Feykir


Feykir - 22.04.2014, Qupperneq 18

Feykir - 22.04.2014, Qupperneq 18
18 Feykir 15/2014 Hvað getum við gert fyrir atvinnulífið? Farskólinn er öflug símenntunarmiðstöð sem starfar á Norðurlandi vestra. Ein af stóru áherslunum í starfi Farskólans er að mæta þörfum fyrirtækja og stofnana fyrir endurmenntun starfsfólks. Í kjölfar rannsókna á menntun á Norðurlandi vestra sem gerðar voru á síðasta ári á vegum verkefnis sem kallast „Tilraunaverkefni um hækkað menntunarstig í Norðvestur kjördæmi“ og kynntar voru fyrir íbúum á dögunum, hefur áhersla á menntunarþarfir vinnustaðanna og nálgun við atvinnulífið aukist enn frekar. Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra eftir og skipuleggja klæðskera- saumuð námskeið með þarfir atvinnulífsins að leiðarljósi. Starfi fræðsluerindreka sinnir Hörður í 50% stöðugildi en aðrir starfsmenn Farskólans koma einnig að þessu viðamikla verkefni. Fræðsluerindrekar eru þegar farnir að heimsækja fyrirtækin og einnig hefur Farskólinn fengið heimsóknir frá vinnustöðum. Þungamiðja hverrar heim- sóknar fer eftir þörfum við- komandi vinnustaðar. Hörður segir að mikið sé verið að horfa á starfsnám á vettvangi fyrir- tækjanna. „Allt eftir þörfum og vilja þeirra, þar sem jafnvel er farið inn í fyrirtækin og nám- skeiðin haldin þar á vinnutíma. Þá eigum við til ýmsar nám- skrár, vottaðar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og styrktar af Fræðslumiðstöð at- vinnulífsins (FA), sem má auð- veldlega sveigja að þörfum fyrir- tækja í ýmsum starfsgreinum.“ Sem dæmi um almenn námskeið nátengd atvinnulífinu má nefna að um þessar mundir stunda þrír hópar nám í Skrif- stofuskólanum, sem kenndur er samkvæmt einni af áðurnefn- dum námskrám FA. Í þeim hópum eru ýmsir sem vilja efla Að sögn Harðar Ríkharðssonar, verkefnastjóra hjá Farskólan- um, leiddu áðurnefndar rann- sóknir í ljós að áhugi og þörf atvinnulífsins fyrir sí- og endurmenntun er enn meiri en fyrirfram var talið. „Stjórn- endur vilja láta hnippa í sig og starfsfólk hefur mikinn áhuga,“ segir Hörður. Í framhaldi af tilraunaverk- efninu var ákveðið að ráða til starfa fræðsluerindreka, en í þeirra hlut kemur að fylgja niðurstöðum rannsóknarinnar VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Smíði fyrsta bátsins hafin Mótun plastbátaverksmiðja á Sauðárkróki Skagafirði. Ný námsbraut hefur litið dagsins ljós við FNV og er skólinn leiðandi í þeirri vinnu á landsvísu. Að fá inn á svæðið fyrirtæki sem framleiðir úr trefjum og getur tengt saman atvinnulífið og skólann, og nýtt þekkingu nemenda heima í héraði,“ sagði Stefán um aðdragandann að því að þessari verksmiðju var komið á lagg- irnar á Sauðárkróki. Aðkoma sveitarfélagsins að verksmiðjunni hefur verið nokkuð umdeild og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. „Ein- hverjir hafa gagnrýnt það að sveitarfélagið komi að rekstri fyrirtækja. Ég hef bent á það að það sé ekkert óeðlilegt við það að sveitarfélagið komi að því að efla atvinnulíf í héraðinu með því að draga inn nýja atvinnu- grein og styrkja tímabundið meðan verkefnið er að komast á fæturna. Aldrei hefur staðið til að sveitarfélagið muni eiga hlut sinn um ókomna tíð heldur er Eftir nokkurra ára undir- búningsvinnu hefur plast- bátaverksmiðjunni Mótun verið komið á laggarnir á Sauðárkróki. Þá hefur ný námsbraut litið dagsins ljós við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) þar sem sú iðn að framleiða plastbáta úr