Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 46
Á þessum degi fyrir átta árum voru sam
þykkt lög á Alþingi sem bönnuðu að
bjóða upp á nektarsýningar eða gera út
á nekt starfsmanna á skemmtistöðum
eftir 1. júlí sama ár. Siv Friðleifsdóttir,
þáverandi þingmaður Framsóknar, var
fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en
það var samþykkt með 31 atkvæði en
tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins,
þau Árni Johnsen og Ragnheiður Elín
Árnadóttir, sátu hjá. Enginn greiddi
atkvæði gegn frumvarpinu.
Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi
þingmaður og ráðherra, hafði upphaf
lega flutt málið en Siv tekið við keflinu
þegar Kolbrún hætti á þingi. Ásgeir
Davíðsson, sem átti og rak staðinn
Goldfinger, sagðist í viðtali við Frétta
blaðið í kjölfar lagasetningarinnar ætla
að skoða hvort grundvöllur væri fyrir
skaðabótamál gegn ríkinu. Hann taldi
lögin minna á reglur í ríkjum þar sem
helst ekkert megi sjást í kvenfólk.
Í fréttinni kom einnig fram að alls
herjarnefnd þingsins teldi ekki að lögin
byðu upp á skaðabótaskyldu. Á tímabili
voru starfræktir átta nektarstaðir á
höfuðborgarsvæðinu, þrír á Akureyri
og einn í Keflavík.
Þ etta g e r ð i st 2 3 . m a r s 2 0 1 0
Strippdans bannaður á Íslandi
Dansari í fullum skrúða leikur listir sínar við spegilinn. NorDicPhotos/Getty
1568 Vopnahlé gert í frönsku trúarbragðastyrjöldunum.
Karl 9. Frakkakonungur og Katrín af Medici veittu húgen
ottum umtalsverð réttindi.
1903 Wrightbræður sækja um einkaleyfi á hönnun sinni á
flugvél.
1919 Benito Mussolini stofnar Fasistaflokkinn í Mílanó.
1933 Adolf Hitler verður kanslari Þýskalands.
1937 Sundhöllin í Reykjavík vígð.
1943 Keflavíkurflugvöllur tekinn í notkun af Bandaríkjaher.
1960 Söngsveitin Fílharmónía kemur fram opinberlega í
fyrsta sinn í uppfærslu Þjóðleikhússins á Carmina Burana
eftir Carl Orff.
1970 Þrír þjóðkunnir leikarar halda upp á 25 ára leikafmæli:
Baldvin Halldórsson, Gunnar Eyjólfsson og
Róbert Arnfinnsson.
1989 Stanley Pons og Martin Fleischmann lýsa því yfir að
þeim hafi tekist að framkalla kaldan kjarnasamruna í rann
sóknarstofu við Háskólann í Utah í Bandaríkjunum.
1997 Bresku saka
málaþættirnir Barnaby
ræður gátuna hefja
göngu sína á ITV.
1998 Kjalarnes verður
hluti af Reykjavík.
1998 Boris Jeltsín
rekur ríkisstjórn Rúss
lands og skipar Sergej
Kíríjenko forsætis
ráðherra.
2007 Nýja leikjatölvan
frá Sony, PlayStation
3, kemur út í Evrópu,
Ástralíu og Singapúr.
Merkisatburðir
Nýsköpun er lykilatriði í okkar starfsemi og því skiptir máli fyrir starfs-fólk okkar að hafa vett-vang til þess að koma
eigin hugmyndum og nýjum lausnum
á framfæri,“ segir Hákon sigurhansson,
framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna
Origo, en fyrirtækið hélt svokallaða
Ofurhetjudaga innan fyrirtækisins. með-
gönguappið, sem bar sigur úr býtum,
inniheldur bæði fræðsluefni um með-
göngu auk þess sem gert er ráð fyrir að
það geymi heilbrigðisupplýsingar úr
meðgönguvernd móðurinnar.
Hákon segir að um Ofurhetjudagar
séu frábær vettvangur til þess að halda
nýsköpunarandanum á lofti og hugsa út
fyrir kassann enda ekki alltaf tækifæri til
þess í dagsins önn. Þannig hafa margar
lausnir, sem hafa fæðst á þessum dögum
í gegnum tíðina, hlotið framhaldslíf og
jafnvel orðið að fullbúinni vöru.
Ásta rún Ásgeirsdóttir, sem var hluti
af sex manna teymi sem hannaði með-
gönguappið, segir að þar sem mæðra-
skráin sé ekki lengur á pappír og sé orðin
rafræn í sjúkraskrárkerfinu sögu fannst
þeim vanta vettvang fyrir verðandi for-
eldra til að hafa yfirsýn yfir sína með-
göngu og nálgast fræðsluefni sem henni
tengist frá fagaðilum.
