Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 38
w Sumir vilja gift- ingarhringa með rúnum en þá eru nöfn brúðhjónanna slegin í hringana með rúnaletri. Eva Súsanna Muñoz er á fjórða ári á gull- og silfursmíðabraut. MYND/STEFÁN Eva Súsanna Muñoz er á fjórða ári á gull- og silfursmíðabraut í Handverksskólanum og útskrifast frá Tækniskólanum sem gullsmiður í vor ef allt gengur eftir. Fyrstu tvö árin í náminu læra gull- smíðanemar grunninn í skólanum svo þurfa þeir að leita sér að náms- samningi í 18 mánuði hjá meistara. Eva Súsanna er á samningi hjá Önnu Maríu Sveinbjörnsdóttur gullsmíðameistara sem rekur verk- stæði og verslunina Anna María Design á Skólavörðustíg 3. Eva Súsanna segist hafa lært heil- mikið í skólanum þegar kemur að smíði hefðbundinna trúlofunar- og giftingarhringa. Sú þekking hafi svo nýst sér vel á verkstæðinu hjá Önnu Maríu. „Hjá henni hef ég fengið góða faglega leiðsögn og mikla reynslu. Hjá Anna María Design er allt handsmíðað og bjóðum við upp á að hanna skart- gripi í samvinnu við viðskipta- vinina.“ Spurð að því hvað mest sé beðið um segir Eva Súsanna að ekki sé hægt að nefna eitthvað eitt ákveðið því það séu engar reglur og allt leyfilegt. „Um daginn kom viðskiptavinur sem vildi grænan stóran demant og hvíta demanta til hliðar. Einnig eru óskir um aðra eðalsteina til dæmis safíra eða rúbína. Sumir vilja giftingar- hringa með rúnum en þá eru nöfn brúðhjónanna slegin í hringana með rúnaletri. Hefðbundnu giftingarhringarnir eru þó alltaf vinsælastir.“ Eva Súsanna smíðar ekki eingöngu hringa því hjá Anna María Design er einnig sérsmíðað brúðarskart. „Það geta verið háls- men, eyrnalokkar eða armbönd og jafnvel hárskraut,“ segir hún og bætir við að herrarnir finni einnig morgungjafirnar í versluninni.“ Handsmíðaðir skartgripir Gerða Kristín tekur sveins- prófið af gull- og silfursmíða- braut í vor. MYND/STEFÁN Gerða Kristín Lárusdóttir tekur sveinsprófið af gull- og silfursmíðabraut í vor en þangað til smíðar hún skart- gripi alla daga hjá Metal Design við Skólavörðustíg og hefur gert undanfarna fjórtán mánuði. Gerða segir að öll nauðsynlegu undir- stöðuatriðin hafi hún lært í skól- anum en sérhæfðari reynsla fáist á verkstæðinu. „Maður lærir fyrst og fremst að vinna hratt og vel. Það er verið að smíða allan daginn og þannig nær maður hraðanum. Þá lærist svo margt annað, eins og það að tala við viðskiptavini og finna út hvað þeir vilja. Einnig hef ég verið að sérsmíða en það er ekki óalgengt að viðskiptavinir mæti í búðina með teikningu og þá verð ég að geta smíðað eftir henni.“ Spurð að því hvað sé vin- sælast hjá brúðhjónum um þessar mundir segir Gerða Kristín að einfaldleikinn sé í fyrirrúmi. „Vin- sælustu hringarnir eru úr fjórtán karata gulli og hvítagulli, dýrari málmum, ekki silfri, og mér finnst Íslendingar velja einfalda hönnun. Þetta er ekki eins og í Bandaríkjun- Íslendingar einfaldir í vali Gígja Haraldsdóttir útskrifaðist nýverið af hársnyrtibraut og starfar á Eplinu hárstofu í Borgartúni. MYND/EYÞÓR Gígja Haraldsdóttir útskrifað-ist nýverið af hársnyrtibraut og starfar á Eplinu hárstofu í Borgartúni. Hún segist telja að í hártískunni verði einkennandi fyrir brúðkaup í sumar að brúðir líti þannig út að undirbúningur hafi verið áreynslulaus. „Hárið lítur þá þannig út að svo virðist sem hún gæti næstum hafa greitt sér sjálf, þ.e. gestir eiga ekki að taka eftir stífum uppgreiðslum og fleiri slíkum atriðum,“ segir Gígja og bætir við að greiðslurnar í ár gætu talist látlausari en oft áður. „Það verða kannski lausir lokkar við andlitið og meira um greiðslur sem eru úfnar frekar en alveg stífar og miklar. Þetta verður látlausara, hnútar í hnakkanum, með fléttu- ívafi eða snúningum. En auðvitað er þetta alltaf persónulegt.