Fréttablaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 10
urinn sig af því að vilja lækka skatta en raunin er í Árborg að skattar og álögur á bæjarbúa hækka með hverju árinu. Því þarf að laga þau mál. Einnig þarf að gera gangskör í fráveitumálum,“ segir Tómas. Oddviti Framsóknarmanna, Helgi S. Haraldsson, tekur í sama streng og Tómas þegar kemur að fráveitu- málum. „Við viljum ekki dæla skólpi í Ölfusá. Við þurfum að ganga alla leið, hreinsa skólp og dæla því svo út í sjó. Fráveitumálin munu skipta miklu máli í komandi kosningum,“ segir Helgi. Sigurjón Guðmundsson, odd- viti framboðsins Áfram Árborg, vill einnig leggja áherslu á dag- vistunarmál. „Við þurfum að sam- rýma dagvistun við þarfir íbúa og atvinnulífs, lengja leikskólatímann sem foreldrum stendur til boða og gera kerfið sveigjanlegra. Einnig eru leikskólagjöld með því hæsta sem gerist og það þurfum við að bæta,“ segir Sigurjón. Eggert Valur Guðmundsson hjá Samfylkingu segir miðbæjarskipu- lagið verða fyrirferðarmikið í barátt- unni. „Við erum á móti skipulaginu og höfum verið það frá upphafi. Við lögðum til formlega að leyfa íbúum að kjósa um málið en það var fellt af meirihlutanum og Framsókn. Einn- ig þurfum við að huga að innviðum bæjarins því fólksfjölgunin er hröð í Árborg og við þurfum að tryggja þjónustu við bæjarbúa.“ Samfylking 1. Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi 2. Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi 3. Klara Öfjörð, grunnskólakennari 4. Viktor S. Pálsson, lögfræðingur Sjálfstæðisflokkur 1. Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi 2. Brynhildur Jónsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi 3. Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi 4. Ari Björn Thorarensen, bæjarfulltrúi Vinstri græn 1. Halldór Pétur Þorsteinsson, verkfræðingur 2. Anna Jóna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur 3. Sigurður Torfi Sigurðsson, sjálfstæður atvinnurekandi 4. Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir, ferðamálafræðingur Framsókn og óháðir 1. Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi 2. Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræðingur 3. Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri 4. Gunnar Rafn Borgþórsson, knattspyrnuþjálfari Áfram Árborg 1. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, jarðfræðingur 2. Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur 3. Sigurður Ágúst Hreggviðsson, öryrki 4. Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari Miðflokkurinn 1. Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræð- ingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg 2. Guðrún Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur og fv. sveitarstjórnarfulltrúi í Dalabyggð 3. Solveig Pálmadóttir, BS í viðskiptalögfræði og hársnyrtimeistari 4. Ari Már Ólafsson, húsasmíðameistari Úrslit sveitarstjórnar- kosninga 2014 Framsóknar- flokkurinn 1 fulltrúi Sjálfstæðis- flokkurinn 5 fulltrúar Samfylkingin 2 fulltrúar Björt framtíð 1 fulltrúi Vinstri græn 0 fulltrúar 14,9% 4,3% 19,1% 51,0% 10,6% Könnun 3. maí 11,7% 8,3% 11,3% 12,1% 13,9% 29,6% 13,2% Íbúar í Árborg 1. janúar 2014 7.889 1. janúar 2018 8.995 Skuldir á hvern íbúa 1.282.329 kr. Skuldahlutfall árið 2014 160% Skuldahlutfall nú* 142% *Skv. síðasta sam- þykkta ársreikningi Árborg Sjálfstæðisflokkurinn myndi missa meirihluta sinn í Árborg ef kosið væri nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæp 30 prósent. Hann er þó langstærsti flokkurinn í sveitarfélaginu. Mið- flokkurinn og VG yrðu næstir Sjálf- stæðisflokknum, Miðflokkurinn með tæplega 14 prósenta fylgi en VG með rúmlega 13 prósent. Sam- fylkingin fengi svo rúmlega 12 pró- sent, Áfram Árborg, sem