Feykir


Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 11

Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 11
28/2014 Feykir 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar ætti kannski næst að snúa sér að ólsen ólsen. Spakmæli vikunnar Sum mistök eru allt of skemmtileg til að gera þau bara einu sinni. -Jákvæða hliðin á lífinu Sudoku Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... á degi hverjum missir manneskjan að meðaltali 200 hár af höfðinu? ... það er útilokað að snýta sér með opin augun? ... fiskar sem lifa 800 metra undir sjávarmáli hafa engin augu? ... undirskrift Walt Disney sjálfs var ekkert í líkingu við undirskriftina frægu sem merkir vörur hans og bíómyndir? FEYKIFÍN AFÞREYING gudrun@feykir.is Hahahahaha... Konan sagði við kallinn, sem er forritari: „Farðu út í búð og kauptu mjólk. Ef það eru til egg, kauptu þá 6." Kallinn skottast út í búð og kemur heim með 6 mjólkurfernur. Konan spyr af hverju og hann segir: „Það voru til egg..." Krossgáta Feykir spyr... [SPURT Á FACEBOOK] Ætlar þú að kíkja á hátíðina Eldur í Húnaþingi? SIGRÚN HEIÐA PÉTURSDÓTTIR , SAUÐÁRKRÓKI -Já, ekki spurning. Tónleikarnir í Borgarvirki er eitthvað sem bannað er að missa af. BIRNA JÓNSDÓTTIR, SAUÐÁRKRÓKI -Ekki þetta árið. KRISTÍN GUÐBJÖRG SNÆLAND, SAUÐÁRKRÓKI -Ætla ekki að fara þar sem ég er á landsmóti skáta á Akureyri en ég hef stundum farið og þótt gaman. SYLVÍA MAGNÚSDÓTTIR, HLÍÐARENDA, ÓSLANDSHLÍÐ -Ég kemst ekki á þá hátíð, því miður, þar sem ég er slösuð heima. HALLDÓRA MAGNEA FYLLING, SAUÐÁRKRÓKI -Nei, fer ekki núna. Á föstudagskvöldið var vígt hof að heiðnum sið á bænum Efra-Ási í Hjaltadal í Skaga- firði. Um er að ræða 80 m2 byggingu sem er einkafram- tak ábúenda á bænum, þeirra Heiðbjartar Hlínar Stefáns- dóttur og Árna Sverrissonar. Að sögn Heiðbjartar var þetta hugmynd sem vatt smátt og smátt upp á sig og stækkaði í sniðum. „Það hefur ekki verið vígt hof á Norðurlandi í yfir þúsund ár og kominn tími til að ásatrúarfólk hafi einhverja aðstöðu,“ sagði Heiðbjört í samtali við Feyki nú í vikunni. Fjölskyldan byggði húsið með aðstoð vina og ættingja. Í veggj- unum er torf og grjót og sá nágranni þeirra, Viðar Sverris- son í Neðra-Ási nær alfarið um hleðsluna. Hofið var helgað hinum heiðnu norrænu goðum, ásunum. Heiðbjört segir þau ekki hafa viljað taka neinn einn út af ásunum, en hof eru stund- um helguð ákveðnum ásum. Jóhanna Harðardóttir Kjalnes- ingagoði sá um vígsluna. Eitt eða tvö hof munu vera fyrir í landinu, en ekki sambærileg að stærð. Aðspurð segist Heiðbjört ekki hafa tölu á hversu margir eru ásatrúar á Norðurlandi. Hún segir að með hofinu sé ekki verið að höfða til ferða- manna en fólki sé velkomið að nýta það til athafna eins og nafngjafa og hjónvígslna. Einnig verða haldin blót í hofinu. Sjálf notuðu þau Árni tækifærið og endurnýjuðu heitin um leið og hofið var vígt, viðstöddum að óvörum. Á eftir var slegið upp grillveislu. /KSE Fyrsta hofið í 1000 ár Hof að heiðnum sið reist í Hjaltadal Hofið að Efra-Ási í Hjaltadal. Hannyrðakonur í Húnaþingi Fróðlegur fyrirlestur í Textílsetri Það var góð aðsókn að áhugaverðum og fróðlegum fyrirlestri Jóhönnu Erlu Pálmadóttur sem haldinn var í Heimilisiðnaðarsafninu sl. sunnudag. Jóhanna nefndi fyrirlestur- inn „Hannyrðakonur í Húna- þingi“ og fjallaði um nokkrar konur sem allar voru fæddar á ofanverðri nítjándu öld og í byrjun þeirrar tuttugustu. Um leið og fyrirlesturinn fór fram sýndi Jóhanna nokkra muni sem konurnar hafa unnið og varðveittir eru í Heimilis- iðnaðarsafninu. Eftir fyrirlest- urinn settust nokkrar konur að útsaumi og orkeringu og gestir þáðu kaffi og kleinur. /Fréttatilk. Gengið hefur verið frá samningum við Alkor skipasmíðastöð í Póllandi um breytingar og endurbætur á Málmey SK-1 Áætlað er að skipið verði komið til Póllands um miðjan september n.k. og verklok áætluð um miðjan nóvember. Að lokinni siglingu heim, tekur við niðursetning á nýjum búnaði á vinnsludekki skipsins og er vonast til að skipið verði klárt til veiða á ný í ársbyrjun 2015. Að loknum þessum endur- bótum og breytingum er gert ráð fyrir að í framhaldinu verði skipið gert út sem ísfisk- skip, en ekki flakafrystiskip eins og verið hefur. Þar af leiðir að starfsmönnum FISK á sjó mun fækka, en fjölga að sama skapi í landvinnslu fyrirtækisins. Frá þessu er sagt á vef Fiskiðjunnar. /KSE Uppsagnir vegna endur- bóta og breytinga Málmey SK-1 Jóhanna Erla. Mynd: Jóhannes Torfas.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.