Fréttablaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 20
Mér er stórlega misboðið. Íslenskir stjórnmálamenn hafa leitt íslensku þjóðina
út í heimskulegt viðskiptastríð við
rússnesku þjóðina og nú á að taka
næsta skref. Og hver veit hvar þetta
endar?
Og hvers vegna stöndum við í
þessum stórræðum? Jú, fyrir orð
breskra ráðamanna. Reynt var
að myrða Sergei Skripal á breskri
grund en forðum lék hann tveimur
skjöldum í heimalandi sínu Rúss
landi þar sem hann njósnaði fyrir
Breta.
Og nú hefur alþjóðasamfélagið
dæmt Vladimir Putin og Rússland
sek um verknaðinn. Rökin eru eftir
farandi: Notað var eiturgas sem Sov
étríkin og síðar Rússland fundu upp,
þróuðu og framleiddu á áttunda og
níunda áratugi seinustu aldar.
Punktur. Búið.
Með öðrum orðum, alþjóðasam
félagið starfar með sama hætti og
dómstóll götunnar.
Og við ætlum að taka þátt í þess
um dómstóli, segir áfjáð ríkisstjórn
Íslands, sekt Putins og Rússlands
er augljós. Umrætt eiturgas, Novi
chok, er þannig vaxið að enginn
getur framleitt það nema Rússar.
Því eru þeir sekir um morðtilræði
við rússneskan eftirlaunaþega sem
þeir sumarið 2010 gáfu upp á bátinn
í fangaskiptum. Þeir sýndu að vísu
þá óvarkárni að nota gastegund úr
Novichok framleiðslulínunni en
héldu að enginn gæti rakið upp
runa þess – sem tók Breta þó ekki
eitt augnablik. Þannig skildi Putin
ekki aðeins nafnskírteinið sitt eftir
á staðnum heldur seðlaveskið allt,
að vísu óvart.
Annað sem klikkaði hjá Rússum
var að tilræðið tókst ekki eins og til
stóð. Þó er Novichok að sögn þeirra
sem vit hafa á svo bráðdrepandi
taugagas að annað eins hefur aldr
ei þekkst á jörðu hér. Kveikir þetta
engar vangaveltur um hvar eitrið
varð til sem átti að bana Skripal?
Til að kóróna þetta himinhróp
andi ósamræmi er því haldið fram
að Putin hafi óttast slælega kosn
ingaþátttöku heima fyrir og því
gripið til þess ráðs að myrða mann
í Bretlandi. Lífgum óvininn og sam
einum þjóðina sem mun í kjölfarið
flykkjast á kjörstað, á hann að hafa
hugsað. Og þetta segjum við um
manninn sem með lævísum brögð
um í netheimum réð úrslitum um
kjör Trumps – að sögn.
Nú er mál að linni gönuhlaupi
þjóðanna, líka okkar Íslendinga.
Minnumst lyginnar sem fékk okkur
til að fara í stríð gegn Írökum. Minn
umst þess líka að Bretar lugu því að
þjóðum heims að Íslendingar væru
terroristar. Lærum nú af sögunni.
Heimtum beinharðar sannanir fyrir
sekt Rússa áður en lengra er haldið.
Látum ekki lengur hafa okkur að
fíflum.
Látum ekki hafa okkur að fíflum
Á undanförnum misserum og mánuðum hefur verið mikil umræða um samsetningu og
nýliðun í kennarastéttinni á Íslandi.
Aðsókn í kennaranám hefur dalað
frá árinu 2011 þegar gerð var laga
krafa um meistaranám kennara
og skólastjórnenda. Nýnemum í
kennaranámi í HÍ og HA fækkaði
úr 440 árið 2009 í 175 árið 2016 eða
um 60%. Ástæðurnar eru senni
lega margar. Lenging námsins án
tilsvarandi launahækkana, breytt
eða aukið álag í starfi hefur oft verið
nefnt. Að mínu mati hefur inntak og
skipulag námsins líka haft mikið að
segja.
