Feykir


Feykir - 30.01.2014, Síða 3

Feykir - 30.01.2014, Síða 3
04/2014 Feykir 3 Samningur undirritaður Unglingalandsmót UMFÍ 2014 á Sauðárkróki Samningur um 17. Unglinga- landsmót UMFÍ var undirritaður í Húsi frítímans 22. janúar sl. en mótið verður haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina, sem verður dagana 1. - 4. ágúst. Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið í bænum en mótin fóru þar áður fram árin 2004 og 2009. Að sögn Helgu G. Guðjónsdóttur formanns UMFÍ sóttu níu staðir um að halda mótið og varð Sauðárkrók- ur fyrir valinu m.a. vegna frábærrar íþróttaaðstöðu og þess ómælda kosts að hafa allt á sama stað, þ.e. tjaldstæði, keppnis- og afþreyinga- svæði og o.s.frv. Einnig hafði hún orð á því að fyrri mót hefðu heppnast einstak- lega vel og bar hún sömu væntingar til Unglingalandsmóts sumarsins 2014. /BÞ Frá undirrituninni. Frá vinstri: Jón Daníel Jónsson formaður UMSS, Helga G. Guðjónsdóttir formaður UMFÍ, Ásta B. Pálmadóttir sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar og Gunnar Þór Gestsson formaður Umf. Tindastóls. Konukvöld með Siggu Kling N Ý PR EN T eh f. / 28 02 20 13 Sölumaður hefur samband eða kemur í heimsókn ;) Verðlækkun Lækkun á áburði er á bilinu 8 - 12,9% – misjafnt eftir tegundum. Þá bjóðum við upp á fjórar nýjar áburðartegundir. KVH á Hvammstanga og KS Verslunin Eyri á Sauðárkróki eru afgreiðslustaðir fyrir áburð frá Fóðurblöndunni. Jón Hilmar Karlsson KVH Hvammstanga Sími: 455 2325 Gsm: 868 8022 Reimar Marteinsson KVH Hvammstanga reimar@kvh.is Sími: 455 2300 Gsm: 894 9939 ÞJÓNUSTUFULLTRÚAR Á NORÐURLANDI VESTRA Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki bjorn.svavarsson@ks.is Sími: 455 4626 Gsm: 825 4626 Fax: 455 4611 AFGREIÐSLUSTAÐUR Kaupfélag Vestur Húnvetninga Hvammstanga Sími: 455 2300 Fax: 451 2354 Björn M. Svavarsson KS - Sauðárkróki bjorn.svavarsson@ks.is Sími: 455 4626 Gsm: 825 4626 AFGREIÐSLUSTAÐUR Allar nánari upplýsingar um vörur og verð má finna í Græði og á heimasíðu Fóðurblöndunnar > www.fodur.is Rótarýklúbbur Sauðárkróks Færði Heilbrigðisstofnuninni húsgögn Þann 23. janúar sl. afhentu félagar í Rótarýklúbbi Sauðár- króks Heilbrigðisstofn- uninni Sauðárkróki húsgögn að gjöf en þau verða notuð á hjúkrunardeild HS. Þann 30. nóvember 2013 bauð Rótarýklúbb- ur Sauðárkróks Skagfirð- ingum til ókeypis jóla- hlaðborðs. Um 600 manns mættu og nutu matar og skemmtunar í íþróttahúsinu á Sauðár- króki. Þetta var hægt með öflugum stuðningi góðra fyrirtækja sem lögðu verkefninu lið. Alls söfnuðust um 800.000 krónur sem voru notaðar til að kaupa þessi húsgögn. /KSE Frá afhendingu húsgagnanna. Mynd: HS Geitur gerðu víðreist Fundust á flakki í Kolbeinsdal Tvær geitur ásamt þremur kiðlingum, í eigu Guðrúnar Þórunnar Ágústsdóttur á Háleggs- stöðum í Deildardal, brugðu undir sig betri fætinum og fóru alla leið yfir í Kolbeinsdal. Geiturnar voru vanar að halda til neðst í Deildardal en hafa lík- lega lagt í langferðina í haust en talið er að styggð hafi komist að þeim vegna skothvella frá rjúpnaskyttum. Það var Sigurður Sigurðsson sem rakst á geiturnar í vélsleðaferð um Kol- beinsdal á dögunum. Einn kiðlingurinn hafði skilað sér heim að Geitur í góðu yfirlæti. bæ í október, en hann birtist í fjallinu og þá hljóp 12 ára sonur Guð- rúnar og náði í kiðling- inn. Vegna hálku þurfti hann að bera kiðlinginn á bakinu hluta leiðar- innar. Geiturnar voru nokk- uð illa farnar, orðnar sárfættar og eins var hafurinn bólginn um- hverfis augað, líkt og hann hefði rekið sig á eitthvað, að sögn ábúandans á Háleggs- stöðum. /KSE

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.