Fréttablaðið - 24.03.2018, Blaðsíða 119

Fréttablaðið - 24.03.2018, Blaðsíða 119
Elon Musk framlengir dvölina á Mars NÝSKÖPUN OG UPPBYGGING „Svarið við spurningu Bowies er „já“, lífið er hér“. Þannig hljóðaði tíst frá frumkvöðlinum Elon Musk, þar sem hann tilkynnir að hann stýri veldi sínu enn um sinn frá alþjóðlegu rannsóknarstöðinni á Mars. Þangað flaug Musk á eigin geimskutlu fyrir rúmum mánuði og unir að því er virðist hag sínum vel í stórum hópi vísindamanna úr öllum greinum, sem kortleggja leyndardóma rauðu plánetunnar. VERNDUN JARÐAR Ef fram fer sem horfir næst algert kolefnishlutleysi Íslands innan fimm ára, fyrir árslok 2035. Stóraukin notkun rafbíla og almenningssamgangna, átak í skóg- rækt og landgræðslu um allt land og endurheimt votlendis eru stærstu áhrifavaldarnir, fyrir utan viða- mestu breytinguna sem varð þegar tókst að raf- og metanvæða allan fiskiskipaflotann að fullu fyrir þremur árum. Ísland bætist þar með í smáan en ört vaxandi flokk kolefnis- hlutlausra ríkja. Þegar er búið að til- kynna að dagurinn þegar fullkomnu kolefnishlutleysi verður náð verði gerður að almennum árlegum frídegi. Loftslagsmál eru alþjóðlegt viðfangsefni og einnig þar hefur náðst mikilvægur árangur á undan- förnum misserum. Þannig staðfesti loftslagsráð Sameinuðu þjóðanna á blaðamannafundi í Genf í dag að þriðja árið í röð hefur hægt á hlýnun jarðar. Jafnvel betri fréttir eru þær að það ferli gengur hraðar með hverju árinu og hraðar en spár sögðu fyrir um. Það er samt alls ekki tímabært að lýsa yfir fullnaðarsigri yfir loftslagsvánni, en árangurinn á Íslandi og víða um heim sýnir að stríðið er alls ekki tapað og sam- takamáttur og hugkvæmni hefur alla burði til að bjarga okkur öllum og gera jörðina lífvænlega lengi enn. Hægir á hlýnun jarðar Þróunarsamvinna: Gleðilegur samdráttur FLYTJUM GÓÐAR FRÉTTIR ÁRIÐ 2030 Hlutabréf vopnafram- leiðenda falla enn í verði FRIÐUR OG RÉTTLÆTI Vopnafram- leiðslufyrirtækin berjast fyrir lífi sínu eftir að verulega hefur dregið úr hernaðarútgjöldum á heims- vísu – Freydís Ósk Hjálmarsdóttir utanríkisráðherra segir engar ófriðar- blikur á lofti. „Þessi fyrirtæki þurfa að horfast í augu við breytta heimsmynd,“ segir ráðherra, en árið í ár er enn eitt samdráttarárið, framhald þróunar sem staðið hefur samfellt frá 2020. Allir stærstu framleiðendurnir hafa lokað stórum verksmiðjum á þessu ári og flestir leita þeir leiða til að þróa starfsemi sína í nýjar áttir á sviði friðsamlegrar hátækni eða verkfæraframleiðslu. Brotthvarf liðin tíð MENNTUN FYRIR ALLA Brottfall úr framhaldsskólum var innan við 1% í fyrra. Iðnnám aldrei verið vinsælla. „Það er ekkert eitt sem skýrir þessa breytingu,“ segir Linda Rut Emils- dóttir, prófessor hjá Menntavísinda- sviði sem rannsakað hefur þróun brottfalls og annarra þátta í mennta- málum landsmanna undanfarin ár. „Skipulagsbreytingar í skólum, breytt námsframboð, bætt sálfræði- þjónusta og hugarfarsbreyting hjá unga fólkinu, allt þetta hefur haft áhrif.“ Mælingar sýna að vellíðan fram- haldsskólanema hefur breyst mjög til batnaðar. Mun minni kvíði mælist nú í skólunum, sem hefur jákvæð áhrif og bætir námsárangur. Þá er ónefnd ein byltingin, sprenging í eft- irspurn eftir iðnnámi. „Það kann í raun enginn skýringu á þessu,“ segir prófessorinn, en telur að jákvæð umræða innan grunnskólans og stórefld starfskynning hafi haft sitt að segja. „Skólarnir voru tæpast undir það búnir þegar eftirspurnin jókst skyndilega fyrir tíu árum.