Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 36
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt, fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Smart föt, fyrir smart konur Holtasmára 1 201 Kópavogur (Hjartaverndarhúsið) Sími 571 5464 Stærðir 38-52 Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is 12 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . m A R s 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R BRúÐKAup „Bara það að kyssast alltaf hæ og bæ, t.d. á morgnana áður en haldið er til vinnu og svo þegar komið er heim síðla dags, hefur mikið að segja,“ nefnir Hrefna. „pör ættu ekki að vera hrædd við að tala saman ef ósætti kemur upp og alls ekki sópa óánægju undir teppið. Þá getur orðið algjör sprenging,“ segir Hrefna. Hvort sem fólk er gift eða í sambúð er gott að rifja reglulega upp hvernig sam- bandið var í upphafi og hvað það var sem kveikti neistann. Ný pör verja miklum tíma saman, tala saman, hafa mikinn húmor og fíflast saman og parið hefur auð- vitað áhuga hvort á öðru. Þegar fólk hefur verið lengi saman og börn komin til sögunnar, vinnudagurinn langur og í mörg horn að líta er mikilvægt að taka frá tíma til að hlúa að sambandinu og reyna að finna jafnvægi í lífinu,“ segir Hrefna Hrund Pétursdóttir, sálfræðingur og annar eigandi Parameðferðar. Kyssast hæ og bæ Hrefna segir gott að koma sér upp hefðum í sambandinu. „Bara það að kyssast alltaf hæ og bæ, t.d. á morgnana áður en haldið er til vinnu og svo þegar komið er heim síðla dags, hefur mikið að segja. Oft er talað um sex sekúndna koss, sem fólki finnst oft skondið, en á þeim tíma leysist út oxitosín sem er tengsla- og ástarhormón sem lætur fólki líða vel. Þess vegna er mikilvægt að pör séu í líkamlegri snertingu, knúsist og faðmist.“ Regluleg stefnumót hafa líka mikið að segja og Hrefna mælir með að setja símana til hliðar a.m.k. eitt kvöld í viku. „Ég heyri á pörum sem koma til mín í ráðgjöf að símarnir eru miklir senuþjófar. Því er ráð að taka frá eitt kvöld í viku þar sem makinn fær alla manns athygli,“ segir Hrefna. Þakklæti og hrós mikilvægt „Rannsóknir sýna að pörum sem sýna þakklæti og hrósa maka sínum vegnar betur en pörum sem gera það ekki. Sálfræðingur að nafn Gottman hefur rannsakað pör í meira en fjörutíu ár. Hann segir að þessir litlu hlutir í hversdags- lífinu skipti miklu máli, eins og að sýna maka sínum að maður er með hann í huga sér. Auðvelt er að gera eitthvað lítið og dúllulegt til að sýna það, eins og að senda fallegt sms eða kaupa uppáhaldssúkku- laði makans. Eftir erfiðan vinnudag er hægt að láta renna í bað fyrir makann og leyfa honum að slaka á. Svo er líka gott að muna eftir að vera til staðar og hlusta, ekki síst ef eitthvað bjátar á.“ Rifrildi helsti vandinn Helsti vandinn sem flest pör glíma við eru samskiptaerfiðleikar og rifr- ildi, að sögn Hrefnu. „Pör ættu ekki að vera hrædd við tala saman ef ósætti kemur upp og alls ekki sópa óánægju undir teppið. Þá getur orðið algjör sprenging og miklu erfiðara að leysa úr málunum. Ef rifrildi er komið í óefni er ráð að taka sér pásu og koma saman aftur eftir tuttugu mínútur. Á þessum tíma á ekki að hugsa um rifrildið heldur fara í stuttan göngutúr, setja í þvottavélina eða gera núvitundar- æfingar eða eitthvað annað sem róar kerfið. Þetta verður oftast til þess að fólk sér hlutina í nýju ljósi. Ef makinn kemur með kvörtun ætti hinn aðilinn að reyna að vera forvitinn og komast að því hvað er á bak við óánægjuna. Mörg pör vilja ekki fara ósátt að sofa og rífast í marga klukkutíma en eftir langt rifrildi er skárra að fara í háttinn og ræða málin síðan óþreytt að morgni.“ Fólk getur verið fast í vítahring rifrilda og segir Hrefna það vera greinilegt merki um að eitthvað þurfi að gera til að bæta sam- bandið. „Ég veit ekki nákvæm- lega hvernig þetta er á Íslandi en í Bandaríkjunum leita pör of seint til ráðgjafa. Fólk hefur hugsað um það í allt að sex ár áður en það lætur verða af því.“ Hún minnir á að öll pör lendi í sveiflum, bæði upp og niður og mikilvægt sé að pör ákveði hvað þau ætli að gera í niðursveiflu. „Ég mæli með að grípa inn í sem fyrst. Ég er ánægð með að sjá að yngra fólkið kemur gjarnan í ráðgjöf, oft til að fyrirbyggja sambandserfið- leika og það finnst mér skynsam- legt.“ Vináttan er límið í samböndum Hrefna Hrund Pétursdóttir sálfræðingur mælir með sex sekúndna löngum kossi kvölds og morgna og reglulegum stefnumótum til að viðhalda neistanum í sambandinu. Hún segir vináttuna límið sem heldur fólki saman. 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 4 8 -A 0 0 0 1 F 4 8 -9 E C 4 1 F 4 8 -9 D 8 8 1 F 4 8 -9 C 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.