Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 12
Nígería Þrátt fyrir að tveir ráðherrar í ríkisstjórn Muhammadu Buhari, forseta Nígeríu, hafi þvertekið fyrir að yfirvöld hafi greitt lausnargjald fyrir þær 104 stúlkur sem hryðju- verkasamtökin Boko Haram skiluðu aftur heim til Dapchi á miðvikudag virðist hið gagnstæða vera satt. Nígerísk-bandaríska fréttastofan Sahara Reporters, sem greindi fyrst frá því að stúlkurnar væru komnar heim, sögðu frá þessu í gær. Heimildir Sahara Reporters herma að yfirvöld hafi ekki bara greitt hryðjuverkamönnunum lausnargjald. Föngum úr röðum Boko Haram hafi þar að auki verið sleppt úr haldi. Ráðherrarnir tveir sögðu hins vegar að í stað þess að greiða lausnargjald hafi yfirvöld samið við hryðjuverkamennina um lausn stúlknanna. Samkvæmt BBC er þetta ekki í fyrsta skipti sem yfirvöld greiða Boko Haram lausnargjald. Hundruð milljóna hafi farið í slíkar greiðslur, meirihlutinn frá því Buhari varð forseti árið 2015. Til að mynda hafi yfirvöld reitt fram myndarlega summu til að fá þrjá háskólakenn- ara og tíu konur leyst úr haldi. Þá hafi um 400 milljónir króna farið í að tryggja það að 82 stúlkum frá Chibok yrði sleppt í fyrra og fimm Lausnargjaldsgreiðslur til Boko Haram stuðli að frekari ránum Ráðherrar segja ekkert lausnargjald greitt fyrir þær 104 stúlkur sem Boko Haram slepptu úr haldi á miðviku- dag. Fjölmiðillinn sem greindi fyrst frá málinu segir ráðherrana ljúga. Tíðar lausnargjaldsgreiðslur Buhari- stjórnarinnar áhyggjuefni. Stjórnarandstaðan segir stjórnina hafa sviðsett allt málið til að græða atkvæði. Sársaukafullt að geta ekki verndað dóttur sína „Það sem er sársaukafyllst við þetta allt er að geta ekki verndað dóttur sína,“ sagði faðir einnar af stúlkunum 104 sem sneru heim til Dapchi á miðvikudag við BBC í gær. Faðirinn fékk að hitta dóttur sína í gær á spítala þar sem læknar skoðuðu ástand stúlknanna. Heimsóknin varði þó einungis í nokkrar mínútur. „Eftir að hafa lofað henni að ég myndi ekki yfirgefa hana vorum við öll beðin um að fara og stúlkurnar voru teknar í burtu,“ sagði faðirinn enn fremur en bætti því við að hann teldi dóttur sína örugga í höndum ríkisstjórnar­ innar. Stúlkurnar voru þó fleiri en 110 þegar þær voru teknar í síðasta mánuði. Nígerískir miðlar hafa greint frá því að fimm hafi dáið í haldi Boko Haram. Ein sé þó enn í haldi hryðjuverkamannanna. Hún er sögð hafa neitað að snúast til íslam frá kristni. Stúlka, sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram slepptu á miðvikudag, gengur um götur heimabæjarins Dapchi með föður sínum. NorDicpHotoS/AFp BaNdaríkiN Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kín- verskar vörur. Þá munu Bandaríkja- menn takmarka möguleika Kín- verja til að fjárfesta í bandarískum fyrirtækjum. Þetta tilkynnti Donald Trump forseti í gær.  Í tilkynningu frá forsetaembætt- inu sagði að þetta væru mótvægis- aðgerðir vegna þess að Kínverjar hefðu stolið bandarískum hug- verkum í áraraðir. Nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða þar sem ekki hafi tekist að komast að sameigin- legri niðurstöðu. Enn fremur sagði í tilkynningunni að rannsókn á kínverskum við- s k i p t a h á t t u m hafi leitt í ljós að þeir væru hreinlega ósanngjarnir. Kínverjar takmörkuðu eignar- hald útlendinga á kín- verskum fyrirtækjum, þeir væru ósanngjarnir í garð bandarískra fyrir- tækja og kínverska ríkið styddi og stæði að tölvu- árásum. Rúmlega 1.000 vörur eru á lista forsetaembættis- ins yfir það sem til stendur að leggja toll á. Mun fyrir- tækjum gefast kostur á að senda inn umsagnir áður en endanleg ákvörð- un verður tekin. Gærdagurinn snerist hins vegar um fleira en bara Kína hjá Trump forseta. John Dowd, forsprakki lögfræðiteymis forsetans varðandi rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og meintum tengslum Rússa við framboð Trumps, sagði upp. Bandarískir miðlar greindu frá því að Dowd hafi verið kominn á þá skoðun að Trump hundsaði flestar ráðleggingar hans. Þá var því einn- ig haldið fram að Trump hefði ein- faldlega misst trúna á Dowd og hafi beðið hann um að segja upp. – þea Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Donald trump forseti er æfur út í Kínverja. Rannsókn