekar með hvaða hætti það
verði framkvæmt. Bendir hann þar
meðal annars á boðuð komugjöld
á ferðamenn og mögulega sölu á Ís-
landsbanka. Margt í stefnunni komi
síðan til með að koma sérstaklega
niður á ákveðnum hópum. Þar á
meðal nefnir hann boðaða hækkun
kolefnisgjalds sem komi sérstaklega
niður á almenningi og íbúum lands-
byggðarinnar.
„Annað sem sló mig er að sjá að
ekki er gert ráð fyrir hækkun til eldri
borgara og öryrkja heldur aðeins
verðlagshækkunum. Samtímis á
að lækka bankaskattinn. Þessar
áherslur, með Vinstri græna í for-
svari, eru afar sérstakar og mikil
vonbrigði,“ segir Birgir.
Ýmsu slengt fram en útfærslum ábótavant
„Það er mikið talað um efnahags-
lega hagsæld og félagslegan stöðug-
leika, það sé aukið svigrúm til út-
gjalda og til að bæta lífskjör fólksins
í landinu. Því miður sé ég ekki eina
einustu krónu sem á að setja í fólkið
okkar sem býr við bágustu kjörin,“
segir Inga Sæland um kynningu á
fjármálaáætluninni. Þá segir Inga að
í stað eins prósents skattalækkunar
væri réttara að fella persónuafslátt-
inn af þeim sem hafa ofurtekjur og
færa niður til þeirra sem þurfa á því
að halda.
Hún segir verulega skorta á rétta
forgangsröðun. „Hér á að byggja
Hús íslenskra fræða og er það vel.
Við þurfum Hús íslenskra fræða en
ég bara spyr: Hvar er forgangsröð-
unin? Hvar er fólkið okkar í röðinni?“
Inga segist vera ánægð að sjá
hversu mikið er búið að greiða
erlendar skuldir niður á síðustu
árum. Það lækki vaxtagreiðslur og
auki svigrúm til útgjalda ríkissjóðs til
annarra málaflokka. „Það svigrúm er
ekki nýtt til að hjálpa fólkinu með
bágustu kjörin.“
Hér vanti alla forgangsröðun
„Áætlunin er töluverð vonbrigði og
ég er hissa að sjá ekki dýpri fingraför
Vinstri grænna á þessu plaggi. Þarna
staðfestist í raun hægri stefna Sjálf-
stæðisflokksins,“ segir Logi Einars-
son, formaður Samfylkingarinnar.
Stefnt sé að því að breyta útreikn-
ingi á fjármagnstekjuskatti, „líklega
á þann veg að auðmenn geti varið
sig fyrir verðbólgu.“ Ekki sé gert ráð
fyrir aukningu í barna- og vaxta-
bætur og þá sé dregið úr stuðningi
við félagslega leiguuppbyggingu.
„Í samgöngumálin á að setja
aukalega 5,5 milljarða á ári í þrjú ár.
Það uppfyllir ekki samgönguáætlun
og er langt frá viðhaldsþörf. Trúa
menn virkilega að með 16,5 millj-
örðum verði allt í lagi?“ spyr Logi.
Formaðurinn fagnar hverri ein-
ustu krónu sem fer í uppbyggingu
innviða og heilbrigðiskerfisins en
það sé ekki nóg. Margar breytingar
nýtist helst þeim sem hæst launin
hafa en þær tekjur mætti nýta til að
hjálpa þeim sem verst kjörin hafa.
„Það vekur furðu mína að
pólitísku nágrannar mínir í Vinstri
grænum vilji halda þessum
leiðangri áfram en ekki stefna að því
samfélagi sem við og þau töluðum
um fyrir kosningar,“ segir Logi.
Furðulegt að Vinstri græn vilji halda þessari vegferð áfram
„Stutta útgáfan er í raun sú að þessi
áætlun er algjörlega óraunhæf og
óábyrg. Fjármáladraumsýn er í
raun réttnefni á hana,“ segir Þor-
steinn Víglundsson, þingmaður
Viðreisnar, um fjármálaáætlun
ríkisstjórnarinnar.
Þorsteinn segir að áætlunin
geri ráð fyrir nær fordæmalausri
útgjaldaaukningu á næstu fimm
árum en samtímis séu kynntar
fyrirhugaðar skattalækkanir. Allt
of bratt sé farið í að auka útgjöld sé
litið til teikna sem á lofti eru í hag-
kerfinu.
