Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 35
Mikilvægast finnst mér að brúðurin sé ekki meira förðuð en vanalega og sé hún sjálf. Mikilvægt er að hugsa vel um húðina fyrir stóra dag-inn. Margrét R. Jónasar, förðunarmeistari fer yfir nokkur ráð til þess að hugsa vel um húðina fyrir stóra daginn. „Það er gott að byrja að undir- búa húðina minnst þremur mán- uðum fyrir brúðkaupið,“ segir Margrét. „Borgar sig að huga að góðu mataræði, vítamíninntöku eins og C-vítamíni í duftformi og að velja náttúrulegar húðvörur og förðunarvörur sem næra. Það skiptir miklu máli að hugsa vel um húðina með því að hreinsa hana kvölds og morgna, skrúbba með mildum kornahreinsi 2-3svar í viku og velja andlitsmaska sem henta húðgerðinni.“ Þá bendir hún á að það megi ekki gleyma líkamanum. „Það er upplagt að þurrskrúbba húðina áður en farið er í sturtu á morgnana. Það hjálpar sogæða- kerfinu að losa eiturefni, stinnir húðina, fjarlægir þurrk og losar bjúg. Í sturtunni er gott að bera á líkamann góða olíu, þá fer rakinn inn um leið og olíunni er strokið á líkamann.“ Ef svo óheppilega vill til að það kemur erting eða útbrot á húðina rétt fyrir stóra daginn er, að sögn Margrétar, best að kreista ekki heldur bera á góðan vökva sem þurrkar bóluna. „Ef húðin er stressuð er gott að bleyta þvotta- poka með kamillutei og leggja yfir andlitið í 10-15 mínútur til að róa. Á brúðkaupsdaginn er auðvelt að fela útbrot með þéttum hyljara.“ Það sem þarf að íhuga fyrir brúðarförðun er að ákveða hvort viðkomandi ætlar að farða sig sjálf- ur eða leita til fagaðila. „Síðan þarf að ákveða hvernig förðun hentar og velja liti sem fara brúðinni vel, hvað passar við húðlit, háralit og augnlit. Mikilvægast finnst mér að brúðurin sé ekki meira förðuð en vanalega og sé hún sjálf,“ segir Margrét að lokum. Brúðurin á að vera hún sjálf Brúðir vilja líta eins vel út og hugsast getur á brúðkaupsdaginn. INIKA vörurnar eru náttúrulegar hágæða förðunarvörur sem sitja fallega á húðinni og gefa fallega og náttúrulega áferð. Margrét R. Jónasar, förðunarfræð- ingur og eigandi Mstore.is Förðunin sjálf Hér sýnir Hildur Sif Hauksdóttir létta brúðarförðun með lífrænu förðunarvörunum frá INIKA. „Það er mikilvægt á stórum degi líkt og brúðkaupsdegi að undir- búa húðina vel,“ segir Hildur Sif förðunarfræðingur. „Fyrsta skrefið er að nota primer. Primerinn frá INIKA gefur mikinn raka og hjálpar farðanum að haldast lengur fallegur. Næsta skref er að fá fallega áferð og þar nota ég meikið frá INIKA sem gefur fallega náttúrulega þekju. Til að hylja svæði sem þurfa meiri þekju nota ég hyljarann frá INIKA sem inniheldur meðal annars Aloe vera sem hjálpar húðinni að halda í raka. Oft á húðin það til að glansa á sérstökum svæðum og því nota ég laust matt púður frá INIKA sem ég set undir augun, í kringum nefið og á ennið. Til þess að fá fallegan lit á andlitð nota ég sólarpúður frá INIKA yfir svæðin þar sem sólin myndi skína náttúrulega á andlitið – ennið, kinnbeinin og smá á nefið. Til þess að ná fallegum ljóma á húðina nota ég kinnalit efst á kinnbeinin. Fyrir augun var áherslan lögð á bronslitaða nátt- úrulega skyggingu þar sem ég nota augnskuggapalletuna frá INIKA. Því næst nota ég svartan blautan eyeliner frá INIKA sem inniheldur einungis náttúruleg efni sem erta ekki húðina, en það er mikil- vægt fyrir förðun sem er nálægt augunum. Long Lash maskarinn frá INIKA var settur á augnhárin ásamt því að bæta við stökum gerviaugnhárum. Á varirnar var settur varablýantur í litnum Dusty Rose ásamt því að setja Organic Vegan varalit í litnum Nude Pink yfir varirnar en það er einnig gott að setja Organic Lip Serum til þess að halda í raka og gefa fallega glossáferð.“ INIKA vörurnar INIKA er ástralskt vörumerki, sem býður upp á hágæða hreinar förðunarvörur. Öll vörulínan er náttúruleg, vegan, lífrænt vottuð og „cruelty-free“. Við framleiðslu á vörunum eru notaðar jurtir og hrein steinefni sem næra húðina og bæta útlit hennar. Jurtaformúlurnar eru háþróaðar og hannaðar til að veita húðinni raka og næringu og þær eru skaðlausar og án allra gervi- efna. INIKA vörulínan er breið og býður upp á fjölbreytt litaval sem ætti að henta öllum. Vörurnar eru allar litsterkar og því helst förð- unin vel í langan tíma. Fáðu liti og hreinleika náttúrunnar með þér í lið með INIKA. INIKA vörurnar eru seldar á eftirfar- andi sölustöðum; Systur & makar, www.mstore.is, Lyfjum & heilsu Kringlunni og Glerártorgi, Lyfju Lágmúla, Laugavegi & Smáratorgi, Hagkaupum Skeifunni & Akureyri, Íslands Apóteki. Brúðarförðunin ætti að draga fram náttúrulega fegurð brúðarinnar. FÖRÐUN/HIldUR SIF MYNd/EYþóR INIKA vörulínan er breið og býður upp á fjöl- breytt litaval sem ætti að henta öllum. Vör- urnar eru allar litsterkar og því helst förðunin vel í langan tíma. Fáðu liti og hreinleika náttúr- unnar með þér í lið með INIKA. KYNNINGARBlAÐ 11 F Ö S T U dAG U R 2 3 . m A r S 2 0 1 8 BRúÐKAUp 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 8 -9 B 1 0 1 F 4 8 -9 9 D 4 1 F 4 8 -9 8 9 8 1 F 4 8 -9 7 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.