Fréttablaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 6
Taktu þátt í rannsókn Amnesty International Staða mannréttinda fólks með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni rannsökuð Í byrjun júní ætla aðalstöðvar Amnesty International í Bretlandi að standa að rannsókn á Íslandi á stöðu mannréttinda einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, þ.e. hormónastarfsemi, kynkirtla, kynlitninga, kyn- og æxlunarfæri eða kynþroska sem er með einhverju móti öðruvísi en hjá flestum. Rannsóknin er sjálfstætt framhald af svipuðum rannsóknum sem Amnesty International stóð að í Þýskalandi og Danmörku. Samtökin leita eftir viðmælendum með ódæmigerð kyneinkenni og/eða fjölskyldumeðlimum sem þekkja til slíkrar reynslu. Ef þú hefur áhuga á að ræða um reynslu þína við Amnesty International eða hefur einhverjar spurningar um rannsóknina, vinsamlegast hafðu samband á netfangið rannsokn@amnesty.is. Fullum trúnaði og nafnleynd er heitið. Viðskipti Samkomulag hefur náðst um að Keahótel leigi rekstur Sand­ hótels í Reykjavík frá og með 1. ágúst næstkomandi.  Hótelið er í eigu Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur í gegnum Fasta, eignarhaldsfélag þeirra. Samkvæmt heimildum Frétta­ blaðsins hefur Keahótelkeðjan um nokkurra mánaða skeið haft auga­ stað á rekstri Sandhótels, enda falli rekstur þess vel að öðrum hótelum keðjunnar. Fyrir rekur hótelkeðjan níu hótel. Þar af eru sex í Reykjavík, tvö á Akureyri og eitt við Mývatn. Páll Sigurjónsson, forstjóri Kea­ hótela, segir rekstrarskilyrði hótela vera allt öðruvísi í dag en þau voru fyrir ári. „Þau eru svolítið óvenjuleg og allt öðruvísi en þau voru á sama tíma fyrir ári og síðustu ár,“ segir Páll og bætir við að sérstaklega eigi þetta við um rekstur hótela á lands­ byggðinni. „Við erum að horfa upp á eitt lakasta vor síðustu fimm ára eða svo,“ segir hann. Það vanti fleiri hópa sem ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið að koma með um landið. Talsverður áhugi virðist vera um þessar mundir á samstarfi eða sam­ einingu hótela. Í apríl var gengið frá kaupum Icelandair hótela á Hót el Öldu við Lauga veg. Hót el Alda verð­ ur rekið áfram und ir sama nafni. Í frétta til kynn ingu um kaup in var haft eft ir Magneu Þ. Hjálm ars dótt ur, fram kvæmda stjóra Icelanda ir hót­ ela, að með kaup un um nái fé lagið frek ari hag kvæmni í rekstri. Keahótel eru þriðja stærsta hótel­ keðjan á Íslandi, en velta félagsins var rúmlega 3,1 milljarður króna í fyrra. Stærst á hótelmarkaðnum eru hins vegar Flugleiðahótel, sem reka Icelandair hótel, Hótel Eddu og Hilton Reykjavík Nordica. Velta félagsins var um 10 milljarðar árið 2016. Íslandshótel eru næststærsta keðjan og var velta félagsins 9,9 milljarðar árið 2011 og um 11,2 milljarðar í fyrra. Í skýrslu Íslandsbanka um ferða­ þjónustuna, sem kom út í síðasta mánuði, kemur fram að framlegð hagnaðar stórra fyrirtækja sé rúm­ lega tvisvar sinnum hærri en þeirra sem lítil eru. „Bendir það til þess að fjármögnunar­ og annar kostn­ aður sé hærri sem hlutfall af rekstrar­ tekjum hjá litlum fyrirtækjum en hjá þeim sem stærri eru,“ segir í skýrsl­ unni. Þar kemur líka fram að arðsemi eigna og eiginfjár er einnig mest hjá stórum félögum og minnkar svo eftir því sem fyrirtækið er minna. Enn eru mörg hótel starfandi sem rekin eru sjálfstætt og velta miklu lægri upphæðum en stærstu keðjurnar. Sem dæmi mætti nefna Hótel Klett, sem var með innan við 700 milljónir í tekjur árið 2016, Hótel Óðinsvé, 101 hótel og Hótel Holt. Áfram verða því tækifæri til samvinnu eða sameininga á hótel­ markaðnum. jonhakon@frettabladid.is Hagræða í rekstri með sameiningu hótela Ákveðið hefur verið að Keahótel taki yfir rekstur Sandhótels í Reykjavík. Um- talsverður áhugi á sameiningu hótela um þessar mundir. Dregur úr arðsemi eigna og eiginfjár eftir því sem fyrirtæki í ferðaþjónustu eru minni. Sandhótel eru í sama húsnæði og Sandholt bakarí og Verslun Guðsteins, sem bæði hafa verið í samfelldum rekstri í yfir 100 ár. Fréttablaðið/Eyþór Léku listir sínar Indónesískir hermenn sýndu sitt allra besta þegar Hassanal Bolkiah, soldáninn af Brúnei, kom í heimsókn í höfuðstöðvar indónesíska hersins í höfuðborginni Djakarta í gær. Soldáninn var þar í fylgd Joko Widodo, forseta Indónesíu, en þeir áttu í viðræðum í vikunni. NordicphotoS/aFp umhVerfismál Borið hefur á því að þyrlum sé lent í óleyfi  uppi á Helgafelli. Þetta kom fram á fundi umhverfis­ og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar á miðvikudag. „Svæðið er við brunnsvæði vatns­ bóls Hafnfirðinga og af þeim sökum óheimilt með öllu að lenda þyrlum á Helgafelli og í nágrenni þess,“ segir í bókun umhverfisráðsins vegna málsins. „Svæðið er innan Reykja­ nesfólkvangs sem er friðaður sam­ kvæmt náttúruverndarlögum,“ bætir ráðið við. – gar Ósátt við þyrlur uppi á Helgafelli helgafell í hafnarfirði séð úr þyrlu. Fréttablaðið/ErNir 1 Ó þægi legt að vera sögð „sak sóknari í flegnum bol“ 2 Sex og hálft ár fyrir að flytja inn am feta mínbasa 3 „Ég set heimildar menn mína ekki í hættu“ 4 Svan dís segist vona að kjara deila leysist fljótt og vel 5 Slasaðist ölvaður við uppvask og gæti fengið bætur Mest lesið 4 . m a í 2 0 1 8 f Ö s t u D a G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A F -C 5 C 0 1 F A F -C 4 8 4 1 F A F -C 3 4 8 1 F A F -C 2 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.