Feykir


Feykir - 13.03.2014, Page 9

Feykir - 13.03.2014, Page 9
10/2014 Feykir 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Fyrsta vísan að þessu sinni er laglega gerð hringhenda sem ég því miður get alls ekki munað eftir hvern er. Norðri andar, napur blær næðir um strandir víða. Klaka bandi bundið fær blessað landið fríða. Einsog áður hefur komið fram rísla ég endalaust í vísnasafni mínu þegar kemur að því að gera þátt fyrir Feyki. Svo fór nú og fann ég margar góðar vísur sem gaman er að birta í okkar ágæta blaði. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að flestar eru þær höfundarlausar. Bið lesendur endilega að hafa samband ef þeir geta gefið upplýsingar þar um. Ein af þeim er þessi: Gott er það að græða sár, gleðja svo að þorni brár. Verða aldrei virt til fjár vinarorð og þerruð tár. Gaman er þessari. Vísur mínar, vinur kær vitið forðum leyndust. Fjórar línur fylltu þær fjórtán orðin reyndust. Merkilegt að láta sér detta svo í hug. Vísa þessi víst er best í vísnasafni mínu. Eina k-ið sem hér sést situr í þriðju línu. Eignast hef ég nú nokkrar vísur eftir konu sem bjó á Akranesi og hét Bóthildur Jónsdóttir. Þessar snilldar vel gerðu hringhendur eru eftir hana. Listir þjálfar röðulrún, ritar álfur hvítur. Eygló sjálf af Esju brún auga hálfu lítur. Fagur blár er himinn hár hvergi bára á vogi. Sveipar smára silfurtár sólar hára logi. Geislum strjála glitruð ský gulli álinn hlaða, silfurmáluð sem að í sólarbáli vaða. Margir bæði hér norðanlands, og ekki síður á Suðurlandi kunna vísur úr svokölluðum Svínárnesbrag. Meðal kunnra erinda þar er þetta. Djöfull væri, drengir gott að detta í það. Mega frjálsir fjöllin ríða fullir oní pokann skríða. Fleiri hafa glatt sig við að yrkja með slíkum hætti, og er vel kunnugt þetta erindi Sigurðar Hansen. Vísnaþáttur 613 Gott er að eiga sálarinnar sólskinsstundir. Leika sér um lífsins grundir og láta börnin koma undir. Fyrir margt löngu lærði ég brag í sama dúr. Man því miður ekki lengur eftir hvern hann er, eða hvað erindin eru mörg. Langar að biðja ykkur lesendur góðir að bregðast vel við og gefa mér upplýsingar ef þið kannist við þessar. Mig ei hræðir haustið grátt með hrammi sínum. Dag og nótt í dýrum vínum drekki ég hjartasorgum mínum. Strangur reynist löngum lífsins lærði skóli. Nærist margur nautnadrjóli á nikótíni og alkóhóli. Austur langt af sælli sól og suður af mána ég sé á lofti blikur blána. - Bændur ættu að súrsa hána. Eitt slíkt erindi kemur hér í viðbót sem er reyndar óskylt hinum fyrri, man því miður ekki um höfund. Óli og Ranka unnast framar öllum vonum. Blíðuhótin brugðust honum börðust þau með hlandkopponum. Minnir að Sveinbjörn allsherjargoði hafi gefið út kver með gátum. Er þó ekki viss um að muna það rétt. Ef svo hefur verið held ég að þessi magnaða hringhenda hafi fylgt með kverinu. Hér skal ekki greiði gerður. Gátubrekkan hörð. Ýmsum strekkings örðug verður öll með hrekkjum gjörð. Minnir að sá magnaði goði hafi kennt mér þessa sem ort er um fólk sem hann hafði heyrt að væri að draga sig saman. Reyndar geðjast mér ekki vel að þessum bragarhætti, en hjá mörgum hagyrðingum er hann vinsæll. Björn sem eflir ástarþrá ekki heflar brögðin grá. Fram vill tefla fljóði hjá fótakefli sínu þá. Því miður er næsta ferskeytla höfundarlaus þrátt fyrir það mikil snilld þar á ferð. Orkuþrungið íslenskt mál oft í snillings höndum, himindýrð og heljarbál hnýtir stuðla böndum. Leiðinlegt er fyrir undirritaðan að játa heimsku sína í því að muna ekki eftir hvern þessi magnaða loka vísa er. Þætti vænt um upplýsingar þar um. Þó að falli fölvi á fræða listir kunnar. Lengi stafar ljóma frá ljósi ferskeytlunnar. