Feykir


Feykir - 13.03.2014, Blaðsíða 4

Feykir - 13.03.2014, Blaðsíða 4
4 Feykir 10/2014 ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is Heiðdís Lilja NAFN: Heiðdís Lilja Magnúsdóttir ÁRGANGUR: 1972 FJÖLSKYLDUHAGIR: Eitt barn, 13 ára snillingur. BÚSETA: Bý í Garðabæ. HVERRA MANNA ERTU: Dóttir Magnúsar Sigurjónssonar og Kristbjargar Guðbrandsdóttur. Ólst upp á sælureitnum Víðigrund 11. STARF / NÁM: Laganemi við HR og fréttamaður á Ríkisútvarpinu. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Meistararitgerðin mín í lögfræðinni á hug minn allan þessa dagana. Svo er ég að fara að ferma strákinn minn í lok mars. Hvernig nemandi varstu? Fróð- leiksfús og samviskusamur. (Sem sagt kennarasleikja.) Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Appelsínu- gula satínskyrtan og dressið sem mamma saumaði á mig. Að fá skatthol í fermingargjöf þegar mig langaði í græjur. Og vídeóhornið í svefnherbergi foreldra minna, þar sem við krakkarnir horfðum á The Karate Kid á meðan þeir fullorðnu gúffuðu í sig kransaköku á neðri hæðinni. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Grunnskólakennari, sundþjálfari eða píanókennari. Hvað hræðistu mest? Að eitthvað komi fyrir mína nánustu. Besti ilmurinn? Nýslegið gras og karlmennskuþefur af kærastanum. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Það hlýtur að hafa verið Freedom með George Michael. Eða kannski eitthvað með A-ha? Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Mér finnst að Last Christmas með Wham ætti að vera á öllum lagalistum, alltaf og alls staðar. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Kastljósi og Sunnudagsmorgni. Ég horfi lítið á sjónvarp. Besta bíómyndin (af hverju)? Með allt á hreinu. Þarfnast ekki skýringa. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Anítu Hinriks- dóttur. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Ég er mjög góð í að poppa. Hvert er snilldarverkið þitt í eld- húsinu? Lasagnað mitt. Hættulegasta helgarnammið? Lakkrís og piparmolar. Hvernig er eggið best? Steikt, ofan á vel smurðu rúgbrauði. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ég man aldrei brandara. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Fordómar og óheiðarleiki. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? „ Happiness is nothing more than good health and a bad memory.“ Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég man eftir mér fimm ára að labba ein í leikskólann með bleika nestistösku, sem mér fannst mjög „fullorðins“. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Tinni. Ljóska og blaðamaður. I rest my case. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Broddi Broddason. Hann er svo gáfaður. Hver er uppáhalds bókin þín og/ eða rithöfundur? Ég er bókaormur, á þó enga uppáhaldsbók en held mikið upp á Auði Övu þessa dagana. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? „Nákvæmlega“ og “ert'að grínast?“ Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Á Íslandi: Vigdís Finnbogadóttir, fyrir að breyta mosavöxnum hug- myndum um það hvernig þjóðar- leiðtogar eiga að líta út og haga lífi sínu. Erlendis: Tim Berners-Lee, fyrir að finna upp Internetið. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég myndi fara aftur til eigin bernskujóla eða bara aftur í eldhúsið hennar mömmu á venjulegum degi, til að spjalla við hana einu sinni enn. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Meira vesenið, alla daga. FRAMLENGING: Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... að Garda vatninu á Ítalíu, með viðkomu hjá pýramídunum í Egyptalandi. Ef þú ættir að dvelja alein á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Bók, píanó og veiðistöng. Notaleg kvöldstund Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar Konur í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar áttu notalega kvöldstund með konum af erlendum uppruna sem búsettar eru í firðinum síðastliðið fimmtudagskvöld. Um er að ræða árlegan viðburð sem fór fram í Kakalaskála í Blönduhlíð að þessu sinni og er fundurinn gott tækifæri til þess að hittast, kynnast og blanda geði. Margar af þeim konum sem komu til fundarins hafa verið búsettar í Skagafirði til margra ára og er að þeirra sögn jafnan mikil tilhlökkun fyrir kvöldinu. Þarna mátti einnig sjá nokkur ný andlit í hópnum. Að þessu sinni sáu erlendu konurnar um veitingar og skemmtiatriði og voru margskonar girnilegar kræsingar á boðstólnum sem eiga uppruna sinn að rekja til heimalanda kvennanna. Mikið var spjallað þetta kvöld, hlegið og jafnvel sungið. /BÞ Andlát Snorri Þorsteinsson látinn Hofsósing- urinn Snorri Þorsteins- son, mjólkur- tæknifræð- ingur, lést þann 1. mars 2014 aðeins 57 ára að aldri. Hann hefur lengst af búið í Danmörku. Snorri lætur eftir sig konu og einn son. Banamein hans var lungnakrabbamein. /Tilkynning frá aðstandendum Húnvetnska liðakeppnin Keppt í fimmgangi og tölti Næsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar er fimmgangur. Mótið verður laugardaginn 15. mars nk. og verður keppt í fimmgangi í 1. og 2. flokki og tölti T7 í 3. flokki og í tölti T3 í unglingaflokki, fædd 1997 og seinna. /KSE 1. deild kvenna í körfubolta Síðasti leikur tímabilsins um helgina Kvennalið Tindastóls fær stúlkurnar í Þór Akureyri í heimsókn í Síkið núna á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 14:00. Árangur liðsins í vetur hefur verið með miklum ágætum og framar vonum. Í raun á liðið enn möguleika á sæti í efstu deild en sú von er raunar með þeim langsóttari. Tvö efstu liðin í 1. deild kvenna spila um laust sæti í efstu deild og sem stendur á lið Tindastóls stærðfræðilegan möguleika á að ná öðru sæti en lið Fjölnis og Breiðabliks eru þó nokkuð örugg með að ná tveimur efstu sætunum. Úrslitin í 1. deild kvenna ráðast ekki fyrr en 29. mars. Stuðningsmenn Tindastóls eru hvattir til að fjölmenna í Síkið á laugardaginn og hvetja stelpurnar til sigurs og fagna frábærum árangri í vetur. /ÓAB

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.