Feykir


Feykir - 22.04.2014, Side 2

Feykir - 22.04.2014, Side 2
2 Feykir 15/2014 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Forsíðumynd: Davíð Már Sigurðsson Áskriftarverð: 450 kr. hvert tbl. með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. & 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Lífsins gæði og gleði „Vinnan göfgar manninn“ er stundum sagt og eflaust er það hverju orði sannara. Einmitt þess vegna er svo mikilvægt að vinnan sé skemmtileg og að í hverju byggðalagi séu fjölbreytt atvinnutækifæri. Það eru einmitt þessi atvinnutækifæri og starfsemi fyrirtækja hér í Skagafirði sem verða til sýnis á sýningunni Lífsins gæði og gleði sem haldin verður í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki um næstu helgi. Þetta tölublað Feykis er helgað sýningunni og Sæluvikunni. Auk þess að störfin séu fjöl- breytt og skemmtileg þá þurfa þau auðvitað að duga sem lífsviðurværi. Í mörg ár og jafnvel áratugi hefur verið rætt um að Íslendingar vinni meira til að hafa til hnífs og skeiðar en gert er í hinum hefðbundnu „löndum sem við berum okkur saman við.“ Það er einnig umhugsunarefni að kannanir, sem gerðar voru varðandi menntunarstig og námsþarfir á Norðurlandi vestra á síðasta ári, leiddu í ljós að hér er menntunarstig með því lægsta sem gerist og afar margir í lægstu launaflokkum. Það er þó engin ástæða til að mála skrattann á vegginn, enda tækifærin endalaus. Eins og viðtöl og greinar hér í blaðinu gefa vonandi mynd af, þá ríkir mikil framþróun og gríðarlegur metnaður í skagfirsku atvinnulífi. Framsækið atvinnulífið er í eftirtektar- verðum tengslum við menntastofnanir á svæðinu og staðhættir sem bjóða upp á ýmsa nýja möguleika og skapa hér ákjósanleg skilyrði til búsetu. Þá komum við einmitt að hinum anga sýningarinnar, því lífsins gæði og gleði má einnig finna í því sem gert er utan hinn- ar hefðbundnu, launuðu vinnu, nefnilega menningarlífinu. Stundum er sagt að vinnan slíti daginn of mikið í sundur fyrir manni og það má til sanns vegar færa þegar horft er á hið öfluga menningarlíf hér í firðinum. Það þarf jú einnig hendur og tíma til að vinna þau verk. Viku eftir viku er hægt að sækja viðburði á sviði tónlistar, myndlistar, bókmennta, leiklistar og svo mætti lengi telja, og nær menningin árlegu hámarki í Sæluviku. Þátttaka í menningarlífi er afar gefandi, hvort sem maður kýs að skapa menninguna eða vera neytandi hennar. Maður er manns gaman, segir máltækið og það er eflaust sú hugsun sem færi fólk til að eyða frítíma sínum í leikæfingar, kóræfingar, hestamannamót, sjálfboðastarf, skytterí og veiðiskap, svo eitthvað sé nefnt. Í Skagafirði er stundum sagt að menn megi ekki vera með stærra bú en svo að þeir geti verið í kórnum, og það er kannski akkúrat rétta viðhorfið, hæfileg blanda af vinnu og tómstundagamni. Að framansögðu má kannski segja að sýningin Lífsins gæði og gleði og Sæluvika Skagfirðinga svari þessari spurningu, sem stundum hrekkur af vörum ferðamanna úti á landi: Hvað gerið þið svo á veturna? Kristín Sigurrós Einarsdóttir starfskraftur og menningarneytandi Skapa öflugri samstarfs- vettvang í ferðaþjónustu Samstarfssamningur milli Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Ferðamálafélags Vestur- Húnavatnssýslu, Ferðamála- félags Austur-Húnavatnssýslu og Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði var undirritaður í Miðgarði