„Áætlunin byggir á forsendum
um hagvöxt sem eru í besta falli
mjög bjartsýnar. Ef þær ganga eftir
þá er um að ræða einstakan atburð
í íslenskri hagsögu. Ríkisstjórnin
er að tefla á tæpasta vað með lof-
orðum um aukin útgjöld og skatta-
lækkanir og í raun mun ríkissjóður
ekki ráða við þessi auknu útgjöld
nema með umtalsverðum skatta-
hækkunum,“ segir Þorsteinn.
Hann bendir á að svo virðist sem
hagkerfið sé tekið að kólna og sé að
kólna nokkuð hratt. Þá séu blikur
á lofti um að búast megi við átaka-
vetri á vinnumarkaði. Rétt væri
að halda úti fimm ára áætlun sem
tekur mið af því.
„Í sögulegu samhengi þá hefur
hagþróun aldrei gengið eftir með
þeim hætti sem spáð er þarna.
Þarna er gert ráð fyrir að eftir kröft-
ugan vöxt muni hagkerfið lenda
silkimjúkt í rúmum tveggja pró-
senta hagvexti. Mýksta lendingin
hingað til er tveggja til þriggja ára
tímabil án hagvaxtar og oft hefur
ríkt samdráttur,“ segir Þorsteinn.
Hvað forgangsröðun áætlunar-
innar varðar gerir Þorsteinn ekki
athugasemdir við hana. Hún sé
áþekk þeirri sem kom fram í fjár-
málaáætlun fyrri ríkisstjórnar.
Ánægjulegt sé að verið sé að for-
gangsraða í þágu heilbrigðiskerfis
og velferðarmála.
„En ég tel að stjórnin sé að lofa
upp í ermina á sér. Hún lætur við-
vörunarljós lönd og leið og blæs
til stórsóknar. Slíkt er óábyrgt við
aðstæður sem þessar og ekki annað
hægt en að gefa slíkri nálgun fall-
einkunn,“ segir Þorsteinn.
Óábyrg í ljósi spádóma
Stjórnarandstöðuþingmenn segja fjármálaáætlunina vonbrigði. Of lítið sé lagt
í nauðsynlegar úrbætur í samgöngukerfinu og örorku- og ellilífeyrisþegar mæti
afgangi. Varaformaður Viðreisnar segir stjórnina líta fram hjá stöðu hagkerfisins.
„Þessi fjármálaáætlun er í aðal-
atriðum nákvæmlega eins og síð-
asta áætlun, með sömu aðgerðum
og markmiðum,“ segir Björn Leví
Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Hann bendir á að nokkrir milljarðar
hafi fengist til útgjalda vegna þess
að tekin var ákvörðun um að skila
lægri afgangi en í síðustu áætlun,
í stað þess að styrkja tekjustofna
ríkisins.
Björn gefur lítið fyrir orð um upp-
byggingu innviða: „Okkur var sagt
að verið væri að bæta 5,5 milljörð-
um á ári hverju í þrjú ár umfram það
sem er sett í samgöngu- og innviða-
uppbyggingu. Það eru samtals 16,5
milljarðar í innviðauppbyggingu,
það væri hægt að byggja ein göng
fyrir þetta aukna framlag.“
Hann segir hækkanir til aldraðra
og öryrkja hafa mátt vera hærri,
þær einfaldlega fylgi fólksfjölgun
í þeim hópum. Þá gagnrýnir Björn
skattalækkunina sem hann segir
gagnast betur þeim sem hafa háar
tekjur en lágar. „Og svo eru þau
meira að segja að fara að lækka
framlag til húsnæðismála sem er
eitt stærsta vandamálið á landinu
þessa dagana.“
Enginn munur á þessari áætlun og síðustu
Þorsteinn
Víglundsson,
þingmaður
Viðreisnar
Birgir Þórarins-
son, þingmaður
Miðflokksins
Inga Sæland,
formaður Flokks
fólksins
Logi Einarsson,
formaður Sam-
fylkingarinnar
Björn Leví
Gunnarsson
Pírati
5 . a p r í l 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r8 F r é T T I r ∙ F r é T T a B l a ð I ð
0
5
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
B
-D
B
E
C
1
F
5
B
-D
A
B
0
1
F
5
B
-D
9
7
4
1
F
5
B
-D
8
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K