trefjum er kennd. Stefnan er sú að skólinn verði leiðandi á þessu sviði og að þekking nemenda nýtist heima í héraði. Feykir hafði samband við Stefán Vagn Stefánsson, formann byggðaráðs Sveitar- félagsins Skagafjarðar, og spurði hann um aðdragandann að stofnun verksmiðjunnar og hvernig starfsemin færi af stað. „Sveitarfélagið hefur verið í vinnu undanfarin ár, í sam- vinnu við bæði atvinnulífið og FNV, um að efla trefjaiðn í VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir eingöngu verið að stuðla að fjölbreyttari atvinnu í Skaga- firði. Mörg fordæmi, bæði héðan úr Skagafirði og annars staðar, eru fyrir því að sveitar- félög komi að rekstri félaga og yfirleitt með það að markmiði að styrkja atvinnu líkt og er í þessu tilfelli,“ sagði Stefán Vagn. Í verksmiðjunni verða smíðaðir svo kallaðir Gáska bátar, í mismunandi útfærslum, en möguleikar eru á að fram- leiða aðrar vörur úr trefjum samhliða og með bátasmíðinni. Gert er ráð fyrir að bátarnir verði afhentir fullbúnir úr verk- smiðjunni eða eftir samkomu- lagi hverju sinni. Reiknað er með að geta framleitt um sex báta á ári þegar framleiðslan er kominn í fullan gang, en þegar liggja fyrir pantanir á tveimur bátum þrátt fyrir að markaðs- setning sé ekki hafin. Sá fyrri verður fullbúinn í sumar. Verksmiðjan er til húsa við Sæmundargötu á Sauðárkróki, þar sem áður var rekið bifreiða- verkstæði Áka. Að sögn Stefáns er búið að gera lagfæringar á því húsi til þess að það geti rúmað slíka framleiðslu. „Starf- semin er hafin og verið er að undirbúa vinnu við fyrsta bátinn. Nú þegar hafa verið ráðnir tveir starfsmenn en gert er ráð fyrir einum til viðbótar, auk þess er gert ráð fyrir að taka inn menn í tímabundna vinnu þegar álagið er þess eðlis,“ sagði Stefán Vagn. Stefán segir það von þeirra sem að verksmiðjunni standa að fyrirtækið njóti góðs af því að umrædd námsbraut sé til staðar við FNV og að fyrirtækið nýtist FNV til kennslu nem- enda. Stefán er vongóður um að trefjaiðnaðurinn geti vaxið enn frekar á svæðinu. „Mín skoðun er sú að möguleikarnir séu mjög miklir í úrvinnslu á trefjum og hef ég trú á því að þetta fyrirtæki geti vaxið og dafnað vel hér í Skagafirði.“ sig í núverandi starfi, eða hafa áhuga á að skipta um starfs- vettvang. Þá má nefna að tölu- verð uppsveifla er í íslensku- námskeiðum fyrir útlendinga og sífellt er leitað nýrra leiða til að ná sem best til þeirra sem sækja slík námskeið. Fisktækninám er í undirbúningi, í samvinnu við FISK Seafood hf., Fisktækni- skólann í Grindavík og Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra. Fleiri fræðsluverkefni má nefna eins og tungumálanám- skeið í samstarfi við ferðaþjón- ustuaðila í Austur-Húnavatns- sýslu og námskeið í verkefnastjórn og markaðs- setningu á netinu fyrir heils- ársstarfsmenn í ferðaþjón- ustunni, sem var mjög vel sótt. Farskólinn skipulagði einnig tvö stór námskeið fyrir Sveitar- félagið Skagafjörð, annað í verkefnastjórnun og hitt í stjórnun og samskiptum. „Við viljum gera meira af því að þjónusta atvinnulífið á svæðinu og erum markvisst að efla þjónustu við fyrirtækin,“ segir Hörður. Hann vill að lokum hvetja forsvarsmenn fyrirtækja og stofnana til að setja sig í samband við Farskól- ann og fá kynningu á því sem kann að vera í boði. Fullbúinn Gáskabátur kominn á sjó. Mynd: Reginn Grímsson Úr starfi Farskólans. Mynd: Farskólinn Mótið sem notað er við smíði bátanna.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.