Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 24
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Eitt sinn var maturinn inni­falinn í verði flugmiðans og spennandi að sjá hvað kæmi á borðið í fluginu. Nú eru breyttir tímar með lækkandi flugfar­ gjöldum. Farþegar þurfa að kaupa allt um borð, þar á meðal mat og drykk. Sumir selja meira að segja vatnið líka. Þar fyrir utan er úrvalið oft fábrotið í fluginu. Baguette eða samlokur eru algengasta fæðan sem boðið er upp á. Í Leifsstöð er fjölbreytt úrval veitingastaða en það er dýrt að kaupa mat fyrir fjögurra manna fjölskyldu þar. Á einfaldan hátt er hægt að undirbúa flugið með góðu nesti fyrir alla fjölskylduna. Hins vegar verður að gæta að því að ekki er leyfilegt að fara með vökva í gegnum öryggishliðið svo sleppa verður jógúrti, smoothies og þess háttar nesti. Ef farþegar eru einungis með handfarangur er aðeins leyfilegt að taka með sér 100 ml af vökva. Allan vökva, til dæmis snyrtivörur, þarf að setja í sérstakan plastpoka með rennilásalæsingu. Það er hins vegar hægt að taka tómar vatnsflöskur með sér og fylla á þær inni í flug­ stöðinni, líkt og maður hefur með sér í ræktina. Það eru þó ekki allir hrifnir af því að taka með sér nesti um borð í flugvél og vilja heldur njóta þess að borða í flugstöðinni áður en haldið er af landi brott. Matarlykt um alla vél Sigurveig Káradóttir ferðast tals­ vert með fjölskyldu sinni, Agli Helgasyni og Kára, syni þeirra. Hún segist ekki hafa vanið sig á að taka mikið nesti með í flug að undan­ skildum hafraklöttum sem hún býr til sjálf og er alltaf með í töskunni. „Við grípum yfirleitt eitthvað með okkur í flugstöðinni en það er sniðugt að taka með sér þurrkaða ávexti, súkkulaði eða svona hafra­ klatta. Ég myndi sennilega ekki smyrja nesti til að hafa í flug, mér finnst það hins vegar mjög þægi­ legt þegar maður fer í ferðalag í bíl. Mér finnst svakalega gaman að fljúga og ég eiginlega myndi ekki bjóða í það ef allir væru með mat, jafnvel harðfisk eða eitthvað sem lyktar. Það væri óbærilegt. Einu sinni tók ég með mér bláber sem ég var nýbúin að tína úti í náttúrunni. Ég sá mjög mikið eftir því. Þau fóru út um allt í töskunni og gerðu flugferðina ekki mjög skemmtilega,“ segir Sigurveig. Þegar hún er spurð hvort maður þurfi að gera sérstakt nesti fyrir börn, svarar hún því neitandi. „Það hefur aldrei verið neitt vandamál hjá mér. Hins vegar þarf maður vissulega að hugsa út í þá hluti þegar maður er með ungbörn, hafa þurrmjólk á pelann og sérstakan barnamat.“ Einu sinni var … Sigurveig segist vera á móti því að fólk sé að borða hnetur í flugvél­ um, þær geti hrokkið ofan í fólk og það sé ekki þægilegt í háloftunum. „Venjulega horfi ég á góða bíó­ mynd um borð eða legg mig,“ segir hún. „Í mínum huga er það hluti af góðu ferðalagi að fá sér eitthvað gott að borða á flugvellinum áður en farið er í loftið. Maður minnist þess þegar matur var borinn fram um borð, bakkar, glös og hnífapör. Mér finnst í rauninni ekkert þægilegt að vera með stóran matarbakka fyrir framan mig í sætinu og sakna þess ekki. Flugið er ódýrara en áður og mér finnst betra að hafa það þannig. Fólk hefur meira val. Það er helst á lengri ferðum, yfir sex klukkustundum, sem maður vill geta pantað sér eitthvað. Núna er ýmis afþreying um borð sem ekki var í boði áður fyrr. Það er helst að ég sakni þess tíma þegar ég var lítil og fékk að fara inn í flugstjórnar­ klefann en við lifum jú á öðrum tímum,“ segir Sigurveig. Hnetur ofnæmisvaldandi Misjafnt er hvort fólk vill borða í flugstöðinni eða hafa með sér nesti til að spara pening. Bent hefur verið á að heimasmurð samloka með rjómaosti, laxi og eggi eða skinku og osti geti verið ágætis nesti í flug. Einnig er hægt að útbúa svokallað „wraps“ með grænmeti og köldum kjúklingi. Maður þarf bara að passa að enginn vökvi sé í nestinu. Svo er auðvitað einfalt að taka með sér epli eða banana. Það gæti einhver verið með ofnæmi fyrir hnetum í flugvélinni og þess vegna er ekki æskilegt að fólk sé með þær meðferðis. Þá eru sumir á sérfæði og þurfa þess vegna að koma með nesti með sér. Borgar sig að taka nesti með í flugið? Sigurveig segir að fríið byrji í flugstöðinni en gaman sé að setjast niður og fá sér máltíð áður en farið er í flugið. MYND/STEFÁN Það er einfalt að smyrja sér samloku og taka epli með í farangrinum. Páskarnir nálgast og þá eru margir á ferð og flugi. Gott er að nýta fríið og halda til dæmis á sólarströnd. Þeg- ar ferðast á með börn á flugi getur verið gott að taka með sér nesti. Flugvélamatur getur verið dýr og oft lítið framboð um borð þótt það sé misjafnt. Fimmtudaginn 29. mars mun Fréttablaðið gefa út aukablaði ALLT FYRIR HÚSFÉLAGIÐ Allt ritstjórnarefni blaðsins er sérstaklega miðað á fólk og fyrirtæki sem hefur búsetu fjöleignarhúsnæði og deilir sameign með öðrum fasteignaeigendum. Þessa dagana eru flest ef ekki öll húsfélög landsins farin að huga að aðalfundi. Samkvæmt lögum ber öllum húsfélögum að halda aðalfund fyrri hluta árs, eða fyrir 30. apríl. Á aðalfundi er farið yfir rekstur og skipulag félagsins auk þess sem stórar ákvarðanir eru teknar um nauðsynlegar framkvæmdir endurbætur og viðhaldi á sameign. Myndin er tekin af Anton Brink fyrir Fréttablaðið / Vísi Nánari upplýsingar um blaðið veitir Ólafur H. Hákonarson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 512 5433 / olafurh@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minning nni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott a glýsingapláss í lang est lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . M A R S 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 2 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 5 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 8 -C 7 8 0 1 F 4 8 -C 6 4 4 1 F 4 8 -C 5 0 8 1 F 4 8 -C 3 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.