Feykir


Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 1

Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 1
 á BLS. 6-7 BLS. 8 Harmonikuleikarinn Jón Þorsteinn Stundar bachelornám í Kaupmannahöfn BLS. 7 Spjallað við Júlíus Aðalstein um tónlistina, lífið og ferðalögin Tónleikaferðir um allan heim Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi hófst í gær „Þetta smellur allt á réttum tíma“ 28 TBL 24. júlí 2014 34. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N www.riverrafting.is - s: 453 8245 Paintball River rafting Wipeout Tjaldstæði Heitir pottar Vætusamur tjaldbúskapur Tjöldum í Skagafirði Fyrirtækið Álfaklettur rekur fjögur tjaldsvæði í Skagafirði undir heitinu Tjöldum í Skagafirði. Um er að ræða tjaldsvæðin á Hofsósi, Hólum, Sauðárkróki og Skagafirði. Að sögn Hildar Þóru Magnúsdóttur framkvæmdastjóra Álfakletts hefur verið mikil aðsókn á tjaldsvæðin í sumar og munar þar t.a.m. mikið um útilegu- kortið sem nú gildir á Sauðárkróki. Þá hefur Hofsós tekið mikinn kipp eftir að komið var upp nýju aðstöðuhúsi þar. Hildur Þóra segir að vatnsveðrið að undanförnu hafi vissulega haft áhrif á tjaldbúskapinn. Tjaldsvæðin fari mjög illa og dæmi séu um að bílar hafi fest sig. Vegna bleytunnar er ekki hægt að kom- ast að með vinnuvélar til að vinna að viðgerðum, en þegar Feykir hitti Hildi Þóru að máli var verið að leita lausna í samvinnu við Sveitarfélagið Skagafjörð. /KSE Latibær og Páll Óskar vöktu lukku Húnavaka á Blönduósi 2014 Hin árlega bæjarhátíð Húnavaka var haldin á Blönduósi um síðustu helgi. Að sögn Kristínar Ingibjargar Lárus- dóttur, sem stýrði hátíðinni ásamt bróður sínum, Eysteini Pétri, gekk hátíðin vel. „Þrátt fyrir rigningu á laugardaginn var hlýtt og logn og mætingin var miklu betri en í fyrra.“ Íþróttaálfurinn og Solla stirða úr Latabæ mættu á svæðið á laugardaginn og vöktu mikla kátínu. Sama er að segja um diskókónginn sjálfan, Pál Óskar, sem skemmti bæði á kvöldvöku og dansleik. „Ég hef aldrei upplifað aðra eins stemmingu í félagsheimilinu, fólk var að mæta alls staðar af Norðurlandi til að komast á Pallaball,“ segir Kristín um dansleikinn. Þá gerðu sápurennibraut, sem fengin var að láni frá Hvammstanga og hefur verið vinsæl á bæjarhátíðinni þar, og kassabílarallý, sem einnig var nýjung á hátíðinni í ár, mikla lukku. Einnig var söngkeppnin Míkróhúnninn á sínum stað. Segist Kristín ánægð og þakklát með hversu vel tókst til með dagskrána. /KSE Frá Húnavöku. Mynd: Kristín Ingibjörg Lárusdóttir Þessa mynd tók blaðamaður á tjaldsvæðinu á Sauðárkróki sl. mánudag.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.