Jöfn aðsókn í listkennsludeild
Þrátt fyrir dalandi aðsókn í kenn
aranám almennt hefur aðsókn í list
kennsludeild Listaháskóla Íslands
verið nokkuð jöfn frá því nýju lögin
tóku gildi. Deildin var stofnuð árið
2009 og hafa um tuttugu listkenn
arar útskrifast árlega. Þaðan hafa
því komið rúmlega 200 listgreina
kennarar í heildina. Það er næstum
sami fjöldi og hóf námið þar sem
brottfall úr náminu er nær ekkert.
Listkennsludeild útskrifar kennara
með bakgrunn úr öllum listgreinum
sem bætt hafa við sig meistaragráðu
í menntunarfræðum. Þau hafa rétt
indi til að kenna í grunnskóla og sína
sérgrein í framhaldsskóla.
Hinir skapandi Íslendingar
Í nýlega birtri rannsókn sem Bar
bara Kerr, prófessor í sálfræði við
Háskólann í Kansas, stýrði hér á
landi kom fram að Íslendingar séu
almennt óvenju skapandi. Ein af
meginástæðum þess er talin áhersla
okkar á nýsköpunar, list og verk
greinakennslu í grunnnámi barna.
Samkvæmt úttekt sem mennta og
menningarmálaráðuneytið gerði og
birti fyrir ári kom hins vegar í ljós
að verulegur misbrestur er á því að
nemendur fái lögbundinn kennslu
stundafjölda í list og verkgreinum.
Sumir hafa bent á skort á list og
verkgreinakennurum og kann það
að vera hluti ástæðunnar. Miðað
við útskriftatölur úr listkennslu
deild dreg ég þó í efa að það sé eina
ástæðan.
Hin óráðna framtíð
Gera má ráð fyrir að minnst 60% af því
sem unglingur í dag kemur til með að
nota sér á lífsleiðinni hafi ekki enn
þá verið uppgötvað. Í grunnþáttum
menntastefnunnar er einnig áhersla
á að mennta gagnrýna, virka og hæfa
nemendur til þátttöku í jafnréttis og
lýðræðissamfélagi. Þess vegna er brýn
þörf fyrir hugmyndaríka kennara með
ólík áhugasvið og áherslur.
Listafólk er þjálfað í gagnrýnum,
sjálfstæðum vinnubrögðum, skapandi
lausnaleit og hefur færni til að bregða
óvæntu sjónarhorni á viðburði líðandi
stundar. Þau finnst mér vera ómiss
andi afl inn í flóru komandi kennara
stéttar sem menntar börnin okkar
til að takast á við síbreytilegan heim.
Menntum því fleiri list og verkgreina
kennara og listamenn til kennslu.
Fleira listafólk í kennslu
Úthlutunarreglur LÍN 20182019 hafa verið kynntar og enn sitja stúdentar eftir með
sárt ennið. Raunin er sú að þörfum
stúdenta hefur ekki verið sinnt
síðastliðin ár og þeir þurft að sætta
sig við skertan hlut – en ríkisstjórn
Katrínar Jakobsdóttur boðar enga
breytingu á því ástandi.
Að okkar mati, og að mati tals
manna stúdenta, eru úthlutunar
reglurnar ekki sú kjarabót sem stúd
entar þarfnast og hafa kallað eftir.
Hækkun á reiknaðri framfærslu er
minniháttar. Hún er enn þá töluvert
undir 200.000 krónum og rúmlega
100.000 krónum lægri en lágmarks
laun. Reynt er að réttlæta þennan
mikla mismun með vísan til þess að
leiga á stúdentaíbúðum er lægri en á
almennum markaði en það gengur
illa upp vegna þess að aðeins brot af
nemendum fær úthlutað íbúð. Frí
tekjumarkið var heldur ekki hækkað
og hefur verið óbreytt síðan 2014 –
en laun hafa á sama tíma hækkað
um 32%.
