Feykir


Feykir - 13.03.2014, Síða 8

Feykir - 13.03.2014, Síða 8
8 Feykir 10/2014 Hver er konan? -Hlín Mainka Jóhannesdóttir, BS- reiðkennari og þjálfari. Hvaðan ertu? -Ég er fædd og uppalin í Þýskalandi en flutti til Íslands fyrir 18 árum, þar af hef ég búið tíu ár í Skagafirði. Við hvað starfar þú? -Ég er að vinna hálfan daginn við þjálfun og tamningar hjá Gísla og Mette á Þúfum og er einnig í hlutastarfi sem kennari við ferðamáladeild Hólaskóla. Auk þess tek ég að mér reiðkennslu, bæði úti og hér heima. Hefurðu tekið þátt í KS deildinni áður? -Nei. Hvernig líst þér á KS deildina í ár? -Mjög vel. Það verður spennandi að sjá hvernig nýja fyrirkomulagið kemur út og ég tel sniðugt að bjóða þannig nýliðum þátttöku með reyndum knöpum. Hinsvegar finnst mér vanta eina skemmtilega grein, þ.e. gæðingafimi, í deildina. Varstu sátt við sæti þitt í fimmganginum? -Auðvitað hefði ég viljað gera betur en markmiðið í úrtökunni var að skila öllum gangtegundum og hafa upplifunina jákvæða fyrir hestinn. Ég mun byggja á því og ríða með meiri afköstum í næstu sýningu. Hvaða hrossum teflir þú fram í vetur?-Það verður Dúkkulísa frá Þjóðólfshaga í fjórgangi og Glóðar frá Árgerði í fimmgangi. Síðan þarf ég aðeins að sjá til með töltið og skeiðið. Í slaktaumatöltið er ég að spá í að mæta með gamlan vin, Hlöðver frá Gufunesi. Hverjir eru aðalkostir þeirra? -Dúkkulísa er efnileg fjórgangs- hryssa sem ég fékk að láni fyrir stuttu hjá liðsfélagi mínum. Hún er ekki reynd en er efnileg með góðar gangtegundir og frábæran karakter. Glóðar er ég búin að eiga í rúmt ár. Hann er gríðarlega viljugur hestur og það er búið að fara mikil vinna í að geta stjórnað orkustigi og skrokkbeitingu. Það væri gaman að geta sýnt á þessu ári hvað í honum býr og safna góðri reynslu á keppnisvelli. Ætlar þú eða hefur þú tekið þátt í öðrum keppnum í vetur? Ef já, hvaða? -Ég stefni að taka þátt í einhverju ísmóti og jafnvel í fimmgangi í mótaröðinni, en sjáum til hvernig hrossin verða stemmd. Einhver sérviska eða hjátrú hjá þér fyrir keppni? -Gott að hafa orkusteininn í vasanum. Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? -Ég óska bara öllum keppendum í deildinni góðs gengis og áhorfendum góðrar skemmtunar. Gott að hafa orku- steininn í vasanum Við kynnum til leiks þriðja knapann af þeim fjórum sem eru nýir inn í KS-deildina í ár. Það er Hlín Mainka Jóhannesdóttir, BS – reiðkennari og þjálfari sem svarar spurningum Feykis að þessu sinni. KS-DEILDIN / Hlín Mainka Jóhannesdóttir Mynd: Marta Gunnars Flaug 30 metra og endaði í skurði Blönduósi mátti rekja óhöppin til þess að bílarnir voru fremur vanbúnir og að bílstjórarnir hafi verið óvanir því að aka við þær vetraraðstæður sem voru á svæðinu. /BÞ Lögreglufréttir Mikil mildi þykir að ekki varð slys á fólki en bíllinn er illa farinn eftir veltuna í Birkihlíð. Ljósmynd/Lögreglan á Sauðárkróki. Félagslegar leigu- íbúðir alls 174 Norðurland vestra Í samantekt Morgun- blaðsins sl. miðvikudag um félagsþjónustu sveitarfélaganna kemur fram að alls eru um 5000 félagslegar leiguíbúðir á landinu. Þar af eru 174 á Norðurlandi vestra og skiptast þær í 114 félagslegar leiguíbúðir, 25 íbúðir fyrir fatlaða og aldrað fólk og 35 íbúðir sem flokkast undir aðrar íbúðir en áður er getið. Vitnað er til könnunar sem Varasjóður hús- næðismála gerði á leigu- íbúðum sveitarfélaga árið 2012. Þar kemur m.a. að fjöldi félagslegra íbúða á hverja 100 