Fréttablaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 18
Indriði segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum af skiptináminu í Mexíkó og starfsnáminu í Berlín. Mynd/sIgtryggur arI Indriði Ingólfsson er að fara að gefa út aðra sólóplötu sína, sem kallast ding ding, 18. maí næstkomandi. Indriði hefur gert alls kyns tónlist í gegnum tíðina en sólóefnið er rólegt rokk þar sem Indriði lítur inn á við og segir sögur úr eigin lífi. Indriði hefur mjög fjölbreyttan listabakgrunn og hefur bæði unnið með gjörningalista­ mönnum og einu þekktasta tón­ skáldi Íslands. Indriði hefur líka gerst víðförull og búið í Mexíkó, New York og Berlín, sem hefur haft mikil áhrif á tónlistarsköpun hans. Indriði hefur gert tónlist í langan tíma. „Fyrsta alvöru verk­ efnið var pönk hljómsveitin Muck, sem ég og Karl Torsten Ställborn stofnuðum þegar við vorum 16 ára og var nýlega endurvakin eftir langt hlé,“ segir Indriði. „Við vor­ um strax frekar drifnir og höfum gefið út þrjár plötur og nokkrar smáskífur og erum að klára aðra smáskífu núna. Ég gaf út fyrstu sólóplötuna mína, Makril, árið 2016, en tók hana upp 2014. Það var dálítið langt ferli því ég setti allt á pásu til að flytja til Mexíkó í eitt ár fyrir skiptinám,“ segir Indriði. „Svo byrjaði ég að taka nýju plötuna upp fyrir ári. Hún var unnin miklu hraðar en sú fyrsta og var kannski aðeins ákveðnari.“ Fjölbreyttur listabakgrunnur „Ég útskrifaðist úr myndlist frá Listaháskólanum og hef alltaf unnið í myndlist samhliða tónlist­ inni og oft blandast þetta svolítið saman,“ segir Indriði. „Ég flutti svo til Berlínar til að fara í starfsnám hjá Jóhanni Jóhannssyni tón­ skáldi. Það var frekar klikkað og mjög mikið álag, en líka rosalega skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Þar var unnið myrkranna á milli, enda var verið að vinna tón­ list fyrir tvær stórar Hollywood­ myndir á sama tíma. Ég var samt dálítið utan við mig og upptekinn við að hugsa um eigin tónlist. Eftir þetta vann ég með Ragnari Kjartanssyni að verki sem hét „Taktu mig hérna við uppþvotta­ vélina“,“ segir Indriði. „Þar var varpað upp kvikmynda atriði sem var tekið upp um svipað leyti og Ragnar var getinn og foreldrar hans léku í. Þar er mömmu hans að dreyma einhvern sexí draum um pabba hans, sem er pípari sem gerir við þvottavélina og sefur hjá henni. Við vorum tíu tónlistarmenn sem tókum þátt og í tvær vikur vorum við að spila allan daginn sama þriggja mínútna lagið og drekka. Þetta var mjög gaman en mjög skrýtinn og blautur tími,“ segir Indriði. „Seinasta ár hef ég svo unnið mikið með Styrmi Guðmundssyni, sem stofnaði túrandi rappgjörningaband með læknisfræði lega nálgun sem heitir „What am I doing with my life?“ Ég hef gert taktana og séð um hljóðið fyrir það. Ég hef alltaf verið að gera mína eigin tónlist,“ segir Indriði. „Í New York kynntist ég Aron Roche, sem NÝ SENDING AF SUMARYFIRHÖFNUM Vinsælu termo ís jakkarnir eru komnir í mörgum litum. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. umsjónarmenn efnis: Elín albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | ragnheiður tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | sigríður Inga sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 sölumenn: atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | er hjá sama plötufyrirtæki og ég, sem hvatti mig til að taka upp lögin mín. Hann hljóðblandaði líka lögin og fékk mig til að spila á tón­ leikum. Þannig að þegar ég kom heim lá beint við að halda áfram með mína tónlist og ég ákvað að fara aftur út næsta haust og taka upp plötu með honum. Einhvern veginn komst hún í hendurnar á eiganda plötufyrirtækisins Figur­ eight, sem gaf hana út. Þetta gerðist nokkuð náttúrulega.