Vanlíðan stúdenta
Vonbrigði stúdenta við þessum
fréttum voru bæði augljós og eðlileg,
enda eiga þeir margir erfitt með að
ná endum saman. Þeir sem ekki geta
fengið aðstoð frá foreldrum reyna
oft að vinna með skóla en lenda þá
í vítahring þar sem námslán þeirra
skerðast fljótt vegna lágra frítekju
marka. Á sama tíma líður unga
háskólafólkinu okkar ekki vel – en
stór hluti háskólanema mælist með
kvíða og þunglyndisvandamál.
Nám er fjárfesting fyrir þjóðfélagið
í heild og mikilvægt að allir sem vilja
geti menntað sig. Í þessari efnahags
legu uppsveiflu væri ráð að fjárfesta
almennilega í menntun, endurskoða
LÍN og stórbæta kjör námsmanna.
Bætum kjörin
Hækka þarf reiknaða framfærslu
þannig að hún taki mið af raun
verulegum aðstæðum stúdenta. Það
verður auk þess að hækka frítekju
markið, efla dreifbýlisstyrki, hækka
ferðastyrki, efla og nútímavæða
þjónustu. Einnig þyrfti að taka upp
samtímagreiðslur námslána svo að
unga fólkið okkar þurfi ekki að setja
sig í skuld við banka í stórum stíl. Þá
ættum við að færa okkur í áttina að
námsstyrkjakerfi líkt og annars stað
ar á Norðurlöndunum. Þessu höfum
við í Samfylkingunni kallað eftir.
Við fögnum því að að flóttafólk
öðlist rétt á námslánum. Það sem
skiptir þó höfuðmáli er að raunhæft
verði að lifa á námslánum.
Við þurfum almennilega fram
tíðarsýn í menntamálum á Íslandi til
að vaxa og dafna og til að takast á við
þær hröðu breytingar sem eru fram
undan. LÍN spilar þar stórt hlutverk
og tími til kominn að endurskoða og
nútímavæða sjóðinn og gæta þess að
hann sinni raunverulega hlutverki
sínu sem jöfnunartæki.
Vonbrigði stúdenta
Stundum sækir á mig sú hugsun að litlum tilgangi þjóni að kjósa fólk til setu í bæjarstjórn
eins og á Akureyri. Vissulega er það
allt mesta sómafólk sem að lokum
er kosið og vill áreiðanlega gera
bænum sínum allt það gagn sem
það megnar. Reynsla mín hefur þó
kennt mér að enda þótt þetta góða
fólk leggi oft fram ágæta vinnu við
að móta stefnu í einstökum mála
flokkum eigi það undir högg að
sækja þegar kemur að því að fram
kvæma það sem búið er að ákveða
og afgreiða formlega.
Gott dæmi er þriggja ára sam
þykkt aðalskipulags miðbæjar
Akureyrar sem treglega gengur að
koma til framkvæmda. Ein ástæða
þess er að embættismenn í bæjar
kerfinu eru ekki sammála einstaka
niðurstöðum bæjarstjórnar varð
andi þetta skipulag. Hafa þeir þá
ýmist lagt steina í götu þess sem
þeim hefur verið falið vinna að (sbr.
Braunsverslunarmálið) eða tafið og
talað opinberlega gegn ákveðnum
lausnum í skipulaginu sem bæjar
stjórn hefur þegar tekið ákvörðun
um hvernig skuli útfærðar (sbr.
vistvæna Glerárgötu og hönnun
umferðarmiðstöðvar). Við þessar
aðstæður hafa bæjarfulltrúar og
meirihlutinn gefið sig aðgerðar
leysinu á vald og kinoka sér við að
fylgja eftir mótaðri stefnu. Því hef
ég áhyggjur af raunverulegri valda
stöðu bæjarfulltrúa þegar kemur til
kastanna.
