Fréttablaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 04.05.2018, Blaðsíða 27
Barcelona hefur verið afskap-lega vinsæll áfanga staður Íslendinga árum saman enda borg lista, menningar, veðursældar og iðandi mannlífs. Barcelona er höfuðborg Katalóníu sem er eitt ríkasta hérað Spánar, ekki bara í aurum talið heldur ekki síður að náttúrufegurð, sögu og menningu. Í hundrað kílómetra fjarlægð er hin sögufræga og fagra borg Girona, falinn fjársjóður sem gaman er að kynna sér nánar. Girona er borg með langa sögu en þar má finna mannvirki frá því fyrir tíma Rómverja. Hellulagðar götur og háir steinveggir gamla bæjarins færa gesti og gangandi aftur í aldir og hægt er að slást í leiðsagnarhópa þar sem saga borgarinnar er rakin með við- komu á helstu stöðum. Vegna hinna mörgu sögulegu bygginga er Girona vinsæl þegar velja á tökustaði fyrir sögulegar kvik- myndir og sjónvarpsþætti og þar má til dæmis sjá sögusvið úr Game of Thrones, eins og hérlendis en boðið er upp á sérstakar göngu- ferðir um þær slóðir í Girona.   Girona afmarkast af fjórum ám og er áin Oynar þekktust en hún rennur gegnum miðja borgina. Meðfram henni eru marglit hús sem gefa borginni sitt sérstaka yfirbragð. Yfir Oynar liggja nokkrar frægar brýr, meðal ann- arra brú sem Gustaf Eiffel hannaði. Auðvelt og ánægjulegt er að versla í Girona, margar litlar fal- legar hönnunarbúðir og þægi- legt umhverfi einkum í kringum Sjálfstæðistorgið, Plaça de la Independencia, þar sem stendur minnismerkið Girona 1809 í minningu þeirra sem hafa fallið við að verja borgina. Á torginu má einnig stundum sjá katalónska þjóðdansa, sardana, og notalegt að hvíla þar lúin bein með svaladrykk eftir farsæla borgarskoðun. Í Girona er eitt besta veitinga- hús í heimi, veitingahúsið El Að kyssa ljónsins rass Girona er sérdeilis falleg og skemmtileg borg, full af sögulegum minjum og iðandi mannlífi. Stutt er að skreppa þangað í dagsferð frá Barcelona en það er líka hægt að dvelja lengur og kynnast leyndardómum borgarinnar betur. Og svo þarf að kyssa ljónynjuna … Borgarmynd Girona einkennist af þessum marglitu húsum og brúnni eftir Gustav Eiffel. MYND/BEAtthEtrAvElAGENt Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Minnismerki um þá sem vörðu borgina á Plaça de la Independencia. MYND/BEAtthEtrAvElAGENt Celler de Can Roca sem rekið er af þremur bræðrum, sem eru menntaðir sem kokkur, þjónn og bakari. Staðurinn er hand- hafi þriggja Michelinstjarna og erfitt getur reynst að fá borð þar en það er alltaf hægt að komast að í ísbúð Roca-bræðranna sem stendur nálægt Sjálfstæðis torginu og margir segja að beri fram besta ís í heimi. Aðrir veitingastaðir í Girona reyna að standast saman- burð við Roca-bræðurna sem gerir það einstaklega ánægjulegt að fara út að borða í Girona. Náttúran í kringum Girona er rómuð fyrir fegurð og í borginni og í kringum hana gefast mörg tækifæri til útivistar, einkum þó hjólreiða en margir helstu hjól- reiðakappar heims hafa þjálfað sig þar fyrir stórar keppnir þar sem loftslagið er hagstætt hjólreiða- mönnum og fjölmargar hjólaleiðir liggja um nágrennið. Í Girona má að auki finna fjölda safna og sögufrægra bygginga, hægt er að ganga eftir gamla rómverska borgarmúrnum og kynna sér bað- menningu Rómverja í vel varðveitt- um húsakynnum. Þá eru fjölmargar kirkjur í borginni frá ýmsum tíma- bilum sem gaman er að skoða. Best er að fara til Girona með lest eða rútu. Lestarferðin tekur um fjörutíu mínútur og eru ferðir oft á klukkutíma yfir daginn en fækkar aðeins þegar líða tekur á kvöldið. Áður en þú ferð frá Girona er mjög þýðingarmikið að kyssa rass- inn á steinljónynjunni frá tólftu öld sem stendur á árbakkanum hjá dómkirkju heilagrar Felíu. Gömul hjátrú segir nefnilega að ef þú gerir það þá komir þú örugglega aftur. Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir á sk ilja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 87 94 4 MAROKKÓ Stökktu til Beint flug til Agadir Frá kr. 79.995 9.-20. maí – 12 daga ferð, aðeins 7 vinnudagar Fararstjórar: Vilborg Halldórsdóttir og Trausti Hafsteinsson Frá kr. 79.995 Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á 3 stjörnu hóteli í 11 nætur með morgunmat. KYNNINGArBlAÐ 7 F Ö S t U DAG U r 4 . m a í 2 0 1 8 FErÐABlAÐIÐ 0 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A F -B 6 F 0 1 F A F -B 5 B 4 1 F A F -B 4 7 8 1 F A F -B 3 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.