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Einhvern tímann þegar ég var fimm ára eða sex ára gamall þá var ég staddur á bryggju með frænda mínum, sem er einu ári eldri en ég. Við gengum held ég út eftir Skagfirðingabrautinni og Aðalgötunni þangað til við komum að bryggjunni. Við tókum út veiðistangirnar og hófum að dorga. Eins fílefldir og við vorum á þeim aldri þá reyndum við að kasta út eins langt og við mögulega gátum. Ég reyndi heiftarlega að sigra frænda minn í kastkeppninni í leyni en varð að játa ósigur. Svo eftir að ég hafði kastað út enn einu sinni, þá hélt ég að frændi ætlaði að setja heimsmet í sínum aldursflokki því hann sveiflaði stönginni svo harkalega að öngullinn endaði í gegnum efsta hluta vísifingurs á vinstri hendi minni. Sveiflan hans var eitthvað skökk því ég var svona fimm metrum vinstra megin við hann. Ég man ekki eftir það miklum sársauka en að sjá þennan ryðgaða öngul í puttanum á mér á þessum aldri var einkar áhugavert, hugsaði ég. Ekki misskilja mig, ég byrjaði ekki að skoða á mér puttann í læknifræðilegum tilgangi, tár voru felld. Þó nokkuð mörg líka. Ég man að ég hugsaði um bakteríurnar sem hefðu greiða leið frá önglinum inn í puttann. Á þeim tíma var ég lúmskt mikið að forðast að snerta eitthvað skítugt í kringum sár á húðinni, svo ryðgaður öngull í gegnum puttann var mjög svo leiðinlegt atvik. Eftir að öngullinn hafði verið þarna í smá stund kom pabbi og kippti honum úr. Það kom mér á óvart hvað blæddi lítið. Síðan þá hef ég ekki farið að veiða aftur með fyrrnefndum frænda einsamall. - - - - - Ekki var ljóst þegar Feykir fór í prentun á hvern Ingimar ætlaði að skora. Ingimar Hrafn Antonsson, brottfluttur Skagfirðingur, skrifar Önglar og puttar ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is Landnám Ingimundar gamla Víðavangshlaup á söguslóð Nýlega var haldinn aðalfundur í Félaginu Landnám Ingimundar gamla. Núverandi stjórn skipa Jón Gíslason, Haukur Suska Garðarsson, Þór Hjaltalín, Pétur Jónsson og Sigurður Jóhannesson. Félagið var stofnað árið 2007 og hefur það að markmiði að efla þekkingu á húnvetnskri sögu, einkum Vatnsdæla-sögu, og gera menningar- arfleiðina sýnilega ferðafólki. Félagið hefur látið reisa söguskilti á nokkrum sögustöðum í Vatnsdal, gefið út sögukort fyrir Vatnsdal og Þing, og einnig geisladisk með hljóðleiðsögn um svæðið og sönglög því tengdu. Heimasíða félagsins er www. vatnsdalur.is. Einnig hefur félagið staðið fyrir málþingum, sögugöngum, myndlistar- sýningum, tónleikum og tvísöngs- námsskeiði. Þá hefur það tekið þátt í Samtökum um sögutengda ferðaþjón- ustu, verið bakhjarl Vatnsdælurefilsins á Blönduósi og lagt Klausturstofu á Þingeyrum lið. Í sumar er svo stefnt að víðavangshlaupi á söguslóð. /KSE Fyrirlestrarröð Það er enginn svikinn af því að heimsækja Vatnsdalinn.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.