Feykir


Feykir - 22.04.2014, Page 10

Feykir - 22.04.2014, Page 10
10 Feykir 15/2014 Microbar & bed Til stendur að opna nýjan bar og gistiheimili á Sauðárkróki undir nafninu Microbar & bed, á Aðalgötu 19 (gamla Apótekinu), í upphafi Sæluviku. Á bakvið þessa nýju viðbót í flóru veitinga- og gistingageirans er Árni Hafstað, eigandi Gæðings brugghúss í Útvík í Skagafirði. Feykir leit við á Microbar & bed á meðan framkvæmdir stóðu sem hæst. Nýr bar og gistiheimili opna á Sauðárkróki nýklæddir, þetta var allt óeinangrað,“ segir hann. Barinn mun skarta vegg- myndum eftir Hugleik Dagsson en það má segja að hann sé hirðlistamaður Gæðings þar sem hann hefur jafnframt hannað alla miða á umbúðir úr framleiðslu brugghússins. Barinn og gistiheimilið voru farin að taka á sig mynd þegar blaðamann Feykis bar að garði og hægt að sjá fyrir sé notalega pöbbastemningu, sötrandi svalandi drykki í góðum félagsskap, jafnvel í kvöldsólinni úti á veröndinni vestan við húsið. „Stemningin á barnum er hugsuð svo að fólk hafi ofan af fyrir sér sjálft - það á bara að koma og njóta staðar og stund- ar. Við ætlum að höfða til þess hóps sem hefur verið ósýnilegur síðdegis, eftir lokun Skagfirð- ingabúðar,“ segir Árni og brosir. „Fólksins sem hugsar til morgundagsins, með barna- uppeldi og vinnu og fer því ekki á djammið.“ Ætlunin er að opna Microbar snemma á daginn, líklega um kl. 16 en að sama skapi mun hann einnig Barinn verður að samskonar gerð og sá sem Gæðingur hefur starfrækt í Reykjavík við góðan orðstír. Árni segir að stefnt sé á að opna barinn í forsælunni, laugardaginn 26. apríl, ef allt gengur samkvæmt áætlun. En þegar viðtalið fór fram voru ekki öll tilskyld leyfi komin í hús, enda framkvæmdir enn í fullum gangi. Árni segir þetta hanga allt á sömu spýtunni, varðandi brunavarnir, rekstrar- leyfi vínveitingastaðarins og þess háttar. „Framkvæmdir hafa gengið mjög vel. Þetta er eins og alltaf, maður snýr blinda auganu að í byrjun. Maður heldur að það þurfi ekkert annað að gera en að ryksuga og þurrka af og svo geta fyrstu gestirnir komið. En maður veit svo sem að í húsi sem er byggt á þar síðustu öld [1897 innsk. blm.] að þá má búast við að það sé töluvert mikið sem þarf að gera, enda verður það eiginlega alveg eins og nýtt að innan. Allir veggir VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir Feðgarnir Halldór og Árni Hafstað á efri hæð gistiheimilisins. loka snemma. „Þannig að menn geta kannski komið í framhaldi af vinnu, áður en farið er heim til að hræra í pottunum. Ég hugsa að það verði bara sama módelið og í Microbar í Reykjavík, þá lokum við fyrir afgreiðslu fyrir miðnætti, þannig að kl. 1 verði allir farnir úr húsinu án þess að við þurfum að beita andlegu eða líkamlegu ofbeldi að koma fólki út, ef það er tómt í glösunum þá fer það út. Skagfirðingar verða að fara að taka upp nýja drykkjusiði og byrja fyrr,“ segir hann í gaman- sömum tón. Áætlað er að gistiheimilið opni í byrjun júnímánaðar en það verður fimm herbergja gistiheimili. „Tvö þeirra verða aldrei meira en twin herbergi en þrjú geta verið double. Það verður engin þjónusta sem slík og verður afgreiðslan tengd starfsmanni barsins. Þannig að þeir sem koma í gistingu sækja lykla þangað ef það er opið,“ segir Árni. Anna vart eftirspurn Það hefur verið nóg að gera hjá Gæðingi og segir Árni brugg- húsið vart anna eftirspurn. „Eftirspurnin hefur aukist mjög mikið í vetur en einnig hefur verið skortur á hráefni. Svo má segja að við fáum svo eina jólavertíð aukreitis í vor, ef allt gengur eftir. Það fer frá okkur stór pöntun til Kanada, einhversstaðar á bilinu 12-23 þúsund flöskur af Stout. Ef það verða í kringum 20 þúsund flöskur þá er það ekki mjög langt frá jólaframleiðslunni.