íbúa var næstmestur á Skaga- strönd, eða 5,91 á hverja 100 íbúa. Tekið er fram að í svo fámennu sveitar- félagi þurfa félagslegar íbúðir þó ekki að vera margar til að vera hátt hlutfall allra íbúða. Í sömu könnun var spurt um rekstrarvanda sveitarfélaganna vegna leiguíbúðanna. Kom þar fram að rekstrarvandinn var algengastur í þremur sveitarfélögum, Vestur- landi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Algengustu ástæður rekstrarvandans voru þær að leigutekjur stæðu ekki undir rekstri. /KSE Mikið hefur verið um umferðaróhöpp í Skagafirði að undanförnu að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki og hafa þau verið um 14 talsins frá 1. febrúar. Engin slys hafa verið á fólki en óhöppin hafa að mestu mátt rekja til hálku og slæmra aðstæðna. Síðastliðið sunnudagskvöld varð umferðaó- happ hjá Birkihlíð á Sauðárkróki og að sögn Sigurðar Halldórssonar lögreglumanni er með ólíkindum að viðkomandi hafi gengið óslasaður frá þessu. Ökumaðurinn var einn í bíl og það var mikil hálka þegar óhappið átti sér stað. Öku- maðurinn taldi sig hafa séð skepnu á veginum, hemlar, bíllinn snýst og fer útaf veginum. „Hann flýgur um 30 metra og lendir með hægra afturhorn í barði, snýst og endastingst ofan í skurð um 15 metra frá barðinu. Þannig að við erum að tala um talsverða vegalengd,“ bætti Sigurður við. Hann vildi koma því til áleiðis til vegfarenda að fara gætilega þegar hálka myndast og að miða akstur við aðstæður hverju sinni. Þá var björgunarsveitin Skagfirðingasveit ræst út í samvinnu við lögreglu vegna þess að búnt af þakplötum höfðu fokið í geymslusvæði áhalda- hússins á Sauðárkróki í hvassviðrinu sem gekk yfir aðfaranótt þriðjudags. Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð stóð líka í ströngu um helgina að aðstoða ferðafólk á Skiptabakka sem lenti þar í ógöngum. „Veðrið á svæðinu er farið að vesna og búist við stórhríð og vindi þegar líður á daginn,“ sagði á Facebook-síðu björgunarsveitarinnar. Rólegt í Húnavatnssýslum Vikan hefur verið með allra rólegasta móti í Húnavatnssýslum samkvæmt lögreglunni á Blönduósi. Þó urðu tvær útafkeyrslur þann 6. mars sl., önnur við Miklagil á Holtavörðuheiði og hin við Gauksmýri í Húnaþingi vestra. Engin slys urðu á fólki en í báðum tilfellum var um erlenda ferðamenn um að ræða. Að sögn lögreglunnar á Ítalskir ferðamenn enduðu utan vegar skammt frá Gauksmýri. Ljósmynd/Anna Scheving. Hérna er verið að spila upp bílinn sem lenti á hlið. Það þurfti marga bíla í það verk. Mynd/Kjartan Björnsson, fengin af Facebook-síðu Flugbjörgunarsveitarinnar. Fyrirlestrarröð Elsta sjálfsævisaga íslenskrar alþýðukonu Spennandi fyrirlestur verður haldinn sunnudaginn 16. mars kl. 14 á vegum Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna í Safnaðarheimili Hvammstangakirkju. Þar mun Guðný Hallgrímsdóttir sagnfræð- ingur fjalla um Guðrúnu Ketils- dóttur sem fæddist árið 1759 og er saga hennar líklega elsta sjálfsævi- saga íslenskrar alþýðukonu – vinnukonu frá 18.öld. Í fréttatilkynningu frá byggða- safninu kemur fram að Guðný Hallgrímsdóttir fékk á dögunum Fjöruverðlaunin fyrir bók sína um Guðrúnu Ketilsdóttur sem kom út núna fyrir jólin og var bókin einnig tilnefnd til Hagþenkisverðlaunanna. Í sjálfsævisögunni fjallar Guðrún á opinskáan hátt um líf sitt og erfitt hjónaband með ótrúum eiginmanni. /BÞ ( KNAPAKYNNING ) kristin@feykir.is

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.