Fréttablaðið - 24.03.2018, Blaðsíða 131

Fréttablaðið - 24.03.2018, Blaðsíða 131
HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 Kobieta Sukcesu ENG SUB 17:45, 20:00 The Florida Project 17:30 Andið eðlilega ENG SUB 20:00 Með allt á hreinu - Singalong 20:00 Loveless 20:00 Woman Of Mafia ENG SUB 22:15 The Shape Of Water 22.15 Spoor 22:30 24. mars 2018 Tónlist Hvað? King’s voices frá King’s Coll­ ege í Cambridge Hvenær? 17.00 Hvar? Hallgrímskirkja King’s voices, sem er blandaður kór frá hinum heimsfræga King’s College í Cambridge í Bretlandi, er gestur Listvinafélags Hallgríms- kirkju og Hallgrímssafnaðar um helgina. Á laugardaginn syngur kór- inn enskan Evensong ( aftansöng) með hrífandi fallegri kórtónlist með og án orgels í anda King’s eins og kórinn syngur þar alla mánu- daga. Organisti þeirra, Edward Reeve, leikur á hið volduga Klais orgel Hallgrímskirkju. Stjórnandi er Ben Terry. Prestar eru sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir og sr. Bjarni Þór Bjarnason. Viðburðir Hvað? Opnunarhóf SKEKK hönn­ unarverslunar Hvenær? 16.00 Hvar? Hofsvallagata 16 S/K/E/K/K hönnunarverslun opnar nú dyrnar í fyrsta sinn í nýupp- gerðu húsnæði í Vesturbæ Reykja- víkur. Verið hjartanlega velkomin í opnunarhóf verslunarinnar næst- komandi laugardag á milli kl. 16.00 og 18.00. Léttar veitingar í boði Lady Brewery. Hvað? Pírati býður heim Hvenær? 17.00 Hvar? Vatnsstígur 5 Vala Árnadóttir er í framboði til prófkjörs Pírata og af því tilefni býður hún áhugasömum í súpu og spjall heim til sín. Hvað? Uppistand Ebbu Sig Hvenær? 21.00 Hvar? Kaffi Laugalækur Nýtt uppistand á Kaffi Laugalæk. Frítt inn og hægt að sitja fram eftir og sötra á þessum indæla stað. Hvað? Hí á Húrra Hvenær? 20.00 Hvar? Húrra Uppistandið snýr aftur á Húrra! Það verður hí og það verður ha. Grínararnir munu prófa nýtt efni í bland við gamalt. Ekta kómedí klúbb stemmari eins og í útlöndum! Fram koma Hugleikur Dagsson, Snjólaug Lúðvíksdóttir, Andri Ívars, Jonathan Duffy og Jóhannes Ingi. Frítt inn. Hvað? Heimspekispjall – ,,Hafa peningar raunverulegt gildi?" Hvenær? 13.00 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg Oft heyrist sagt að peningar séu ekki raunverulegir eða hafi ekki raunverulegt gildi. Eyja Mar- grét Brynjarsdóttir heimspek- ingur veltir því upp hvað það geti mögulega þýtt þegar fólk heldur slíku fram, enda virðast peningar hafa mikil áhrif á líf okkar allra og því getur það hljómað ankanna- lega þegar einhver segir að þeir séu ekki raun- verulegir. Bók Eyju um frumspeki peninga í félagslegu samhengi, The Reality of Money: The Metaphysics of Fin- ancial Value, er væntanleg hjá forlaginu Rowman & Littlefield í sumar og mun Eyja kynna nokkrar grundvallarhugmyndir úr bókinni í Heimspekispjalli í Hannesarholti. Hvað: Páskaeggjaleit í Viðey Hvenær: 13.30 Hvar: Viðey Elding býður upp á páskaeggjaleit fyrir börn í Viðey í góðu samstarfi við Viðeyjarstofu og Borgarsögu- safn Reykjavíkur. Páskaeggjaleitin er frískandi leikur í fallegri náttúru fyrir alla fjölskylduna. Leikurinn gengur út á að finna lítil páskaegg frá Góu en einnig verða nokkrir stærri vinningar fyrir þá sem finna sérmerkt egg. Sérmerkt svæði fyrir yngstu kynslóðina (6 ára og yngri) verður á leiksvæðinu bak við Viðeyjarstofu. Leikurinn verður ræstur við Viðeyjarstofu og hefjast siglingar frá Skarfabakka kl. 12.30. Ekkert þátt töku gjald er í leitina en gestir greiða ferjutoll. Sýningar Hvað? Georg Douglas – leiðsögn um myndlistarsýningu Hvenær? 15.00 Hvar? Hannesarholt, Grundarstíg Georg Douglas veitir leiðsögn um myndlistarsýningu sína Gjúgg í blóm – Peekaboo í Hannesarholti í dag. Hvað? Tvær sýningar opnaðar í Hafnarborg Hvenær? 15.00 Hvar? Hafnarborg, Strand­ gata 34 Í aðalsal safnsins opnar sýningin Marg- oft við sjáum og margoft við sjáum aftur, með verkum Jóhönnu Kristbjargar Sigurðardóttur. Í Sverrissal verður opnuð sýningin Afstæði þar sem sýnd verða ný mál- verk eftir Jón Axel Björnsson. 25. mars 2018 Uppákomur Hvað? Leiklestur – Hvað er í blý­ hólknum? Hvenær? 16.00 Hvar? Hannesarholt Leikhúslistakonur 50+ leiklesa leik- rit Svövu Jakobsdóttur í Hannesar- holti í mars og apríl. Fyrst er leik- ritið „Hvað er í blýhólknum?