Fréttablaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 10
Ford KA+ er snjall bíll með litríkan persónuleika sem skín í gegnum nýtt útlit hans með töffaralegu Ford grilli og rennilegum framljósum. Ford KA+ er svo snjall að í honum getur þú með raddstýringu hringt og svarað símtölum, hlustað á sms skilaboð eða spilað uppáhalds tónlistina þína. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 23.215 kr. • Miðað við 80% Lyk illán • Kaupverð 1.790.00 0 kr. • Útborgun 358.000 kr. • Vextir 7,95% • Lánstími 84 mánuð ir • Árleg hlutfallstala k ostnaðar 9,64% Mánaðargreiðsla: FORD KA+ SNJALLASTUR! VERÐ FRÁ: KR. Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford KA+ 1.790.000 ford.is Ford_KA+_Snjallastur_Ongoing_5x15_20180213_END.indd 1 20/02/2018 10:01 LýðheiLsa „Það eru stórar stofnanir sem fylgjast með þessu og auglýsing- ar og markaðssetning á áfengi hefur áhrif til aukinnar neyslu, það er alveg klárt. Hún færir ekki bara neysluna milli tegunda,“ segir Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Embætti landlæknis. Ólafur Stephensen, framkvæmda- stjóri Félags atvinnurekenda, sagði meðal annars í gagnrýni sinni á áfengisauglýsingabannið á Íslandi í Fréttablaðinu í gær að rannsóknir frá öðrum ríkjum sýndu að áfengis- auglýsingar leiddu ekki til aukinnar neyslu heldur hefðu fremur áhrif á hvaða tegunda fólk neyti. Bannið væri gagnslítið og leiddi til mismun- unar gagnvart innlendum framleið- endum. Ólafur benti líka á að félagið hefði gert drög að siðareglum sem félagsmenn myndu gangast undir og miða að því að beina auglýsingum ekki að ungmennum né fegra neyslu eða áhrif áfengis. Rafn segir það hafa sýnt sig í Evrópu að iðnaðinum sé ekki treystandi til að hafa eftirlit með sjálfum sér. Þar sé þróunin í þá átt að herða reglur um markaðssetn- ingu áfengis fremur en að slaka á. Grænland, Finnland og Eistland hefðu til dæmis sett sérstakar reglur um markaðssetningu á samfélags- miðlum og netinu. „Það myndi skjóta skökku við hjá okkur að fara í hina áttina og leyfa enn frekari auglýsingar.“ Rafni hugnast  því  ekki tillögur nefndar um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla sem liggja nú á borði mennta- og menningarmálaráð- herra um afnám áfengisauglýsinga- bannsins. Lilja Alfreðsdóttir sagði í Fréttablaðinu að lýðheilsusjónar- mið muni þar ráða för og að góð rök þyrfti til að breyta núverandi banni. Ólafur taldi slík rök liggja fyrir, Rafn er á öndverðum meiði. „Fagráð áfengis- og vímuvarna fundar sérstaklega um þetta í næstu viku þannig að við myndum klárlega leggjast gegn þessari rýmkun,“ segir Rafn og bætir við að ef eitthvað er ætti að herða áfengislöggjöfina og skerpa á ákveðnum greinum henn- ar. Meðal annars hinni umdeildu léttölsholu sem framleiðendur hafa hingað til nýtt sér til að skauta fram hjá banninu. „Skilgreining á léttöli er hvergi til í áfengislögum, léttöl er ekkert endilega óáfengur drykkur. Meðan sú skilgreining er ekki til staðar þá halda þessar léttölsauglýsingar ekki. En menn eru meðvitað að fara í kringum þetta. Þessa grein áfengis- laganna má alveg uppfæra og herða til að taka betur á markaðssetningu, fremur en bara auglýsingum.“ Aðspurður hvort hann eigi þá ekki von á því að afnámið nái fram að ganga segir Rafn að miðað við þá þekkingu sem til staðar sé  og þær breytingar sem séu að verða í Evrópu yrði það misráðið. Verið sé að herða áfengislöggjöf í Evrópu og víða sé horft til Íslands í  þeim efnum. „Það er horft til okkar með einka- söluna og auglýsingabannið. Þetta yrði ljóður á okkar annars ágætu áfengisstefnu út á við.“ mikael@frettabladid.is Fagráð á móti afnámi auglýsingabanns Verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna hjá Landlækni segir klárt að auglýsingum og markaðssetningu á áfengi fylgi aukin neysla. Misráðið væri að slaka á áfengis- löggjöf hér á sama tíma og verið sé að herða hana í mörgum löndum Evrópu. Farið verður yfir tillögu um afnám banns við áfengisauglýsingum í fjölmiðlum á næstunni. Sitt sýnist hverjum. Fréttablaðið/Ernir Aðalfundur Félags íslenskra rafvirkja verður haldinn fimmtudaginn 12. apríl 2018, kl. 18.00, á Stórhöfða 27, sal Rafiðnaðarskólans. (gengið inn Grafarvogsmegin) DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning kjörstjórnar FÍR skv. 38. grein laga félagsins. 3. Kosning fulltrúa á ársfund Birtu lífeyrissjóðs. 4. Lagabreytingar. 5. Atkvæðagreiðsla um tvö sæti í trúnaðarráði. 6. #Metoo kynnt frá lagalegri hlið af Ólafi Eyjólfssyni lögfræðingi RSÍ. Á aðalfundinum verða tveir menn kosnir til eins árs í trúnaðarráð. Þeir sem hyggjast bjóða sig fram þurfa með framboði sínu að leggja fram lista með 18 með- mælendum á fundinum. Boðið verður uppá hamborgara og fermingafranskar frá kl 17:45 á fundinum Kveðja, stjórnin AÐALFUNDUR 2018 Fagráð áfengis- og vímuvarna fundar sérstaklega um þetta í næstu viku þannig að við myndum klárlega leggjast gegn þessari rýmkun. Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna sKaTTaR Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) hefur fellt úr gildi álagningu skipulagsgjalds á ker- og steypuskála Rio Tinto Alkan (RTA) í Straumsvík. Félagið þarf því ekki að greiða rúmlega 49 milljónir vegna þeirra. Árið 2007 gekk í gildi breyting á samkomulagi RTA við ríkið þar sem fyrirtækið gekkst undir almennar skattareglur hérlendis. Fasteignamat var unnið fyrir verksmiðju fyrirtæk- isins en brunabótamat var ekki full- gert samtímis. Olli það vandræðum vegna ýmissa gjalda sem leggjast á tryggingar byggðar á brunabótamati. Var því lagst í að gera brunabótamat en það hljómaði upp á 24,6 milljarða króna. Að því loknu var lagt á skipu- lagsgjald. RTA var rukkað um rúmar 49 milljónir. Félagið kærði álagninguna til nefndarinnar en í niðurstöðu hennar segir að byggingarnar hafi verið reist- ar á árunum 1967, 1970 og 1997. Því gætu þær ekki talist nýbyggingar árið 2016 þegar gjaldið var lagt á. Var því álagning Tollstjóra felld úr gildi. – jóe Fimmtíu ára skáli ekki nýbygging 5 . a p R í L 2 0 1 8 F i M M T U D a G U R10 F R é T T i R ∙ F R é T T a B L a ð i ð 0 5 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 5 B -D 6 F C 1 F 5 B -D 5 C 0 1 F 5 B -D 4 8 4 1 F 5 B -D 3 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 4 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.