Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.03.2018, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 23.03.2018, Qupperneq 17
Þórlindur Kjartansson Í dag Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 TILBOÐSVERÐ FRÁ 2.459.000 KR. ÁN VSK TILBOÐSVERÐ 3.0 50.000 KR. MEÐ V SK CITROEN.IS CITROËN JUMPY MODUWORK - aukið flutningsrýmiNálægðarskynjarar að aftan Þrjár lengdir – allt að 4 metra flutningsrými FJÖLHÆFUR & STERKUR LENGDIN SKIPTIR MÁLIBAKKAÐU AF ÖRYGG I KOMDU & MÁTAÐU CITROËN JUMPY Í DAG! AÐEINS Í NOKKRA D AGA! 300.000 KR. AFSLÁTTUR GILDIR TIL 2 8. MARS! Hvaða stælar eru það í Guði að vilja leiða fólk í freistni? Í bæninni sem Jesús kenndi er ekki beðið um hjálp við að stand ast freistingar, eða sneiða hjá freistingum–heldur er Guð náðarsam­ legast beðinn um að toga mann ekki beinlínis í átt til glötunar. Er lífið ekki nógu flókið samt? Því er oft haldið fram að hér sé um ónákvæmni í þýðingu að halda, og bæði prestar og fræðimenn velta því stundum fyrir sér hvort ekki sé réttast að leiðrétta bænina örlítið. Meira að segja hinn „óskeikuli“ páfi í Róm hefur léð máls á því að lagfæra þetta orðalag. „Það er Satan sem leiðir okkur í freistni, það er hans deild,“ er haft eftir Frans páfa. Páfinn vill meina að réttara væri að í bæninni sé leitast eftir mótstöðuþreki til þess að stand­ ast freistingarnar. Freistingarnar sigra En orðalagið í bæninni er auðvitað engin tilviljun. Það virðist nefnilega vera nánast óbrigðull sannleikur um mannlegt eðli, og hefur örugglega ekki breyst frá því Fjallræðan var flutt, að freistingarnar sigra vilja­ styrkinn fyrr eða síðar. Jafnvel þeir allra viljasterkustu og öguðustu láta á endanum undan freistingunum ef þeim er stöðugt veifað framan í þá. Og það sama gildir um mótstöðuþrekið gagnvart freistingum eins og annað líkamlegt og andlegt þrek—að það þverr með áreynslu. Þetta hafa alls konar sálfræðirannsóknir leitt í ljós. Sá sem af óbilandi viljastyrk neitar sér tíu sinnum um kleinuhring og kon­ fektmola yfir daginn finnur sjálfan sig gjarnan á kvöldin með tóman kex­ pakka í höndunum, súkkulaðisleikjur út á kinnar og mylsnu í náttfötunum. Þótt mikilvægt sé að efla mótstöðu­ þrek sitt, er sennilega eina raunhæfa leiðin til að falla ekki í freistni að forðast freistingarnar en ekki standast þær. Þetta þekkja auðvitað allir þeir sem hafa þurft að venja sig af einhverjum ósiðum eða fíknum. Sá sem hefur orðið háður áfengi þarf að byrja á því að hella niður öllu sem til er á heimil­ inu og helst að forðast allar aðstæður þar sem verið er að glenna framan í hann brennivín. Þeir sem vilja draga úr notkun snjallsímans komast yfir­ leitt að því að besta leiðin til þess er að skilja hann við sig til lengri eða skemmri tíma—og allir vita hver eru líklegustu örlög súkkulaðis og sætinda sem húsráðendur eiga í skápum fyrir óvænta gesti. Frelsið er yndislegt Það er nefnilega pínlegt frá því að segja fyrir okkur sem trúum umfram allt annað á frelsi einstaklingins—að mjög oft er okkur sjálfum alls ekki treystandi til þess að taka bestu ákvarðanirnar fyrir okkur sjálf. Við þurfum sem sagt ekki bara að biðja um styrk til að taka rétta ákvörðun— heldur þurfum við að biðja um að val­ kostir okkar séu skilyrtir og takmark­ aðir; að við séum ekki leidd í freistni. Mér varð hugsað til þessa nýlega þegar ég barðist á hvítum hnúum gegn ærandi löngun í bragðlausa og ólystuga nikótíntöflu sem ég vandi mig á að nota fyrir nokkrum árum. Eins og margir hafði ég álpast til þess að ánetjast sígarettum en fannst orðið tímabært að láta af þeim ósið, enda mátti heita augljóst að kappreykingar í dúnúlpu á götuhornum í íslenskum vetrarhríðum eiga ekkert skylt við nautn en allt skylt við fíkn. Mér reyndist hins vegar mun erfiðara að hætta af fúsum og frjálsum vilja heldur en að byrja af fúsum og frjálsum vilja þannig að ég hlýddi því ráði að svala þörfinni tímabundið með þessum töflum. Þetta var mikið óheillaskref því ég varð fljótlega jafn ánetjaður töflunum eins og sígarett­ unum áður. Geri ég það sem ég vil? Af þessu tilefni gerði ég stutta könnun á Facebook og bað um reynslusögur. Tilgáta mín var sú að þeir