Fréttablaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 26
Laugavegi 178 | Sími 555 1516
Opið: Virkir dagar 11-18 | Laugardagar 11-15
Kíkið á myndir og verð á Facebook
Flottar skyrtur
Verð 9.900 kr.
4 litir
Stærð 34 - 48
Smart föt,
fyrir smart konur
Holtasmára 1
201 Kópavogur
(Hjartaverndarhúsið)
Sími 571 5464
Stærðir 38-52
Þau hjónin lögðu keppnis-skóna á hilluna árið 2010 en starfa sem þjálfarar og kenn-
arar hjá landsliði Íslands í sam-
kvæmisdönsum. Karen var stödd
í Blackpool á Englandi ásamt
hópi barna og unglinga þegar við
náðum sambandi við hana. Þar
stendur yfir The Blackpool Junior
Dance Festival og hafa íslensku
krakkarnir staðið sig frábærlega
vel, að hennar sögn.
Karen og Adam, sem er frá
Ástralíu, voru bæði ung þegar þau
urðu atvinnudansarar og kynnt-
ust í gegnum dansinn. Þau hafa
dansað saman um allan heim,
bæði í keppni og á sýningum. „Við
bjuggum lengi í ferðatöskum en
fluttum til Íslands fyrir nokkrum
árum. Okkur langaði að stofna
fjölskyldu og eigum tvær dætur,
4 og 9 ára. Þótt við séum hætt
að keppa lifum við og hrærumst
í dansinum í störfum okkar og
óneitanlega fylgir því töluvert af
ferðalögum,“ segir hún. „Við eigum
marga unga og efnilega dansara á
Íslandi sem gaman er að þjálfa og
fylgja eftir í keppni,“ segir Karen.
„Krakkarnir eru sterkir á alþjóð-
legan mælikvarða. Eitt parið varð í
öðru sæti hér í keppni sem kallast
Opna Evrópumeistaramótið.“
Þættir sem slegið hafa í gegn
En hvað kom til að hún gerðist
dómari í Allir geta dansað?
„Framleiðandinn hafði sam-
band við mig og bauð mér
dómarastöðu í þættinum sem mér
fannst æðisleg hugmynd. Ég hef
horft á þessa þætti í Bretlandi og
Bandaríkjunum og þekki marga
dómara og keppendur sem hafa
komið fram í þeim. BBC kom fyrst
með þessa þætti sem hafa slegið í
gegn. Ég er búin að skemmta mér
ótrúlega vel og vona innilega að
þættirnir haldi áfram eftir þessa
þáttaröð. Einnig vonast ég til að
þættirnir kveiki áhuga almennings
á samkvæmisdansi. Dansinn er
holl, góð og skemmtileg hreyfing.
Ég mæli eindregið með að fólk
fari í dans sér til ánægju. Reyndar
hefur það komið mér á óvart
hversu góðir keppendurnir eru.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Karen vonast til að þættirnir Allir geta dansað geti aukið áhuga landsmanna á samkvæmisdönsum. MYND/ERNIR
Það er virkilega erfitt að læra 5-10
dansa á nokkrum vikum. Frammi-
staðan hjá stjörnunum er því
alveg meiriháttar. Það þarf sterkar
manneskjur til að standast allt
álagið í kringum þættina,“ segir
Karen.
Viðbrögð við þáttunum hafa
verið mjög góð og segist Karen
finna vel fyrir því. „Við höfum
bara fengið jákvætt og gott umtal.
Margir eru spenntir fyrir þessum
þáttum,“ bætir hún við. „Það er
keppnisskap í stjörnunum og
enginn að gefast upp.“
Heilmikil vinna er á bak við
þættina fyrir utan dansþjálfunina.
„Það þarf allt að vera tipp topp,
bæði búningar, förðun, greiðsla
og öll sviðsvinna sem er gríðarlega
mikilvæg. Metnaðarfull vinna er
lögð í þættina og mér finnst þetta
rosalega flott verkefni hjá Stöð
2. Búningar koma víða að, bæði
innanlands og erlendis frá. Beinar
útsendingar fara fram í Ásbrú í
Reykjanesbæ þar sem aðstaðan er
til fyrirmyndar.“
Bjó lengi erlendis
Karen var búsett erlendis í sautján
ár. Hún flutti til Englands þegar
hún var aðeins sextán ára til að
þjálfa dans og keppa. Síðan bjó
hún um tíma í Sydney í Ástr-
alíu og í Japan. „Líklegast hef ég
alltaf verið sjálfstæð. Þegar ég tek
ákvörðun stend ég við hana og fer
alla leið. Auk þess fékk ég mjög
góðan stuðning frá foreldrum
mínum,“ segir hún.
„Þótt við Adam höfum lagt
skóna á hilluna erum við ekkert
hætt að dansa. Það var ágætt að
hætta keppni á toppnum. Við
fluttum til Ástralíu en fundum
síðan að það hentaði okkur betur
að vera í Evrópu. Þess vegna
fluttum við til Íslands. Mér fannst
frábært að búa í Ástralíu og get
hugsað mér að flytja þangað aftur
seinna en núna er betra að vera á
Íslandi,“ segir hún.
Eldri dóttir þeirra hjóna hefur
fetað í fótspor foreldranna og er
byrjuð að keppa í dansi en Karen
segir að sú yngri hafi minni áhuga.
„Við höfum ekki verið með neina
pressu á stelpurnar, þær mega ráða
hvert þær stefna,“ segir hún. Sjálf
byrjaði Karen að æfa dans þegar
hún var sex ára og var aðeins átta
ára þegar hún tók í fyrsta skipti
þátt í danskeppni. Adam kemur úr
þekktri dansætt í Ástralíu og varð
sjálfur Ástralíumeistari ungur að
árum.
Áhugamál og starf
Karen segir að starfið sé hennar
helsta áhugamál. „Ég er svo heppin
í lífinu að geta unnið við það sem
mér finnst skemmtilegast að gera.
Líf mitt snýst í kringum dansinn
og að sinna fjölskyldu og börnum.
Dansinn er krefjandi og erfiður.
Maður þarf að hafa sterka and-
lega hlið til að sinna honum vel.
Það þarf því sérstaklega að huga
vel að börnum og unglingum
sem eru að stíga sín fyrstu skref á
þessum vettvangi og það gerum
við sem þjálfarar. Þegar Karen er
spurð hvort henni finnist hún vera
komin heim þar sem hún er stödd
í Bretlandi, svarar hún því játandi.
„England er svolítið mitt annað
heimili. Mér finnst alltaf gott að
koma hingað. Það er líka gefandi
að vera með krökkunum sem eru
að gera góða hluti. Svo hlakka ég
til að halda áfram sem dómari
í þáttunum Allir geta dansað á
sunnudaginn. Það getur allt gerst í
framhaldinu og úrslitin gætu alveg
komið á óvart. Þeir sem standa
síðan uppi sem sigurvegarar eiga
það örugglega verðskuldað.“
Það þarf allt að
vera tipp topp,
bæði búningar, förðun,
greiðsla og öll sviðs-
vinna sem er gríðarlega
mikilvæg. Metnaðarfull
vinna er lögð í þættina
og mér finnst þetta
rosalega flott verkefni
hjá Stöð 2.
Karen Reeve
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 5 . A p R í L 2 0 1 8 F I M MT U DAG U R
0
5
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
B
-C
D
1
C
1
F
5
B
-C
B
E
0
1
F
5
B
-C
A
A
4
1
F
5
B
-C
9
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
4
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K