Fréttablaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 6
Fjármálaáætlun H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr Tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. júní til 31. desember 2018. Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild. Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is. Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi. Umsóknarfrestur rennur út 15. maí 2018 kl. 16. Ekki er hægt að senda inn umsóknir eftir þann tíma. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári, í maí og nóvember. Næsti umsóknarfrestur er 15. nóvember 2018. Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími: 515 5800, tonlistarsjodur@rannis.is Styrkir úr Tónlistarsjóði 2018 Umsóknarfrestur til 15. maí ✿ Hvað þýðir ný fjármálaáætlun 2018 til 2022 338 millj-örð- um króna verður varið úr ríkissjóði á tímabilinu til fjárfestinga. 23,7 prósent lækkun framlaga til ferða- þjónustunnar frá fjárlagafrumvarpi ársins 2018. 180 milljarða hagnaður ríkisins á spátímanum. Eignir hins opinbera aukast á tímabilinu um nærri fimm hundruð milljarða. Alls er reiknað með að framlög til fjárfestinga til uppbyggingar samgönguinnviða nemi 124 ma.kr. á áætlunartímabilinu. Alls er gert ráð fyrir að fjárheim- ildir til fjárfestinga í útgjalda römmum málefnasviða á tíma- bilinu 2019-2023 nemi um 338 ma.kr. 75 ma.kr. er gert ráð fyrir í fjár- festingu í sjúkrahúss- þjónustu en stærstur hluti þeirra fjárhæðar rennur til byggingar nýs þjóðarsjúkrahúss við Hringbraut. Í áætluninni er gert ráð fyrir lækkun tryggingagjalds um 0,25% á árinu 2019, úr 6,85% í 6,6%. Gjaldtaka af ferða- mönnum verður hafin í upphafi árs 2020 sem á að afla ríkissjóði um 2,5 milljarða króna á ári. Atvinnuleysi eykst á spátímabilinu um 33 prósent og verður 4 prósent í lok spátímans. Virðisaukaskattur á bækur verður afnuminn í byrjun árs 2019. Kaupa á nýjar þyrlur fyrir Land- helgisgæsluna á spátímabilinu. 338 milljörðum króna verður varið til fjárfestinga, þar af mestu til sjúkrahús- þjónustu. Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkis- sjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráð- herra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2023 var kynnt í gær. Á tímabilinu verður 338 milljörðum króna varið til fjárfestinga, þar af mestu til sjúkrahúsþjónustu eða 75 milljörðum króna. Fjármálaráðherra segir það skipta miklu máli að greiða niður skuldir ríkissjóðs um leið og að verja þann árangur sem náðst hefur síðustu árin. Í kynningu Bjarna Benedikts- sonar kom fram að hann teldi mikilvægt að sátt náist á vinnu- markaði og taldi líklegt að sú sátt næðist. Samtalið væri hins vegar lifandi. Það myndi hafa mikil áhrif á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og mikilvægt væri að verja þann árangur sem náðst hefur í ríkis- fjármálum; hraða niðurgreiðslu skulda hins opinbera og bæta stöðu þjóðar búsins. Gert er ráð fyrir að afgangur af rekstri ríkissjóðs verði rétt ofan við eitt prósent af vergri landsfram- leiðslu svo lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál sem kveða á um að afgangur af rekstrinum verði að vera að minnsta kosti eitt pró- sent. Viðskiptaráð hefur sagt að efna- hagsspá hins opinbera sé afar bjart- sýn og geri ráð fyrir fordæmalausu hagvaxtarskeiði. Bjarni segir flesta spámenn sammála um það. „Við fylgjum þeirri vinnureglu að reyna ekki að kokka upp okkar eigin hag- vaxtarspár. Með