Feykir


Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 3

Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 3
28/2014 Feykir 3 Þórdísi Ingu boðin þátttaka Norðurlandamót íslenska hestsins í Herning Ung skagfirsk hestakona, Þórdís Inga Pálsdóttir á Flugumýri, hélt á mánudaginn til Danmerkur þar sem hún mun taka þátt í Norðurlandamóti íslenska hestsins sem fram fer í Herning. Þórdís stóð sig með glæsibrag á Landsmót- inu á Hellu á dögunum og fékk í framhaldinu boð um að taka þátt í NM2014. Feðginin og Skagfirðingarnir Elvar Einarsson og Ásdís Ósk Elvarsdóttir á Skörðugili eru einnig meðal þátttakenda á mótinu. Hesturinn sem Þórdís fær lánaðan til keppni er Meyvant frá Feti og mun hún njóta aðstoðar og leiðsagnar Skagfirðingsins Jóhanns Rúnars Skúlasonar sem búsettur er ytra. Þórdís mun nota tímann fram að móti til að kynnast hestinum og þjálfa sig og hestinn til þátttöku. Feykir mun fylgjast með gangi mótsins og spjallað verður við Þórdísi þegar hún kemur heim aftur að móti loknu. /KSE ALLS STAÐAR GAS Sauðárkrókur: Byggingavörudeild KS, s. 455 4610. Varmahlíð: Kaupfélag Skagfirðinga, s. 455 4680. Hofsós: Kaupfélag Skagfirðinga, s. 455 4692. Ketilás: Kaupfélag Skagfirðinga, s. 467 1000. Hvammstangi: Orkuskálinn, s. 451 2465. Þú getur slakað á og upplifað öryggi við grillið með AGA gas. Öryggi sem felst í notkun á gæðavörum AGA og góðri þjónustu þegar þú heimsækir umboðsmenn eða söluaðila til að fá áfyllingu á gashylkið. Sem stærsti söluaðili própangass á norður löndunum býður AGA upp á margar stærðir og gerðir gashylkja. Sérfræðingar AGA geta veitt þér góð ráð um hvaða hylki hentar best miðað við aðstæður og hvernig best er að meðhöndla própangas. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggis leiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas. R áð an di - au gl ýs in ga st of a eh f Erum í Skagafirði núna! Borum eftir heitu og köldu vatni og gerum tilboð í holur. Upplýsingar og pantanir í síma 575-1111 og í tölvupósti thorsverk@thorsverk.is Kormákur/Hvöt tók á móti liði Léttis á Blönduósvelli föstudaginn 18. júlí og var fyrri hálfleikur fremur tíðindalítill. Ari Viðarsson leikmaður Léttis fékk að líta gula spjaldið á 31. mínútu og tveimur mínút- um síðar kom fyrsta mark leiks- ins þegar Viggó Pétur Pétursson kom Létti yfir 0-1. Í seinni hálfleik fékk Kor- mákur/Hvöt víti á 68. mínútu og skoraði Arnar Ingi Ingvars- son örugglega og jafnaði stöð- una í leiknum, lokatölur 1-1. Sigþór Snorrason leikmaður Léttis og Hámundur Örn Helgason leikmaður Kormáks/ Hvatar fengu báðir að líta gula spjaldið á síðustu mínútunum. Kormákur/Hvöt er í 4. sæti riðilsins með 13 stig eftir 8 leiki. Léttir er í 3. sæti með 13 stig eftir 8 leiki. Næsti leikur Kor- máks/Hvatar er 26. júlí, en þá taka strákarnir á móti Afríku á Hvammstangavelli kl. 17. /GSG Jafntefli á Blönduósi 4. deild karla: Kormákur/Hvöt – Léttir 1-1 Vegagerðin hefur nú hafist handa við að endurbyggja og lagfæra Svínvetningabraut með því að leggja bundið slitlag áleiðis fram í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu. Leggur Blönduósbær áherslu á að samhliða þessum framkvæmdum verði gerður reiðvegur, að því er segir í nýjustu fundargerð byggðaráðs Blönduósbæjar. Frá hesthús- hverfinu meðfram Svínvetn- ingabraut er mikil umferð hestamanna þar sem um er að ræða vinsæla rekstrarleið með hross. Í ljósi þessi leggur byggðaráð mikla áherslu á reiðveginn og að hann verði afmarkaður frá bílaumferð með girðingu. /KSE Vilja reiðveg samhliða fram- kvæmdum í Svínadal Svínvetningabraut lagfærð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.