Feykir


Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 9

Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 9
28/2014 Feykir 9 Heilir og sælir lesendur góðir. Byrjum að þessu sinni með vel gerðum hringhendum eftir meistarann Jóhannes Benjamínsson frá Hallkelsstöðum. Ýmsum rifta örlög flá auðnu svipta starfi. Þegar giftan gengur hjá glópskan skiptir arfi. Hamstursbálið brann í dag brautir hálar kannast. Þetta er brjálað þjóðfélag, það er mála sannast. Kveikti í blóði byrgða þrá blés að glóðum skærum, Blærinn hljóði er barst mér frá bernskuslóðum kærum. Minnir að sá kunni menntaskólakennari, Gísli Jónsson, sé höfundur að þessari limru. Mælti Hannes í Hlésvíkurporti, þegar hagmælskan verður að sporti. Margra ágætra manna þá er erfitt að sanna hverja limruna hver maður orti. Vegna upprifjunar í síðasta þætti á kveðskap Bjarna frá Gröf hefur diggur lesandi þáttarins haft samband og óskað eftir meiru til birtingar eftir Bjarna. Er sjálfsagt að verða við því. Þegar Bjarna datt í hug að gaman væri að sjá guð í sjónvarpinu varð þetta til. Í útvarpinu atómskáldin ekki þykja góð og ýmsir gera þeirra hlut nú smáan. Þó Drottinn kæmi sjálfur og læsi þeirra ljóð líklega myndir fáir hlusta á‘ann en gaman væri í sjónvarpinu að sjá´ann. Um lífsdansinn yrkir Bjarni svo Allt í gegnum aldaraðir ekki breytast heimsins kynni, ýmist hryggir eða glaðir dansa menn um dauðans traðir. Drottinn stjórnar hljómsveitinni. Sá ágæti hagyrðingur Stefán Vilhjálmsson er eins og margir vita frá Brekku í Mjóafirði. Einhverju sinni er hann undirbjó ferð þangað í fríi sem hann átti frá störfum varð þessi vísa til. Toga í mig fjörðinn finn til ferða senn mig gyrði. Heldur sig nú hugurinn hálfur í Mjóafirði. Það er Ingimar Bogason á Sauðárkróki sem er höfundur að næstu vísu. Allar hurðir upp á gátt eru að þessu sinni. Inn því leggur lífsins mátt og ljós frá náttúrunni. Eins og getið er um hér að framan var Gísli menntaskólakennari snjall í gerð limra. Þessi mun eitt sinn hafa birst í dálki hans í Mogga og þá talinn höfundur Viðfríður Vestan. Gekk ég um græna hjalla Það var gaman að skoða þá alla Vísnaþáttur 622 en í mig kom öf-und og smá töf,þar sem halur var sprund eitt að spjalla. Það er bóndinn og Borgfirðingurinn Vigfús Pétursson sem mun einhverju sinni hafa ort svo. Það er af mönnum sérstök sort en sjálfsagt vitni um greind og dug, þeir sem geta ort og ort án þess að detta neitt í hug. Sá snjalli Móskóga Stebbi mun einhverju sinni staddur á dansleik og virt fyrir sér skvísur samkomunnar mismikið skreyttar af fegrunarmaska. Fallvölt reynist fegurðin fölnar æskuroði. Mér líst ekki á málverkin mörg þó séu í boði. Freistandi að heyra næst frá öðrum Stefáni (Sveinssyni), sem kenndur var við Æsustaði í Langadal, þessa gleðilegu vísu. Á þó bjáti og ólög tvenn oft á bátinn stefni. Lifi ég kátur leik minn enn lífið er hlátursefni. Sá ágæti hagyrðingur Eysteinn Gíslason mun einhverju sinni hafa verið að lesa vísnaþátt í blaði og ort þá svo. Þjóðin fílar fögur kvæði og fagrar stökur vísnaþáttar. Sem hún telur algjört æði og ógeðslega meiriháttar. Sigurður Bjarnason frá Klúku í Bjarnafirði mun einhverju sinni hafa ort svo. Viltu með mér vaka í nótt vina kær því löng er stundin. Innvortis mér ekki rótt ástin heit er hvergi bundin. Sú hefur átt gott í vændum sem Sigurður yrkir um í þessari. Ekki vil ég orðlengja ástin hefur völdin. Hún Sissa kemst í sæluna um sólarlag á kvöldin. Ekki fer illa í þessari úrfellatíð að rifja næst upp þessa vísu Sigríðar Beinteinsdóttur á Hávarðsstöðum. Veðrið finnst