„Bæði fræðsluefnið og heilbrigðis-
gögn yrðu sótt af HeilsuVeru.is þar sem
gögn móður verða geymd. appið yrði
því einfaldari aðgangur að gögnunum
í stað þess að þurfa að skrá sig inn á
HeilsuVeru.is, svipað og heimabanka-
öppin virka. Fræðsluefnið væri meðal
annars næring á meðgöngu, fóstur-
þroski í hverri viku ásamt breytingum
hjá móður á sama tíma, fræðsluefni fyrir
maka um líðan þeirra beggja á þessum
tímamótum, fræðsluefni um andlega
líðan og svo framvegis.“
Hugmyndin er sú að hægt sé að hafa
samband við ljósmóður í gegnum appið,
annaðhvort með skilaboðum eða mynd-
símtali. Verðandi móðirin gæti þar að
auki bókað tíma hjá ljósmóður á fyrir-
fram ákveðnum tíma og séð yfirlit yfir
tímabókanir sínar, hvort sem það er í
mæðravernd eða sónar. einnig er það
hugmynd að hægt sé að bjóða aðstand-
anda með í appið, til dæmis maka eða
einhverjum nákomnum sem konan velur.
„mögulega er þetta app því einstakt á
heimsvísu þar sem verðandi foreldrum
býðst að nálgast fræðslu á meðgöngu
og heilbrigðisgögn sín sem henni eru
tengd.“
teymið fékk 100 tíma í verðlaun til
að hefja greiningu á verkefninu og segir
Ásta að mikill áhugi sé fyrir þessu verk-
efni innanhúss og vilji til að halda því
áfram. benediktboas@365.is
Bjuggu til smáforrit fyrir
meðgöngu á starfsdegi
Sex starfsmenn Origo bjuggu til smáforrit fyrir meðgöngu sem hlaut flest verðlaun
á svokölluðum Ofurhetjudögum Origo, nýsköpunarkeppni hugbúnaðarsviðs fyrir-
tækisins. Í verðlaun fengu þau 100 tíma til að hefja greiningu á verkefninu.
Unnur Karen Guðmundsdóttir, Davíð isebarn Ágústsson, Guðný Þórfríður Magnúsdóttir og Ásta rún Ásgeirsdóttir voru í sigurliðinu
sem vann til verðlauna á ofurhetjudögum origo en þar bar meðgönguappið sigur úr býtum. MyND/arNalDUr hallDórssoN
Mögulega er þetta app
því einstakt á heimsvísu
þar sem verðandi foreldrum
býðst að nálgast fræðslu á
meðgöngu og heilbrigðisgögn
sín henni tengd.
Ásta Rún Ásgeirsdóttir
Okkar ástkæri
Magnús E. Ársælsson
Maríubaugi 41,
lést á Landakoti þann 15. mars.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju
mánudaginn 26. mars kl. 13.00.
Linda Guðbjartsdóttir, Ársæll Magnússon, Björk Inga
Magnúsdóttir
Andrea Bergþóra Pétursdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskulegur maðurinn minn, sonur,
faðir, tengdafaðir og afi,
Guðmundur R. Sighvatsson
lést 19. mars sl. á gjörgæsludeild
Landspítalans. Útförin fer fram
miðvikudaginn 28.3. nk. kl. 13.00 í
Hallgrímskirkju. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Hollvinafélag Austurbæjarskóla
(reikn. 0111-26-440609, kt. 440609-1550).
Gunnhildur Friðþjófsdóttir
Guðrún Magnea Aðalsteinsdóttir
Sigríður Hrönn
Atli Örn
Vigdís
Soffía Tinna Einar
og barnabörn.
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
Elín Inga Jónasdóttir
frá Helluvaði,
lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri,
þann 18. mars síðastliðinn og fer útför
hennar fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn
27. mars klukkan 13.30.
Bryndís Arna Reynisdóttir Garðar Ægisson
Hinrik Már Jónsson Kolbrún María Sæmundsdóttir
Friðrik Þór Jónsson Sigríður Skarphéðinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
2 3 . m a r s 2 0 1 8 F Ö s T U D a G U r22 T í m a m ó T ∙ F r É T T a B L a ð i ð
tíMaMót
2
3
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
4
8
-9
B
1
0
1
F
4
8
-9
9
D
4
1
F
4
8
-9
8
9
8
1
F
4
8
-9
7
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
2
2
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K