Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 42
Laugavegi 178 | Sími 555 1516
Opið: Virkir dagar 11-18 | Laugardagar 11-15
Kíkið á myndir og verð á Facebook
Stretch
og háar í
mittið
Gallabuxur á 12.900 kr.
- 4 litir: brúngrátt, svart,
hvítt, sandgrátt
- stærð 34 - 48
- 3 síddir
Um þrjátíu ár eru frá því að Margrét Eir kom fyrst fram á sjónarsviðið og söng sig
inni í hjörtu landsmanna. Hún
segir þessi ár hafa verið spenn
andi ferðalag. „Málið er að það er
enginn síðasti söludagur á tón
listarfólki. Ef maður er með opinn
huga og til í að prófa eitthvað nýtt
í staðinn fyrir að festa sig í gömlu
fari er hægt að vera langlífur í
þessum bransa. Því fylgir þó ekki
alltaf frægð eða peningar. Ég reyni
að ögra sjálfri mér hvað varðar
verkefnaval en viðurkenni að ég
þarf að vera duglegri við að syngja
frumsamda tónlist. Þar hefur
enginn lagt línurnar fyrir mig og ég
þarf að finna sjálf hvað mig langar
að segja,“ segir hún.
Ný plata væntanleg á árinu
Margrét Eir er með nýja plötu í
smíðum með hljómsveit sinni,
Thin Jim, og á henni verða aðeins
frumsamin lög. „Við erum að
leggja lokahönd á plötuna. Jökull
Jörgensen, maðurinn minn, er
með mér í bandinu, Birkir Rafn
Gíslason spilar á gítar og Magnús
Magnússon er á trommum. Svo á
ég von á góðum gesti sem ætlar að
syngja dúett með mér. Það verður
eitthvað „legendary“ og ég reikna
með að við sendum fljótlega frá
okkur það lag. Platan kemur svo út
í kjölfarið á þessu ári.“
Óhætt er að segja að undanfarnir
mánuðir hafi verið annasamir og
Margrét hefur sungið á mörgum
tónleikum. „Ég fór nánast beint
af jólatónleikum yfir í alls konar
önnur verkefni. Ég sit í stjórn
Íslensku tónlistarverðlaunanna,
ásamt félaga mínum Jóhanni
Ágústi, og við kláruðum það verk
efni fyrir nokkrum dögum. Inn á
milli söng ég í sýningunni Phant
om of the Opera, á George Michael
heiðurstónleikunum og á tríótón
leikum með Guðrúnu Gunnars og
Regínu Ósk. Þar fyrir utan kenni ég
söng við FÍH og nemendurnir eru
frá sextán ára og upp í fjörutíu og
fimm,“ segir Margrét Eir.
Vinna, blóð, sviti og tár
„Meðfram þessu öllu var ég tón
listarstjóri á nemendasýningu
Verslunarskóla Íslands. Það var
svakalega skemmtilegt verkefni.
Þau settu upp söngleikinn The
Producers, eða Framleiðendurnir,
en hann hefur ekki áður verið
settur upp hérlendis. Ég er bókstaf
lega að springa úr stolti af þeim.
Þetta er alvöru söngleikur og mjög
erfiður raddlega séð en þau stóðu
sig öll með sóma og lögðu mikinn
metnað í sýninguna,“ greinir
Margrét Eir frá en hún hefur
áður unnið með framhaldsskóla
nemum. „Ég hef bæði leikstýrt og
verið tónlistarstjóri í sýningum
nokkurra skóla. Ég er frekar „old
school“ því ég er með mikinn aga.
Ef það á að setja upp metnaðarfullt
verkefni kostar það vinnu, blóð,
svita og tár en krakkarnir upp
skera líka árangur erfiðisins þegar
kemur að því að sýna fyrir framan
áhorfendur,“ segir hún.
Sönghefðin og krafturinn
ótrúlegur
Annað kvöld ætlar Margrét að
syngja með Karlakórnum Hreimi
sem á rætur sínar að rekja til Þing
eyjarsýslu. Hann var stofnaður árið
1975 og er skipaður 60 söngelskum
mönnum sem flestir koma úr Þing
eyjarsýslum. Steinþór Þráinsson
er stjórnandi kórsins og Steinunn
Halldórsdóttir er undirleikari.
„Karlakórinn Hreimur er kominn
í útrás til höfuðborgarinnar. Við
Gissur Páll Gissurarson sungum
með kórnum á Húsavík fyrir um
ári síðan en núna ætlum við að
syngja saman í Eldborg í Hörpu.
Sönghefðin og krafturinn í kórnum
er ótrúlegur. Þessir strákar syngja
af því að þeir verða að syngja og
gera það frá öllu sínu hjarta. Orkan
og ánægjan er ótrúlega mikil og
þetta er smá keppnis,“ segir Mar
grét Eir.
Hún stefnir svo að því að halda
áfram að syngja með Guðrúnu
Gunnars og Regínu Ósk og segir
það samstarf ganga mjög vel og
þær eigi vel saman sem söngkonur.
En hefur hún tíma fyrir þetta allt
saman? „Ég hlakka mjög til að fá
páskafrí og ætla að slaka á og safna
orku. Vissulega er gaman að vinna
undir pressu en síðustu vikur hafa
verið heldur annasamar.“
Málið er að það er
enginn síðasti
söludagur á tónlistar-
fólki. Ef maður er með
opinn huga og til í að
prófa eitthvað nýtt í
staðinn fyrir að festa sig í
gömlu fari er hægt að vera
langlífur í þessum bransa.
Því fylgir þó ekki alltaf
frægð eða peningar.
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@frettabladid.is
Leggur línurnar
Margrét Eir Hönnudóttir ætlar að syngja með karlakórn-
um Hreimi í Eldborg í Hörpu annað kvöld. Hún er líka með
plötu með eigin lögum í smíðum sem kemur út á árinu.
Margrét Eir er með nýja plötu með frumsömdu efni í smíðum með hljómsveit sinni, Thin Jim. MyNd/Eyþór
Stendur undir nafni
6 KyNNINGArBLAÐ FóLK 2 3 . M A r S 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R
2
3
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
4
8
-C
2
9
0
1
F
4
8
-C
1
5
4
1
F
4
8
-C
0
1
8
1
F
4
8
-B
E
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
6
4
s
_
2
2
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K