Trumps leiddi í ljós að viðskiptahættir Kínverja eru „ósanngjarnir“. hátt settum Boko Haram-liðum sleppt úr haldi á móti. Stjórnmálaskýrendur hafa haldið því fram að greinilegur vilji Buhari- stjórnarinnar til að greiða lausnar- gjald ýti undir vilja Boko Haram til að ræna almennum borgurum í stórum stíl. Þessu hefur nígeríska stjórnarandstaðan einnig haldið fram, til að mynda þegar rán Dap- chi-stúlknanna var rætt í öldunga- deild þingsins í febrúar. „Þau finna leiðir til að ræna fólki svo þau geti svo samið við ríkis- stjórnina um lausnargjald. Þetta gefur þeim aukið vægi,“ sagði Joshua Lidani öldungadeildarþingmaður í þeim umræðum. Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nígeríu, PDP, sakaði ríkisstjórnina í gær um að hafa sviðsett rán Dapchi- stúlknanna í pólitískum tilgangi. Upplýsingafulltrúi flokksins, Hon Kola Ologbondiyan, sagði á blaða- mannafundi að flokkurinn liti svo á að „þessi hryllilegi verknaður, að nota saklausar skólastúlkur sem peð í óheiðarlegum leik, væri hannaður til að plata Nígeríumenn og setja á svið hetjulega björgun til að auka sigurlíkur ríkisstjórnarinnar í kosn- ingunum 2019“. Um væri að ræða óafsakanlega hegðun. Kallaði Ologbondiyan eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóða- glæpadómstóllinn lýstu því yfir að ríkisstjórnin væri sek um glæpi gegn mannkyninu eftir rannsókn á mál- inu. Þá kallaði hann jafnframt eftir handtöku allra hlutaðeigandi og því að þau yrðu sótt til saka. „Þetta misheppnaða Dapchi- drama er illa skrifaður harmleikur. Svindl sem á sér enga hliðstæðu. Nígeríumenn munu ekki fyrirgefa ríkisstjórninni og forsetanum þann hrylling sem stúlkurnar og foreldrar þeirra þurftu að þola,“ sagði Olog- bondiyan. thorgnyr@frettabladid.is Þetta misheppnaða Dapchi-drama er illa skrifaður harmleikur. Svindl sem á sér enga hlið- stæðu. Hon Kola Ologbondiya, upplýsingafulltrúi stjórnar­ andstöðuflokksins PDP BretlaNd Sergei Skrípal, fyrrver- andi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svo- kölluðu novichok-taugaeitri í Salis- bury fyrr í mánuðinum. Þetta sagði breskur dómari í gær. Sagði hann jafnframt óvíst hvort þau myndu ná bata. Bretar og bandamenn þeirra hafa sakað Rússa um að standa að árásinni en Skrípal var dæmdur í fangelsi fyrir njósnir í heimalandinu Rússlandi árið 2006. Hann hefur hins vegar búið í Bretlandi frá 2010 eftir njósnaraskipti. Rússar hafa hins vegar hafnað ásökunum. Samkvæmt lækni sem dómari vís- aði til í gær, þegar dómstóllinn veitti leyfi fyrir töku blóðsýnis svo efna- vopnarannsakendur gætu staðfest að um taugaeitur hafi verið að ræða, eru Skrípal-feðgin nú á deyfilyfjum og geti ekki tjáð sig. – þea Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal. NorDicpHotoS/AFp UNgverjalaNd Stjórnarandstöðu- flokkurinn Jobbik í Ungverjalandi hefur frá stofnun árið 2003 verið kenndur við öfgaþjóðernishyggju. Flokkurinn ætlar hins vegar að veðja á að hann fái meira fylgi í kosningum næsta mánaðar með því að sækja inn að miðju. Sú þróun hefur raunar átt sér stað á undanförnum árum samhliða því að flokkur Viktors Orban forsætis- ráðherra, Fidesz, hefur fært sig út á jaðarinn með sterkri andstöðu gegn Evrópusambandinu, sérstaklega þegar kemur að því að neita að taka á móti flóttamönnum. „Þessar breytingar hugnast mér. Ég er hrifnari af flokknum nú en þegar hann var uppnefndur nasista- flokkur,“ sagði sextugi kjósandinn Dezso Borbas við Reuters í gær. Í nýjustu könnunum mælist Fidesz langstærstur með um helm- ing atkvæða. Jobbik mælist næst- stærsti flokkurinn, í tæpum tuttugu prósentum. Þrátt fyrir þetta þver- hnípi var Gabor Vona, formaður Jobbik, kokhraustur í gær. „Við erum ekki hrædd við Orban. Nafn hans verður fært á svörtustu síður sögunnar. Eftir 8. apríl fellur hann,“ sagði Vona og vísaði til kjör- dags. – þea Pólskipti í Ungverjalandi Fidesz, flokkur Orbans, mælist með um helming atkvæða. Jobbik mælist næststærstur með um tuttugu prósent. 2 3 . m a r s 2 0 1 8 F Ö s t U d a g U r12 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K _ N Y .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 8 -A 4 F 0 1 F 4 8 -A 3 B 4 1 F 4 8 -A 2 7 8 1 F 4 8 -A 1 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.