Feykir


Feykir - 30.01.2014, Side 12

Feykir - 30.01.2014, Side 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 04 TBL 30. janúar 2014 34. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Blönduósbær vill viðræður Sameining í A-Hún Bæjarstjórn Blönduósbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna hug forsvarsmanna annarra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu til sameiningar. Telur bæjar- stjórnin mikilvægt að unnið verði formlega að sam- einingu, að því er fram kemur í bókum sem lögð var fram á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Bókunin var gerð í kjölfar þess að lögð var fram til kynningar skýrsla um úttekt á hagkvæmni sameiningar sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Eins og Feykir hefur fjallað um fól Byggðasamlag um menningar- og atvinnumál í Austur-Húnavatnssýslu í júlí sl. KPMG að vinna að samantekt á fjármálalegum upplýsingum og aðstoð við greiningu og samantekt á stærstu hag- ræðingarmöguleikum væru sveitarfélögin fjögur í Austur Húnavatnssýslu sameinuð. /BÞ TILTEKTARDAGAR 10-40% afsláttur af völdum vörum á meðan birgðir endast. Magnað verð á flottum græjum.hjá Ten gli G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Verslun Kjarnanum Hesteyri 2 550 Sauðárkróki Sími 455 9200 www.tengillehf.is - verslaðu við fagmanninn! Canon MG5550 Fjölnotatæki Tilboðsverð: 17.520 kr (áður 21.900) 20% afsláttur • Prentar, skannar og ljósritar • Hágæða 5 hylkja WiFi prentun • Allt að 4800dpi prentupplausn • Skarpur texti og alvöru ljósmyndagæði Canon IP2700 Tilboðsverð: 6.900 kr. (áður 9.890) 30%afsláttur •Intel Core i5 1.8GHz örgjörvi •4GB vinnsluminni (4GB mest) •500GB harður diskur, 5400rpm •14“ LED skjár (1366x768) Canon PIXMA IP7250 Tilboðsverð: 13.520 kr. (áður 19.900) 20% afsláttur • Hraðvirkur og vel hannaður ljósmyndaprentari • Afkastamikill með 5 blekhylkjum • Styður prentun í gegnum snjallsíma ásamt WiFi prentun • Sjálfvirk prentun beggja megin Aðrir prentarar og skannar á 20-30% afslætti Lyklaborð og mýs á 10-40% afslætti Flakkarar & aðrir aukahlutir á allt að 40% afslætti Örfá eintök eftir! Örfá eintök eftir! Örfá eintök eftir! Eggert Þór Bernharðsson fjallaði um morðbrennuna á Illugastöðum Vel sótt erindi Síðastliðinn sunnudag flutti Eggert Þór Bernharðsson, sagnfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, erindi í Safnaðarheimili Hvammstanga- kirkju um morðbrennuna á Illugastöðum á Vatnsnesi 14. mars 1828. Erindið var mjög vel sótt og að því loknu svaraði Eggert spurningum úr sal. Annars vegar fjallaði Eggert um atburðarrás morðnæturinnar eins og hún birtist í yfirheyrslum Björns Blöndals sýslumanns Hún- vetninga yfir Friðriki Sigurðssyni í Katadal, Sigríði Guðmundsdóttur bústýru á Illugastöðum og Agnesi Magnúsdóttur vinnukonu á Illuga- stöðum. Hins vegar fjallaði Eggert um aftöku Friðriks og Agnesar á Þrístöpum 12. janúar 1830. Eggert vinnur að rannsókn á lífshlaupi Natans Ketilssonar og samferðafólki hans og vonast til að geta gefið út bók um það efni fyrir lok árs 2015 eða 2016. Eggert Þór hefur auk þess skrifað ítar- lega grein um efnið í Sögu, tímarit sögufélags (LI:2 2013), og ber greinin heitið „Friðrik, Agnes, Sigríður og Natan: Heimilda- grunnur morðbrennunnar á Illugastöðum árið 1828.“ Erindið var það fyrsta í fyrir- lestrarröð á vegum Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna. Næstur í röðinni er Vilhelm Vilhelmsson sagnfræðingur sem flytur erindið „Stolið frá Sýslu- manni: Þjófnaðarmálið í Hvammi 1835“ sunnudaginn 23. febrúar nk. /KSE Fjölmargir hlýddu á erindi Eggerts Þórs. Frá erindi Eggerts Þórs. Myndin neðst til hægri er brot úr Dómabók. Myndirnar eru frá Norðanátt.is

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.