þær hagvaxtar- spár sem okkur berast áætlum við tekju- og gjaldaþróun inn í fram- tíðina. Það er vissulega rétt að við erum að sjá samfellt hagvaxtar- Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum skeið en flestir spáaðilar eru sam- mála um að það horfi ekki til ann- ars en að áfram verði hagvöxtur,“ segir Bjarni. Útgjaldaaukning hins opin- bera í fjármálaáætluninni er mjög mikil og ráðist verður í margvís- legar framkvæmdir á tímabilinu. Til að mynda á að verja 124 millj- örðum á spátímanum í uppbygg- ingu innviða, ljósleiðaravæða landið og kaupa nýjar þyrlur fyrir Landhelgis gæsluna svo eitthvað sé nefnt . Að sama skapi eru tekjustofnar hins opinbera veiktir. Til að mynda á að lækka tekjuskattsprósentuna um eitt prósent, lækka á trygginga- gjald og gera breytingar á virðis- aukaskattskerfinu. Alls er skorið niður til fjórtán málaflokka á spátímabilinu borið saman við fjárlagafrumvarp ársins 2018. Lækkunin er mest til ferða- þjónustunnar eða um hartnær fjórðung. Einnig er skorið niður til húsnæðismála, orkumála, menn- ingar, lista og íþrótta- og æskulýðs- mála svo eitthvað sé nefnt. Einnig lækka fjárframlög til landbúnaðar um fjögur prósent á tímabilinu. Spáð er áframhaldandi fjölgun ferðamanna hingað til lands. Í því felst nokkur óvissa því ekki er hægt að meta nákvæmlega hvaða áhrif það hafi á gengi íslensku krónunnar. „Við horfum á að bróðurpartur styrkingar krón- unnar verður rakinn til uppgangs í ferðaþjónustu. Samkvæmt spám mun ferðamönnum halda áfram að fjölga hér á landi,“ segir Bjarni. „Því er mikilvægt að hafa það í huga hvaða smitáhrif það kunni að hafa á aðrar útflutningsgreinar.“ sveinna@frettabladid.is Samgönguráðherra telur sig ekki fá nóg Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar- innar er reiknað með að um 125 milljarðar króna fari til innviðaupp- byggingar á tímabilinu frá 2019- 2023. Fyrstu þrjú árin verður 5,5 milljörðum króna aukalega varið til uppbyggingar sem fjármögnuð verður af arðgreiðslum fjármála- fyrirtækja í eigu hins opinbera. Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra segir þá innspýtingu sem fjármálaráðherra kynnti í gær ekki nægjanlega. „Nei, þetta er ekki nóg. Ástandið er annars vegar þannig að vegir eru að koma mjög illa undan vetri. Bæði er það vegna óhagstæðs veðurs en einnig vegna langvarandi viðhaldsleysis. Þar til viðbótar er umferðaraukningin meiri sem kallar á enn frekari fram- kvæmdir,“ segir Sigurður Ingi. „Þess vegna höfum við verið að skoða hvort við getum spýtt meira í á þessu ári. Við gætum þurft að flýta framkvæmdum á samgönguáætlun og erum með það til skoðunar og þá með einhvers konar gjalda- leið. Það mun svo skýrast, líklega í næstu viku, hvernig því verður háttað.“ Sigurður Ingi segir fjármála- áætlun ekki binda hendur ríkis- stjórnarinnar hvað það varðar. „Fjár- málaáætlun snýst um tekjur og gjöld hins opinbera og hvernig við ráðstöfum tekjum ríkissjóðs. Hins vegar vitum við hvernig Hvalfjarðargöngin voru fjármögnuð og því getum við séð fyrir okkur slíkar leiðir til að byggja upp á næstu árum án aðkomu ríkisins,“ segir Sigurður Ingi. Fjármálaáætlun var kynnt í Arnarhvoli í gær. FréttAblAðið/Anton 5 . A p r í L 2 0 1 8 F I M M T U D A G U r6 F r é T T I r ∙ F r é T T A B L A ð I ð 0 5 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 B -C 8 2 C 1 F 5 B -C 6 F 0 1 F 5 B -C 5 B 4 1 F 5 B -C 4 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.