er kosn- ingabandalag Pírata, Viðreisnar og óháðra, fengi tæplega tólf prósent og Framsókn og óháðir fengju rúm 8 prósent. Öll fyrrgreind stjórnmála- öfl hafa tilkynnt framboð í sveitar- stjórnarkosningunum sem fram fara 26. maí næstkomandi. Svarendur Fréttablaðsins nefna hins vegar einnig fjölmörg önnur framboð sem þeir gætu hugsað sér að kjósa og fengju þau samanlagt rúmlega ellefu prósenta fylgi. Fengi Sjálfstæðisflokkurinn 30 prósent greiddra atkvæða myndi það skila honum fjórum bæjarfull- trúum af níu í bæjarstjórn. Mið- flokkurinn, VG, Samfylkingin og Framsókn og óháðir myndu fá einn mann hver. Áfram Árborg, sem er kosningabandalag Viðreisnar og Pírata, myndi líka fá einn mann. Það yrði talsvert breytt staða frá kosningunum 2014, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn fékk kjörna fimm menn og hreinan meirihluta. Sam- fylkingin fékk tvo menn kjörna, Framsókn fékk einn mann og Björt framtíð einn mann. VG fékk ekki kjörinn fulltrúa í kosningunum 2014 og því kæmi fulltrúi flokksins nýr inn í sveitar- stjórnina núna, eins og fulltrúi Mið- flokksins. Miðbæjarskipulagið á Selfossi og fráveitumál sveitarfélagsins munu verða í brennidepli í komandi kosn- ingabaráttu Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri sveitarfélagsins, situr í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og leggur störf meirihlutans glöð í dóm kjós- enda. „Það hefur gengið afar vel í Árborg Sjálfstæðismenn freista þess að ná meirihluta þriðja kjörtímabilið í röð Sjálfstæðismenn fara með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar og freista þess að halda honum þriðja kjörtímabilið í röð. Ný könnun sýnir að róðurinn gæti orði þungur, þótt flokkurinn sé með mesta fylgið í bænum. Staða Miðflokksins og VG er sterk. á þessu kjörtímabili. Hvert sem litið er yfir sviðið eru jákvæð merki. Það hefur aldrei verið jafn mikið byggt og á þessu kjörtímabili og aldrei hafa fleiri flutt til sveitarfélagsins. Umsvifin hafa því aldrei verið jafn mikil og einmitt núna. Á sama tíma hefur gengið vel í rekstri sveitar- félagsins og skuldir lækkað hratt. Ég er því mjög ánægð með störf okkar og það er blómlegt í Árborg,“ segir Ásta. „Á sama tíma höfum við bætt þjónustuna, sér í lagi við börn og eldri borgara.“ Tómas Ellert Tómasson, odd- viti Miðflokksins, er á öndverðum meiði. Hann segir stjórnsýslu bæjar- ins við gerð miðbæjarskipulags ekki upp á marga fiska og segir tímabært að skipta um meirihluta í Árborg. „Mikilvægasta verkefnið er að koma meirihluta Sjálfstæðisflokksins frá völdum. Á tyllidögum stærir flokk- Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn í Árborg, samkvæmt nýrri könnun. Helstu kosningamálin eru miðbæjarskipulag og svo frárennslismál. FréttaBlaðið/pjetur 6 stjórnmálaöfl hafa nú þegar tilkynnt framboð í sveitar- stjórnarkosningum í Árborg þann 26. maí. Framsókn 1 fulltrúi Mið- flokkurinn 1 fulltrúi Samfylking 1 fulltrúi Sjálfstæðis- flokkurinn 4 fulltrúi VG 1 fulltrúi Áfram Árborg 1 fulltrúi aðrir flokkar Aðferðafræðin Hringt var í 669 manns með lögheimili í Árborg þar til náðist í 605 sam- kvæmt lagskiptu úrtaki 3. maí. Svarhlutfallið var 90,4 prósent. Þátt- takendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tók 48,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 13,3 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 25,8 prósent sögðust óákveðin og 12,9 prósent vildu ekki svara spurningunni. Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is 4 . m a í 2 0 1 8 F Ö S T U D a g U r10 F r é T T i r ∙ F r é T T a b L a ð i ð 0 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A F -A D 1 0 1 F A F -A B D 4 1 F A F -A A 9 8 1 F A F -A 9 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.