Fréttablaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 50
S igurlag Danmerkur í Eurovision í ár, Higher Ground, notast við íslenska setningu. Setningin Taka stökk til hærri jörð, heyrist á mjög bjagaðri íslensku í bakröddunum. Lagið er óður til víkinga og er söngvarinn, Jonas Rasmus- sen, víkingalegur í útliti. Lagið hefur fengið ágætis viðtökur þó það komist ekki nálægt ísraelska laginu sem flestir spá sigri. Flosi Jón Ófeigsson, formað- ur FÁSES, Félags áhugamanna um Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, segir að þetta sé trúlega í fyrsta skipti sem íslenska heyrist í lagi frá ann- arri þjóð í keppninni. „Mitt minni segir að svo sé. Við höfum verið að tala um þetta okkar á milli, að þetta er mjög merkilegt og verði alvöru víkingalag með þessari setningu,“ segir hann. Páll Óskar Hjálmtýsson, annar sérfræðingur um Eurovision tekur undir að íslenska hafi ekki áður heyrst. „Það er nánast öruggt að þetta er í fyrsta sinn sem íslenska heyr- ist í lagi frá öðru landi sem gerir lagið mjög áhugavert,“ segir Flosi. Hann segir að keppnin í ár sé að vanda fjölbreytileg og mjög sterk. „Það er mikið af góðum lögum. Svo á eftir að koma í ljós hvort söngvararnir geta sungið á sviði. Það skiptir máli.“ Erfitt að velja topp 10 listann Flestir veðbankar spá Ísrael góðu gengi. Flosi tekur undir að lagið sé gott enda með góðan boðskap. „Þetta kemur í miðri MeeToo-bylt- ingunni og þetta er skemmtilegt lag um alvarlegt málefni. Eins og er er lagið númer eitt hjá veðbönkun- um en Ítalía var það nú líka í fyrra en raunin varð önnur þegar keppni lauk. Ísrael þarf að fara í gegnum undankeppnina ólíkt Ítalíu, sem fer alltaf beint í úrslitakeppnina, þann- Íslensk setning í danska Eurovision-laginu HigHEr ground Jonas Flodager rasmussen Ships in the making Bound for a distant shore A world for the taking Men gone forever more Boarding and setting sail Yet victory won´t prevail Freeze the arrow in the air Make your mark and leave it hangi ng there Be the first to turn around Take the leap to land on Higher Gro und (Taka stökk til hærri jörð) Call it surrender Still won´t feel like defeat Men laying down their swords Each of their own accord Freeze the arrow in the air Make your mark and leave it hangi ng there Be the first to turn around Take the leap to land on Higher Gro und Raise the banner to the sky Face the fear and hold your head u p high Take the leap like you were bound For Higher Ground (Taka stökk til hærri jörð) Freeze the arrow in the air Make your mark and leave it hangi ng there… Freeze the arrow in the air Make your mark and leave it hangi ng there Be the first to turn around Take the leap to land on Higher Gro und Be the first to turn around Take the leap and land on Higher G round Jonas Rasmussen sem flytur lagið Higher Ground fyrir hönd Dana í Euro- vision-keppninni í ár hendir inn setning- unni Taka stökk til hærri jörð í laginu. Flosi, formaður FÁSES, segir að þetta sé að öllum líkindum í fyrsta skipti sem íslenska heyrist í Eurovision í lagi frá annarri þjóð. að það sé í harðari kantinum og eitthvað sem Finnar muni kjósa – nánast pottþétt – en 12 ár eru síðan Lordi vann með laginu Hard Rock Halleluja. Önnur atriði eru hefðbundnari en Flosi segir að keppnin í ár sé mjög sterk. „Ég hef sjaldan átt erfitt með að velja topp 10 lög. Það eru nokkur lög sem grípa mann strax og það ísraelska er eitt af þeim. Finnska lagið með Söru Aalto sömu- leiðis og Austurríki er með flott lag. En það er líka talað mikið um óperulag Eista. Það er lag sem heyrist bara í Euro- vision. En 98% af þeim sem kjósa eru að heyra lögin í fyrsta sinn svo það kemur í ljós hvað verður.“ benediktboas@365.is ig það mun heyrast allavega tvisvar í beinni útsendingu. Ég efast ekki um að lagið fari áfram en við sjáum til.“ Ungverjar tefla fram þungarokks- laginu Viszlát Nyár en Flosi segir Flosi bendir á að Ari Ólafsson og lag Þórunnar Clausen sé í erfiðum riðli og á brattann að sækja. Hann hefur þó trú á því að sjarmi hans muni skila okkur stigum í hús. „Austurríki var með ballöðu í fyrra og var ekki spáð góðu gengi. En söngvarinn kom á svæðið og sjarmeraði alla upp úr skónum og flaug í úrslitin.“ Ari fær hið fræga annað sæti í riðlinum sem er ekki mjög jákvætt upp á að fara áfram. „Þetta er sætið sem enginn vill lenda í. En ég held að það hafi breyst eftir að kosningakerfið breyttist. Hann á eftir að fara langt á sjarmanum og hvað hann gefur sig allan í verkefnið. Hann er ekkert að plata og það er það yndislega við hann. Sama hvað gerist, þá verður hann okkur til sóma.“ Flosi bendir á að markaðs- setning í kringum lagið sé mikil og mun meiri en áður. „Þau eru að fara að mæta í nánast hvert einasta fyrirpartí um alla álfuna. Hann verður um helgina í London og svo er á áætlun að fara til Ísraels og einnig til Amsterdam þar sem eru stærstu tónleikarnir fyrir hverja keppni.“ Ari fékk forboðna sætið í undanriðlinum ÞAð Er nánAst öruggt Að ÞEttA Er Í fyrstA sinn sEm ÍslEnskA HEyrist Í lAgi frá öðru lAndi sEm gErir lAgið mjög áHugAvErt. Alexander Rybak er einn af þeim sem taka þátt í ár. FRéttAbLAðið/GEtty Ari Ólafsson. Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES. Ekki þarf mikla kunnáttu í íslensku til að sjá að setningin „taka stökk til hærri jörð“ er fjarri því að geta talist gullaldarmál. 5 . a p r í l 2 0 1 8 F I M M T U D a G U r42 l í F I ð ∙ F r É T T a B l a ð I ð Lífið 0 5 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 5 B -D 6 F C 1 F 5 B -D 5 C 0 1 F 5 B -D 4 8 4 1 F 5 B -D 3 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.