mér viðurstyggð vona senn það batni. Vikum saman breiða byggð baðar köldu vatni. Gott að enda þáttinn að þessu sinni með þessari fallegu hringhendu sem ég held endi- lega að sé eftir Sigríði. Brátt út springa blómin kær berast hingað gestir. Ennþá lyng í lautum grær ljóðin syngja þrestir. Verið þar með sæl að sinni. / Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) kristin@feykir.is Elísabet K. Kristmundsdóttir heiti ég. Ég fékk gestapennaáskorunina frá Elínu Huldu, æskuvinkonu minni, og að sjálfsögðu skorast ég ekki undan því og tek þeirri áskorun. Mig langar að segja ykkur frá því sem ég hef verið að gera, á síðastliðnu ári, sem aupair í Californiu í Bandaríkjunum. Ég er alin upp í Austur- Húnavatnssýslu og hef bæði búið á Blönduósi og Skagaströnd. Ég og mamma mín, Árnína Fossdal, fluttum síðan á Akureyri eftir að ég kláraði grunnskóla. Ég útskrifaðist frá Verkmenntaskólanum á Akureyri vorið 2013. Það sumarið fór ég síðan út til Bandaríkjanna þar sem ég var búin að ráða mig sem aupair í ár á eyju sem heitir Coronado og er rétt fyrir utan San Diego í Californiu. En hvað er aupair? Ég þarf mjög oft að svara þeirri spurningu. Fljótasta svarið er barnapía frá öðru landi en það gerir aupair-starfinu í raun enginn skil. Aupair er í raun miklu meira. Aupair er ungmenni á aldrinum 18-27 ára, getur bæði verið stelpa eða strákur, sem kemur í gegnum sérstök aupair samtök frá öðru landi til Bandaríkjanna, í mínu tilfelli, til að búa hjá sérstakri host fjölskyldu og hugsa um börnin þeirra í skiptum fyrir fæði, húsnæði og vasapening. Til að gerast aupair þarftu að hafa reynslu af því að starfa með börnum og einhverja enskukunnáttu. Umsóknarferlið er krefjandi og þarf að mörgu að huga. Redda alls konar pappírum og gera hitt og þetta en á endanum er þetta allt þess virði, allavega í mínu tilfelli. Ég var mjög heppnin með fjölskyldu og tóku þau mér, allt frá fyrsta degi, sem nýjum fjölskyldumeðlim. Ég bý hjá fjögurra manna fjölskyldu, hjónum með tvö börn. Þegar ég kom var stelpan þriggja ára og strákurinn fæddist í ágúst, svo ég hef verið með honum frá fæðingu. Lífið í Suður- Californíu Virkir dagar hjá mér snúast m það að hugsa um börnin frá 8-4. Fara með stelpuna í leikskóla og dans og svo bara að dúllast með litlann og auðvitað leika við þau bæði, þvo þvott, taka til, fara í ræktina og eyða tíma með vinkonum mínum. Um helgar reynir maður svo að gera eitthvað skemmtilegt eins og að fara á ströndina, út á lífið, spila fótbolta, skoða sig um, versla, fjallgöngur og auðvitað ferðast. Á seinasta ári hef ég ferðast tvisvar til Los Angeles, til Las Vegas, Orlando, Tucson Arizona og tvisvar til New York. Ég hefði getað verið miklu duglegri að ferðast þar sem ég fékk allar helgar í frí en ég skráði mig í fótbolta og við spiluðum fótboltaleiki á hverjum sunnudegi í allan vetur svo ég tímdi ekki að missa af leikjum. Aupair starfið getur bæði verið krefjandi og yndislegt. Á þessu ári sem ég hef verið úti hef ég þroskast og breyst mikið, séð og upplifað hluti sem ég hefði aldrei getað á Íslandi. Þetta er æðisleg upplifun sem ég sé ekki eftir enda er ég núna á Íslandi bara í sumarfríi og ætla aftur út í ágúst og vera annað ár. Svo ef það er einhver þarna úti sem er að hugsa um þetta ekki hika við að skella þér. Þú mátt líka alveg hafa samband ef það er eitthvað. - - - - - Ég skora á brottflutta Blönduósinginn Guðlaugu I. Þorsteinsdóttur landsliðsmarkvörð í íshokkí. Elísabet K. Kristmundsdóttir frá Blönduósi Aupair í USA ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.