sem reynt hefðu að hætta að reykja með aðstoð nikótínlyfja hefðu að jafnaði orðið nákvæmlega eins háðir tyggjói, töflum og plástrum eins og sígarettunum. Þetta reyndist almennt vera rétt. Fólk festist í nikótínlyfjunum í ár og áratugi eftir að það hættir að reykja. En þó voru á þessu áberandi undantekningar. Þeir sem höfðu hætt að reykja þegar nikótínlyfin voru lyfseðilsskyld og höfðu fylgt nákvæmlega fyrirmælum lækna um skammtastærðir höfðu margir náð að losa sig algjörlega undan fíkninni, á meðan hinir sem nutu þess frelsis að geta skammtað ofan í sig eitrið voru að jafnaði áfram fastir í fjötrum nikótínfíknar löngu eftir að þeir drápu í síðustu sígarettunni. Þótt öll þurfum við að bera ábyrgð á sjálfum okkur og eigum heimtingu bæði á frelsi og mannvirðingu þá er gott að hafa það stundum í huga að mikilvægasta valfrelsið felst stundum í því að fjarlægja valið og takmarka frelsið—að búa svo um hnútana að maður leiðist ekki út í freistni. Það er nefnilega furðuoft sem maður notar ekki frelsið til þess að gera það sem maður vill, heldur hið þveröfuga. Eigi leið þú oss í freistni Þótt öll þurfum við að bera ábyrgð á sjálfum okkur og eigum heimtingu bæði á frelsi og mannvirðingu þá er gott að hafa það stundum í huga að mikil- vægasta valfrelsið felst stundum í því að fjarlægja valið og tak- marka frelsið—að búa svo um hnútana að maður leiðist ekki út í freistni. Það er merkilegt hvað stjórn­völdum hefur gengið illa að koma böndum á smálána­ fyrirtækin. Þau hafa einhverra hluta vegna ekki verið gerð starfs­ leyfisskyld og falla því ekki undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins eins og eðlilegt væri. Þessi fyrirtæki hafa komist upp með að okra á neytendum með ólöglegum hætti en þau láta dómsúrskurði ekkert á sig fá. Þau breyta bara um nafn og kennitölu, breyta flýtigjaldi í rafbók og halda ótrauð áfram. Ekki er síður alvarlegt hversu auðvelt er að taka lán í nafni annarrar manneskju og það eru svikahrappar að nýta sér. Neyt­ endasamtökin hafa fengið slík mál inn á borð til sín og líta þau mjög alvarlegum augum. Það ætti auðvitað ekki að vera mögu­ legt að taka lán í nafni annarrar manneskju með einungis kenni­ tölu og bankaupplýsingar að vopni en þegar smálánafyrir­ tækin eru annars vegar virðist allt hægt. Það liggur fyrir að regluverkið í kringum smálánafyrirtækin er ófullnægjandi og úrræðin gagn­ vart þeim duga skammt. Neyt­ endastofa hefur til dæmis lagt stjórnvaldssektir á fyrirtækið E content sem rekur Múla, 1919, Hraðpeninga, Smálán og Kredia. Ekki liggur fyrir hvort þessar sektir hafi verið greiddar en Neytendasamtökin hafa ítrekað reynt að fá úr því skorið. Eftir því sem næst verður komist heitir E content núna eCommerce og er með aðsetur í Danmörku. Á hverjum degi eru smálána­ fyrirtækin að veita neytendum lán sem Neytendastofa og áfrýj­ unarnefnd neytendamála hafa úrskurðað að brjóti í bága við lög um neytendalán þar sem kostnaður við lánin fer yfir lög­ legt viðmið. Stjórnvaldssektir, ítrekaðir úrskurðir og jafnvel niðurstaða dómstóla um lögbrot fyrirtækjanna duga skammt. Ekkert virðist fá þau stöðvað og þessi þrautseigja væri allt að því aðdáunarverð ef ekki væri fyrir alvarleika málsins. Og hann er sá að stjórnvöld hafa algerlega sofið á verðinum og ekki tryggt þá réttar vernd sem neytendur eiga rétt á lögum samkvæmt. Stjórnvöldum hefur fyrir löngu verið bent á að fara sömu leið og nágrannaþjóðirnar og gera starf­ semi smálánafyrirtækja leyfis­ skylda. Sú aðgerð er tiltölulega einföld og fljótleg. Það er ekki eftir neinu að bíða og reyndar löngu tímabært að hagsmunir neytenda séu tryggðir í viðskipt­ um þeirra við smálánafyrirtækin. Eftir hverju er beðið? Brynhildur Pétursdóttir framkvæmda- stjóri Neytenda- samtakanna Þessi fyrirtæki hafa komist upp með að okra á neyt- endum með ólöglegum hætti en þau láta dómsúrskurði ekkert á sig fá. S k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 17F Ö S T u d a g u R 2 3 . m a R S 2 0 1 8 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 4 8 -8 7 5 0 1 F 4 8 -8 6 1 4 1 F 4 8 -8 4 D 8 1 F 4 8 -8 3 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.