“ Gæðingur hefur áður fengið pantanir erlendis frá en brugghúsið hefur einnig sent tvær stórar pantanir til Eistlands. „Á meðan þetta er ekki bara ein sending þá finnst manni þetta að vera að byrja,“ segir Árni. Helsta nýjungin hjá Gæðingi þessa dagana er sú að nú er Pale Ale ölið komið á dósir og segir Árni mjög spennandi að sjá hvernig það gengur og hvað kemur í framhaldinu af því. Senn líður að Sæluviku Ein elsta lista- og menningarhátíð landsins Hin fornfræga Sæluvika, sem er ein elsta lista- og menn- ingarhátíð landsins, verður sett á sunnudaginn. Sæluvikan er að flestu leyti með svipuðu sniði og áður; mikið er lagt upp úr leiksýningum, tónleikum, kvikmyndasýningum, málverkasýningum, hestasýningum og fleiri menningar- tengdum viðburðum. „Sæluvikan er að segja má hápunktur skagfirsks menningar- starfs og kannski eins konar uppskeruhátíð. Á aðeins rúmlega vikutíma eru fjölmargar frumsýningar og skemmtilegir menn- ingarviðburðir vítt um breitt um héraðið. Þar fáum við að sjá árangur þrotlausra æfinga og mikils undirbúnings sem fjöldi hæfileikaríkra einstaklinga hefur lagt á sig til að skemmta íbúum héraðsins og öðrum gestum Sæluviku. Þetta er algjörlega ómetanlegt,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Nýjungarnar í ár felast einkum í nýjum verkum sem verða flutt eða sýnd, hvort sem um er að ræða leiksýningar, tónleika, listsýningar eða annað í þeim dúr. Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu er Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks í ár Rjúkandi ráð eftir þá Jónas Árnason og Stefán Jónsson, með lögum eftir Jón Múla Árnason og Karlakórinn Heimir verður með Sæluvikutónleika, en sérstakur gestur þeirra er Kristinn Sigmundsson. Myndlistarfélagið Sólon verður með samsýn- ingu listamanna. Skemmtilegir tónleikar, undir yfirskriftinni „Þú sem eldinn átt í hjarta“, þar sem flutt verða skagfirsk lög, verða í Sauðárkrókskirkju. Þar verður einnig hið árlega Kirkjukvöld kirkjukórsins. Þá má nefna bílabíó sem verður á planinu við Skagfirðingabúð. Of langt mál væri að telja upp alla þessa viðburði, en þeir eru allir í Sæluvikudagskránni. „Ég er nú svo hæfileikalaus að ég passa mig mjög vel á að vera ekki í neinu merkilegu hlutverki í Sæluvikunni,“ segir Sigfús Ingi, aðspurður um hlutverk sitt í Sæluvikunni, og bætir við: „Mitt hlutverk er fyrst og fremst að auglýsa eftir viðburðum, halda utan um dagskrána og púsla henni saman, í samstarfi við listafólkið, koma viðburðum á framfæri og halda utan um kynningarmálin. Þegar þetta er klárt rúllar dagskráin jafnan mjög vel enda byggir Sæluvikan á mjög langri hefð og allir kunna sitt hlutverk vel.“ Þú ert bóndi líka, bíða kindurnar rólegar eftir að Sæluvika og atvinnulífssýningin líði hjá? „Nei, ég á eins og þú segir nokkrar rollur, en burður á að hefjast undir lok Sæluviku. Þá er gott að vera vel kvæntur því það lendir á frúnni að taka vaktina fyrstu dagana í burði. Við reynum svo að skipta vaktinni nokkuð á milli okkar, auk þess sem karl faðir minn býr ekki fjarri okkur og hefur jafnan aðstoðað okkur við búskapinn þegar þörf er á.“ /KSE

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.