“ undir stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Helstu leikendur eru: Anna Einars- dóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Guð- björg Thoroddsen, Hanna María Karlsdóttir, Jón Magnús Arnarsson og Sigurður Skúlason. Hvað? Útgáfuhóf fyrir bókina Hug­ rún breytir heimsmyndinni Hvenær? 14.00 Hvar? Gröndalshús, Fischersundi Í tilefni af útgáfu barnabókarinnar Hugrún breytir heimsmyndinni eftir Sunnu Guðnadóttur og Tatiönu Karpovu (Tatiana Karpova) verður haldið útgáfuhóf. Boðið verður upp á léttar veitingar og upplestur úr bókinni. Í Gröndalshúsi má sjá sýningu á gullfallegum teikningum Benedikts Gröndals. Hvað? Gjörningaklúbburinn messar Hvenær? 17.00 Hvar? Neskirkja Gjörningaklúbburinn messar á Torginu í Neskirkju á boðunardegi Maríu, þar sem Nýjasta-testamentið verður kynnt og Maríuspjallið flutt undir ómandi söng Kvennakórsins Hrynjandi. Allir velkomnir og veit- ingar í boði á meðan húsrúm leyfir. Hvað? Listamannsspjall – Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir Hvenær? 14.00 Hvar? Hafnarborg, Strandgötu 34 Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir með listamannsspjall í tengslum við nýopnaða sýningu sína Margoft við sjáum og margoft við sjáum aftur. Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir fæst við margþættar innsetningar þar sem hún notast við ólíka miðla. Á sýningunni í Hafnarborg eru innsetningar sem samanstanda af málverkum, skúlptúrum og mynd- böndum en flest verkin hafa ekki verið áður sýnd hérlendis. Hvað? Listin talar tungum: Spænska / Español Hvenær? 13.00 Hvar? Kjarvalsstaðir Myndlistarleiðsögn um Kjarvals- staði á spænsku. Tónlist Hvað? Ópera fyrir tvo Hvenær? 20.00 Hvar? Salurinn, Kópavogi Dísella Lárusdóttir sópran, Gissur Gjörningaklúbburinn mun messa í Neskirkju á sunnudaginn, boðunardag Maríu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hvað? Hvenær? Hvar? Laugardagur Hvar@frettabladid.is Sunnudagur Snorri Helgason tónlistamaður. Margt smátt ... Páskablað Hjálparstarfs kirkjunnar fylgir Fréttablaðinu í dag! Páll Gissurarson tenór og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari flytja senur úr dáðustu óperum ítölsku óperubókmenntanna. Fluttur verður ljóðaflokkur e. Franz Liszt við ljóð Petrarca og Mädchen- blumen op. 22 e. Richard Strauss við ljóð Felix Dahn. Einnig munu hljóma tvö af ljóðum Henry Pur- cell í umritun Benjamins Britten. Frábærir tónleikar með framúr- skarandi tónlistarfólki. Hvað? Syngjum saman með Snorra Helgasyni Hvenær? 14.00 Hvar? Hannesarholt Söngstundin í Hannesarholti verður í höndum Snorra Helga- sonar tónlistarmanns. Hannesar- holt vill með þessum söngstundum hlúa að söngarfi þjóðarinnar og þar er Snorri á heimavelli, enda ólst hann upp við tónlistariðkun föður síns í Ríó tríói. Sjálfur er hann farinn að sinna tónlistaruppeldi á sínu eigin heimili, með nýfæddan frumburðinn. Snorri hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin nýlega fyrir plötu sína „Margt býr í þokunni“, sem inniheldur safn nýrra þjóð- laga. Frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem greiða 1.000 króna aðgangseyri. Hvað? Mozart­tónleikar – Guðný Guðmunds og Gerrit Schuil Hvenær? 12.15 Hvar? Hannesarholt Guðný Guðmundsdóttir heldur upp á sjötugsafmæli sitt með sinni eigin tónleikaröð árið 2018 þar sem hún mun flytja öll verk Mozarts fyrir píanó og fiðlu. Tónleikarnir verða samtals tíu talsins og munu hinir ýmsu píanóleikarar ganga til liðs við Guðnýju. Á þessum tónleikum í mars er meðleikari hennar Gerrit Schuil. Gissur Páll verður í Salnum á sunnudaginn ásamt Dísellu Lárus- dóttur og fleirum. m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 63L A U g A R D A g U R 2 4 . m A R S 2 0 1 8 2 4 -0 3 -2 0 1 8 0 3 :4 7 F B 1 4 4 s _ P 1 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 3 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 4 C -D B C 8 1 F 4 C -D A 8 C 1 F 4 C -D 9 5 0 1 F 4 C -D 8 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 4 4 s _ 2 3 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.