“ Áhrif úr ýmsum áttum „Textarnir mínir eru mjög persónu­ legir og sjálfsævisögulegir og ég verð fyrir miklum áhrifum af tón­ listinni í kringum mig og tónlist fólksins sem ég vinn með,“ segir Indriði. „Vistin í Mexíkó og Berlín hafði mikil áhrif. Ég byrjaði að semja mikið af tónlist í Mexíkó, datt mikið inn í tónlistina þar og varð fyrir miklum beinum og óbeinum latneskum áhrifum,“ segir Indriði. „Svo þegar ég flutti til Þýskalands datt ég mikið inn í teknó og fagur­ fræðina sem tengist henni og hráu pönkskotnu þungarokki. Ég var að vinna sem hjólasen­ dill og varð algjör steríótýpískur Berlínarbúi, bara hjólandi og hlust­ andi á teknó,“ segir Indriði og hlær. „Í starfsnáminu hjá Jóhanni vann ég líka mikið með að reyna að ná einhverjum hughrifum með áferð í hljóði,“ segir Indriði. „Það er allt annar heimur en ég er vanur og það hafði mikil áhrif á mig.“ Fær góðan stuðning „Úti í Berlín fór ég að vinna með hljómsveit sem heitir Balagan til að flytja tónlistina mína og sú sveit, ásamt þeramínleikara sem heitir Hekla Magnúsdóttir, spilar með mér á tónleikum,“ segir Indriði. „Þessi sveit rokkaði lögin mín dálítið upp og varð til þess að lögin á nýju plötunni urðu aðeins rokk­ aðri. Indriði spilar með þessari sveit á upptöku sem hin þekkta banda­ ríska útvarpsstöð KEXP gerði á Airwaves í fyrra. „Ég ákvað að fljúga með allt bandið til Reykja­ víkur og ég dýrka þessa stöð svo ég ákvað að nýta tækifærið til að reyna að komast að hjá þeim,“ segir Indriði. „Ég var bara duglegur að senda tölvupóst og vera ýtinn og það varð til þess að þeir ákváðu að taka okkur upp. Figureight plötufyrirtækið hjálpaði mér líka mikið með þetta.“ Meira samstarf á nýju plötunni „Ég held að nýja platan sé aðeins ákveðnari og þroskaðri og kannski fjölbreyttari en sú fyrsta. Ég tók þá fyrstu líka upp sjálfur og spilaði á langflest hljóðfærin, en nýja platan er meira hópsamstarf og tekin upp „live“ með öðrum hljóðfæraleik­ urum að mestu leyti,“ segir Indriði. „Svo hef ég líka þroskast sem söngvari, þó ég sé enn þá frekar mikill grænjaxl. Hún er líka á ensku, sem verður til þess að text­ arnir verða beinskeyttari, því mér finnst erfiðara að vera ljóðrænn og leika mér með málið á ensku en íslensku.“ Margt fram undan „Platan kemur út núna 18. maí og ég ætla að gefa hana út á netinu, en ég ætla reyndar líka að gefa hana út á kasettu í takmörkuðu upp­ lagi. Svo ætla ég að gera einhvern varning í takmörkuðu magni, boli og dúkkur og eitthvað,“ segir Ind­ riði. „Ég er að undirbúa útgáfutón­ leika, sem verða tilkynntir síðar. Í framhaldi af því flyt ég svo aftur til Berlínar og er að fara að spila helling með bandinu sem er þar í júní. Svo túrum við um alla Evrópu í október.“ Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Framhald af forsíðu ➛ 2 KynnIngarBLaÐ FÓLK 4 . M a Í 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R 0 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A F -C F A 0 1 F A F -C E 6 4 1 F A F -C D 2 8 1 F A F -C B E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.