Þetta sérkennilega ástand endur
speglaðist mjög vel á opinberum
fundi nýlega um skipulagsmál mið
bæjarins þar sem núverandi skipu
lagsstjóri bæjarins hældi sér af því
að hafa stöðvað undirbúning fram
kvæmda í samræmi við gildandi
skipulag um vistvæna Glerárgötu.
Lýsti því jafnframt yfir að hann hafi
aldrei á löngum ferli kynnst annarri
eins samstöðu í nokkurri bæjar
stjórn eins og þeirri akureyrsku.
Fyrir mér er þetta giska góð lýsing á
því ástandi sem nú ríkir og birtist í
samstöðu um algjört aðgerðarleysi
bæjarins að framkvæma það sem
þegar hefur verið ákveðið að gera
varðandi uppbyggingu miðbæjar
ins. Þegar aldraður fyrrverandi
þingmaður tók síðan undir þetta
háttalag með nokkrum fögnuði varð
mér endanlega ljóst valdaafsal kjör
inna bæjarfulltrúa í þessum mikil
væga málaflokki.
Við bætist að í slíku hringlanda
umhverfi sjá frambjóðendur flokka
sér hag í því að gera einstakar
útfærslur aðalskipulagsins að kosn
ingamáli, sér og sínum flokki til
framdráttar og raska með því þeirri
heildarsýn sem víðtæk eining náðist
um í bæjarstjórn við afgreiðslu aðal
skipulagsins árið 2014 eftir tíu ára
samfellt starf.
Þetta greinarkorn er hvatning til
þeirra, sem gefa kost á sér við næstu
bæjarstjórnarkosningar á Akureyri,
að kynna sér vel grundvöll núgild
andi aðalskipulags miðbæjarins og
alla þá vinnu og fjármuni sem í það
var lögð á sínum tíma. Þá aukast
líkur á að þeir muni sjá til þess að
þær góðu ákvarðanir sem þar voru
teknar verði látnar verða að veru
leika til hagsældar fyrir bæinn og
bæjarbúa. Sú deyfð sem heltekið
hefur bæjaryfirvöld að framfylgja
gildandi skipulagi hefur vakið upp
þá hugmynd að nauðsynlegt gæti
verið að stofna hollvinafélag mið
bæjarins til að þrýsta á bæjaryfir
völd að koma sér að verki í þessum
efnum.
Auk þess legg ég til að ákveðið
verði að hefja undirbúning að
hönnun og byggingu bílastæðahúss
sunnan íþróttavallarins, milli Hóla
brautar og Brekkugötu.
Að fylgja markaðri
stefnu eftir
Þegar aldraður fyrrverandi
þingmaður tók síðan undir
þetta háttalag með nokkrum
fögnuði varð mér endanlega
ljóst valdaafsal kjörinna
bæjarfulltrúa í þessum mikil-
væga málaflokki.
Hækka þarf reiknaða fram-
færslu þannig að hún taki
mið af raunverulegum að-
stæðum stúdenta.
Listafólk er þjálfað í gagn-
rýnum, sjálfstæðum vinnu-
brögðum, skapandi lausna-
leit og hefur færni til að
bregða óvæntu sjónarhorni á
viðburði líðandi stundar.
Minnumst lyginnar sem fékk
okkur til að fara í stríð gegn
Írökum. Minnumst þess líka
að Bretar lugu því að þjóðum
heims að Íslendingar væru
terroristar.
Jón Hjaltason
sagnfræðingur
Logi Einarsson
formaður Sam-
fylkingarinnar
Ragnar
Sverrisson
kaupmaður
Kristín
Valsdóttir
deildarforseti
listkennslu-
deildar LHÍ
5 . a p r í l 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T a B l a ð I ð
0
5
-0
4
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
5
B
-D
2
0
C
1
F
5
B
-D
0
D
0
1
F
5
B
-C
F
9
4
1
F
5
B
-C
E
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
4
_
4
_
2
0
1
8
C
M
Y
K