Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 40
Veislustjórar mæla gjarna fyrir skál ef umræðuefni þrýtur og svo er líka hægt að slá í glas og láta brúðhjónin kyssast í framhaldinu. Veislustjórinn er í raun í þjónustu brúðhjónanna svo veislan verði þeim sem ánægjulegust eftir margra mánaða skipulag. Hér eru nokkrar ráðlegg- ingar sem gætu komið veislu- stjórum að góðum notum: l Veislustjórinn þarf að vera búin/n undir að teygja tímann eða fylla upp í göt á dagskránni með skemmtilegum sögum eða stuttum atriðum. Það er þó ekki hlutverk veislustjóra að vera með löng skemmtiatriði heldur að láta veisluna ganga frekar en að vera sjálf/ur í sviðsljósinu l Veislustjórinn þarf að vita hvernig brúðhjónin vilja hafa brúðkaupið. Hvað má halda langar ræður? Er einhver ætt- ingi eða vinur sem helst ekki má stíga á svið eftir nokkur kampavínsglös? Einhverjar fyndnar sögur sem má helst ekki deila? Verða einhverjir leikir eins og til dæmis að brúð- hjónin þurfi alltaf að kyssast ef gestir láta klingja í glösum sínu? Verður fjöldasöngur? Brúðhjónin eru að undirbúa brúðkaupið mánuðum saman, það er best að sem minnst komi þeim á óvart l Láttu kynna þig á Facebook-síðu eða viðburði brúðkaupsins. Sumir vilja skrá sig fyrir ræðum eða skemmtiatriðum fyrirfram l Kannaðu aðstæður. Er hljóð- nemi í veislusalnum og hljóð- kerfi? En sýningarkerfi fyrir myndir/myndbönd? Allt þetta þarft þú að vita Í veislunni: l Oft er fordrykkur eða biðtími áður en brúðhjónin mæta og þann tíma er gott að nýta í að segja gestunum til hvers er ætlast af þeim í sambandi við gestabækur eða myndatökur, móttöku brúðhjónanna, leiki og þess háttar l Hvað er í matinn? Mikilvægt er að segja frá því ef það eru valkostir i boði fyrir þá sem hafa ofnæmi eða borða ekki ákveðinn mat. Ef maturinn er á hlaðborði kemur í þinn hlut að ákveða hverjir fara fyrst á eftir brúðhjónunum að borðinu og hvernig reglan er l Í hvaða röð eru skemmtiatriðin? Hefð er fyrir því að foreldrar brúðarinnar haldi fyrstu ræðu og þá foreldrar brúðgumans. Hafið þrjú til fjögur atriði saman og smá bil á milli svo fólk hafi tíma til að blanda geði. Hafið gæsunar/steggjunarmyndbönd og vinaræður og grín frekar í seinni hluta veislunnar l Síðasta verk veislustjóra í brúðkaupi er yfirleitt að kynna brúðardansinn eða brúðartertu- skurð nema ef til stendur að kveðja brúðhjónin þegar þau yfirgefa veisluna Svo er bara að njóta kvöldsins! Góð ráð fyrir veislustjóra Eftirfarandi uppskrift að hjónabands-sælu er að finna á bukonan.word press.com. 3 bollar haframjöl 1 bolli hveiti 1 bolli heilhveiti 2 bollar púðursykur 1 tsk. lyftiduft ¼ tsk. salt 250 g mjúkt smjör 1 msk. mjólk Blandið öllu saman í skál og hnoðið með sleif eða höndunum. Uppskriftina að deiginu er að finna á matarbloggi Bjarkar Bjarnadóttur, bukonan.wordpress.com og þar segir að deigið verði seigt ef það er hnoðað í hrærivél. Skiptið deiginu til helminga og þrýstið helmingnum jafnt í botninn á smurðu formi. Smyrjið ofan á það þykku lagi af sultu eftir smekk. Hefðbundið er að nota rabarbarasultu í hjónabandssælu en aðrar sultutegundir koma vel til greina. Þá er rest- inni af deiginu stráð yfir í grófum molum. Bakið við 180 gráður í 35 til 40 mínútur eða þar til kakan er orðin brún. Berið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís. Hjónabandssæla Fyrsti Sjálf-brúnku maskinn á markaðnum. Auðveld leið til að ná fram, fullkomnum, náttúrulegum og ljómandi lit. VAKNAÐU & LJÓMAÐU Uppgötvaðu okkar byltingarkenndu, rakagefandi Self Tan Express Face Sheet sjálfbrúnku maska sem gefur þér fallegan ljóma samstundis og kallar fram þinn eðlilega lit. Fullkomnaðu útlið með nýja Express spreyinu og okkar margverðlaunuðu Express froðu. ST.TROPEZ, THE UK’S NO.1 TANNING BRAND* *IRI MAT52 OCT 2016 VALUE SALES 16 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . m A R s 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R BRúÐKAup 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 4 8 -C 7 8 0 1 F 4 8 -C 6 4 4 1 F 4 8 -C 5 0 8 1 F 4 8 -C 3 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.