í Skagafirði þann 10. apríl sl. Skv. fréttatilkynningu frá SSNV eru markmið samnings- ins m.a. að skapa virkari og öflugri samstarfsvettvang í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Einnig að skjóta sterkari stoðum undir afkomu og rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi vestra. Greina og kortleggja ímynd, vöruframboð og stöðu greinarinnar í lands- hlutanum í því skyni að leggja grunn að áframhaldandi upp- byggingu og vexti ferðaþjónustu Samstarfssamningur SSNV og ferðamálafélaganna Hrímnir og Ísólfur sigruðu Meistaradeild Norðurlands 2014 lokið Lokakvöld KS-Deildarinnar fór fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki þann 9. apríl sl. Ísólfur Líndal Þórisson sigraði einstaklingskeppnina og varði því titilinn frá því í fyrra. Liðakeppnina sigraði lið Hrímnis en liðsmenn voru Þórarinn Eymundsson, Líney María Hjálmarsdóttir og Hörður Óli Sæmundsson. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Meistaradeild Norður- lands var keppt var í tveimur greinum, slaktaumatölti og skeiði. Vel var mætt af áhorf- endum og myndaðist stemning á pöllunum. „Eftir mikla spennu í einstaklingskeppninni í vetur fór hún svo að Ísólfur Líndal sigraði KS-Deildina með 90 stig. Ísólfur er búinn að standa sig mjög vel með frábæra hesta og verið í efstu N listinn – Nýtt afl í Húnaþingi vestra Sveitarstjórnakosningar 2014 N listinn, Nýtt afl í Húnaþingi vestra, hefur sent frá sér fréttatilkynningu með framboðslista til sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014. Framboðslistinn er eftirfarandi: 1. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Hvammstanga 2. Stefán Einar Böðvarsson, Mýrum 3. Elín Jóna Rósinberg, Hvammstanga 4. Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Hvammstanga 5. Magnús Eðvaldsson, Hvammstanga 6. Gunnar Þorgeirsson, Fitjum 7. Leó Örn Þorleifsson, Hvammstanga 8. Guðrún Eik Skúladóttir, Tannstaðabakka 9. Maríanna Eva Ragnarsdóttir, Stórhól 10. Pétur R. Arnarsson, Hvammstanga 11. Ingibjörg Jónsdóttir, Syðsta-Ósi 12. Þórarinn Óli Rafnsson, Staðarbakka 13. Ómar Eyjólfsson, Hvammstanga 14. Sigrún B. Valdimarsdóttir, Dæli /BÞ sætum öll mótin. [...] Lið Hrímnis sigraði liðakeppnina með 199,5 stig. Hrímnisliðið stóð sig mjög vel í vetur og voru liðsmenn þess nánast alltaf í úrslitum,“ segir í tilkynningunni. Einstaklingskeppni Ísólfur Líndal 90,0 Bjarni Jónasson 88,0 Þórarinn Eymundsson 85,0 Elvar Einarsson 77,5 Mette Mannseth 77,0 Liðakeppni Hrímnir 199,5 Draupnir/Þúfur 173,5 Laekjamot.is 166,5 Nánari samantekt frá loka- mótinu má finna á Feyki.is undir Hestar. /BÞ á Norðurlandi vestra. Jafnframt að styðja við vöruþróun og markaðs- og kynningarstarf ferðaþjónustufyrirtækja í því skyni að það verði faglegra og árangursríkara. Undirbúningur samstarfs- samningsins hófst í byrjun árs 2013. Samstarfssamningurinn er til tveggja ára og felur í sér að ráðinn verður starfsmaður hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem vinna mun að skilgreindum verk- efnum með félagasamtökum á vettvangi ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Félög í ferðaþjónustu á svæðinu munu skipa fagráð sem starfa mun náið með starfsmanninum og Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. /BÞ Lið Hrímnis. Mynd: Svala Guðmundsdóttir Frá undirritun samningsins. Mynd: SSNV

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.