“ Hún segir að mikið sé um brúðargreiðslur á Eplinu hárstofu en mikilvægt sé að vera tímanlega í að hafa samband við hársnyrtinn og taka frá daginn. Spurð út brúðgumana og hvern- ig þeir hafi sig til segist Gígja alla vega ekki þekkja til þess að þeir fari á brúðkaupsdaginn í greiðslu. „Það er ofboðslega algengt að þeir komi í klippingu svona viku fyrir brúðkaupið þannig að hárið sé aðeins búið að jafna sig. Þeir virðast svo sjá sjálfir um greiðsluna og treysta á að klippingin sé nægi- lega góð.“ Fræðast má frekar um Hand- verksskólann á http://tskoli.is/ skoli/handverksskolinn. Látlausari greiðslur í sumar Birna Sigurjóns- dóttir er nemi í klæðskeranámi. MYND/STEFÁN Birna Sigurjónsdóttir er á lokaönn sinni í klæðskurði en hún er jafnframt mennt- aður fatahönnuður. Á undan- förnum áratug hefur hún alloft tekið að sér að hanna og sauma brúðarkjóla en að klæðskera- náminu loknu sér Birna fyrir sér að mögulega verði meira um að hún saumi föt á brúðgumana. „Ég er einmitt að ljúka við að sauma smóking og næst tekur við að sauma kjólföt en það eru reyndar skólaverkefni,“ segir Birna og Skapandi nám í Handverksskólanum að baki Þær Birna Sigurjónsdóttir, Eva Súsanna Muñoz, Gerða Kristín Lárusdóttir og Gígja Haraldsdóttir eru að ljúka eða hafa nýlega lokið námi í Handverksskólanum og eiga það sameiginlegt að hafa allar komið að undirbúningi brúðkaupa með einum eða öðrum hætti. Saumaði flöskugrænan og svartan brúðarkjól um þar sem allt snýst um einhverja risademanta. Íslendingar eru ein- faldir í vali og kjósa einfalda bauga og þá jafnvel með áferð, burstaðri eða háglans. Og oft er konan með lítinn og smekklegan demant.“ kveðst sannarlega tilbúin til að sauma á brúðhjón fyrir sumarið. „Já, þetta er svo skemmtilegt. Svo er ég að klára námið þannig að ég hef bætt við mig þekkingu og ætti að vera orðin nokkuð klár.“ Sem áður segir hefur Birna tekið að sér að sauma brúðarkjóla á undanförnum árum. Hún segist ekki endilega merkja að tískan hafi breyst mikið þegar kemur að kjólunum. „Þetta fer algjörlega eftir því hver er að gifta sig og við hvaða aðstæður.“ Hún minnist þess til dæmis fyrir nokkrum árum þegar hún var beðin um að sauma afskaplega óvenjulegan kjól. „Ég saumaði þá flöskugrænan og svartan brúðarkjól úr satínefni og blúndu. Hann var mjög óvana- legur en hrikalega flottur. Aðrir hafa flestir verið hvítir eða alla vega mjög ljósir.“ Hún segir að tilvonandi brúðir geti fylgst með kjólasaumnum frá upphafi til enda og að hún vinni kjólana gjarnan í náinni samvinnu við þær. 14 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . M A R S 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RBRúÐKAup 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 4 8 -B 3 C 0 1 F 4 8 -B 2 8 4 1 F 4 8 -B 1 4 8 1 F 4 8 -B 0 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.