“ Nú er komið jafnvægi milli náms- framboðs og eftirspurnar og einnig í þessum greinum heyrir brottfall nánast sögunni til. Útlit er fyrir að hefðbundinni þróunarsamvinnu verði hætt á allra næstu árum. Ótrúlegar framfarir í fátækustu ríkjum heims á einum áratug. ALÞJÓÐLEG SAMVINNA Þjóðir heims, sem hafa um áratuga skeið varið milljörðum króna til þróunarsam- vinnu, sjá nú fram á að þeir fjár- munir fari á næstu árum að mestu leyti í uppbyggingarsjóði sem stofnaðir hafa verið í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku að fyrirmynd uppbyggingarsjóðs EES sem starf- ræktur var 1994–2025 og fjár- magnaði ýmsar umbætur og upp- byggingu í Evrópuríkjum sem lakar stóðu í efnahagslegu tilliti. „Framfarir í þróunarríkjunum hafa verið það ótrúlegar á síðustu árum að líkur eru á því að skrifstofa þró- unarsamvinnu í ráðuneytinu verði lögð niður og Ísland styðji á næstu árum fyrst og fremst Uppbyggingar- sjóð Afríku,“ segir Stefán Orri Kjart- ansson, fjölmiðlafulltrúi ráðuneyt- isins. „Uppbyggingarsjóðir kalla á minni umsýslu hér heima en í fyrr- verandi samstarfslöndum er sóst eftir starfskröftum okkar og ég veit af fjórum starfsmönnum sem hafa ráðið sig til starfa í Malaví og Úganda og einn bíður eftir endanlegu svari frá Namibíu,“ bætir hann við. Hvert fór launabilið? JAFNRÉTTI KYNJANNA „Það er alveg sama hvaða starfsgreinar við skoðum og hvaða mælikvarða við notum – launajafnrétti hefur verið náð,“ segir Salka Sól Eyfeld, félags- málaráðherra. Áfangaskýrsla ráðu- neytisins um launajafnrétti var kynnt í Hörpu í morgun, að við- stöddu fjölmenni; fulltrúum verka- lýðsfélaga, atvinnurekenda, bar- áttusamtaka, fjölmiðlafólks og stjórnmálamanna, auk áhugafólks um þetta mikla og erfiða við- fangsefni undanfarinna áratuga. „Reyndar er „áfangaskýrsla“ eigin- lega rangnefni,“ bætir Salka við og brosir út að eyrum. „Markmiðinu er náð. Nú er bara að halda því. Það er enginn að fara að sofna á verðinum.“ Skýrslan hefur þegar ratað í erlenda fjölmiðla. Víða hefur náðst góður árangur á þessu sviði en Ísland er í sérflokki hvað launajafnrétti kynjanna varðar. „Þetta er sigur okkar allra,“ segir félagsmálaráðherra, þegar hún er spurð hverjum helst beri að þakka þennan árangur. „Þetta er líka áminning um það hverju hægt er að ná fram ef reiði og þrjósku er beint í jákvæðan farveg og allir leggjast á eitt. Það er helsti lærdómurinn sem hægt er að draga af þessu. En í dag er aðalmálið að gleðjast!“ Framfylgjum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og flytjum góðar fréttir árið 2030. Kynntu þér Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á www.heimsmarkmidin.is. Ef fram fer sem horfir næst algert kolefnishlutleysi Íslands innan fimm ára, fyrir árslok 2035. Salka Sól Eyfeld, félagsmálaráðherra 1990 100 0 200 300 400 500 600 700 800 900 1000 2005 2005 20152010 203020252020 24. MARS 2030 GÓÐAR FRÉTTIR 2030 • AUGLÝSING - HEIMSMARKMIÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA 3 Salka Sól félagsmálaráðherra kynnir skýrslu ráðuneytisins um launajafnrétti Parísarsamkomulagið farið að skila árangri. Ísland á góðri leið með að verða kolefnishlutlaust. Hér að ofan má sjá nokkrar góðar fréttir úr framtíðinni sem geta ræst ef við framfylgjum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þetta eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um og stefnt er að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030. Ísland er þar á meðal. 2 4 -0 3 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 4 4 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 C -D 6 D 8 1 F 4 C -D 5 9 C 1 F 4 C -D 4 6 0 1 F 4 C -D 3 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 4 4 s _ 2 3 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.