Feykir


Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 8

Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 8
8 Feykir 28/2014 Flutningur fólks eða starfa ! AÐSENT LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR SKRIFAR Eins ógeðfelldir og mér fundust fyrirhugaðir hreppaflutningar sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis á fólki á milli landshluta þá hugnast mér ekki frekar sú aðferðarfræði stjórnvalda að flytja stofnanir eins og Fiskistofu fyrirvaralaust með manni og mús á milli landshluta. Hvortveggja eru þetta ruddaleg vinnubrögð sem ekki eiga að viðgangast og lýsa vanvirðingu gagnvart starfsfólki og fjölskyldum þeirra. Aðkoma Alþingis var engin að málinu og engar fjárheimildir lágu fyrir vegna kostnaðar af fyrirhuguðum flutningi. Þetta er óvönduð stjórnsýsla og setur svartan blett á það aðkallandi verkefni að fjölga opinberum störfum utan höfuðborgar- svæðisins í réttlátara hlutfalli en nú er. Ég tel það vera mjög brýnt verkefni að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni ekki bara á þéttbýlustu stöðunum heldur ekki síður í fámennari byggðum þar sem því verður við komið að vinna verkefni sem staðsetning þeirra skiptir ekki öllu máli heldur gott starfsfólk og öruggar háhraða- tengingar. Reynslan af stað- setningu opinberra starfa út um land hefur fyrir löngu sýnt fram á það að standast kröfur sem gerðar eru til faglegra vinnubragða og gott vinnu- umhverfi og traust vinnuafl er þar líka til staðar. Umfang hins opinbera hefur vaxið mjög á undanförnum 20 til 30 árum og fjölgun opinberra starfa hefur fyrst og fremst orðið á höfuðborgarsvæðinu þó tekist hafi að staðsetja nokkrar opinberar stofnanir úti á landi á liðnum árum þá er það eilíf barátta að halda þeim störfum áfram í heimabyggð. Það þekkja allir landsbyggðar- þingmenn í gegnum tíðina þá baráttu sem er við hver fjárlög að verja starfsemi á lands- byggðinni þar sem um er að ræða fámenn stöðugildi sem mega ekki við neinum niður- skurði. Það hefur verið sýnt fram á það í rannsóknum að mikið misræmi er í opinberum út- gjöldum og skattheimtu eftir landsvæðum. Það hefur eflaust ekki verið markmið í sjálfum sér en landsbyggðin hefur beðið skaða af því en höfuðborgarsvæðið hefur notið þess. Færð hafa verið rök fyrir því að viðskipti landsbyggð- arinnar á höfuðborgarsvæð- inu eru hlutfallslega meiri heldur en viðskipti höfuð- borgarsvæðisins á landsbyggð- inni. Í þessu samhengi er eðli- legt að líta til frekari flutnings opinberra starfa út á land til að jafna það efnahagslega mis- ræmi sem er staðreynd og hið opinbera ber líka ábyrgð á með stjórnvaldsákvörðunum sín- um í gegnum tíðina. Stjórnvöld verða að vinna eftir skýrt markaðri stefnu í flutningi opinberra starfa út á land og að þar samræmi ráðu- neyti og opinberar stofnanir vinnu sína og gangi í takt. Kynna verður með eðlilegum fyrirvara flutning á starfsemi ríkisins á milli landssvæða og gæta vel að mannlega þætt- inum og réttindum þeirra starfsmanna sem hlut eiga að máli og líta sérstaklega til nýrra verkefna og starfa sem verða til hjá hinu opinbera. Að sjálfsögðu á að tryggja aðkomu Alþingis að þeirri stefnumót- unarvinnu og að fjárlögin endurspegli þann vilja. Allur undirbúningur þarf að vera vandaður og landið kortlagt hvar störfum, verk- efnum og starfsemi er best fyrirkomið og þá tel ég að ekki síst eigi að horfa til þeirra svæða sem átt hafa undir högg að sækja undanfarin ár og þurfa virkilega á fjölbreyttni að halda og þar eru góðar há- hraðatengingar lykilatriði. Það má nefna verkefni sem flust hafa til landsbyggðarinnar í gegnum árin og vel hefur tekist til með eins og Byggða- stofnun á Sauðárkróki, Skóg- ræktina á Héraði, Landmæl- ingar Íslands á Akranesi, Greiðslustofu Atvinnuleysis- tryggingarsjóðs á Skagaströnd og Skrifstofu Fæðingarorlofs- sjóðs á Hvammstanga. En ég get líka nefnt dæmi um verkefni hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga sem sett var niður á Flateyri en gekk ekki upp vegna lélegra háhraðatenginga og var fært yfir á Ísafjörð og það er ekki neitt einsdæmi að skortur á öflugum gagna- flutningi á landsbyggðinni hamli atvinnuuppbyggingu. Því miður hafa opinberar stofnanir eins og Fiskistofa t.d. verið að hringla með störf í útibúum sínum úti á landi í skjóli breytinga sem orðið hefur til þess að faglært fólk hefur hrakist í burtu. Starfstöð Fiskistofu á Ísafirði hefur verið lokuð frá áramótum en veiðieftirliti stofnunarinnar hafði verið hætt og starfstöð fiskeldis komið í staðin en henni var lokað um áramótin og engin starfsemi er þar í gangi nú og óvissa um framhaldið. Þetta er dæmi um hve auðvelt er fyrir pólitíkusa og stjórnvöld að skella í lás þegar um litlar starfstöðvar er að ræða og dæmi um óvönduð vinnubrögð. Það á ekki að kynda undir elda milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins með óvönduðum vinnubrögðum við flutning starfa og starfsemi út á land heldur vanda vel til verka og sýna það líka í fjárlögum að menn vilji efla opinbera starfsemi út um land. Síðustu fjárlög báru þess ekki merki þar sem gífurlegur niðurskurður var í mörgum verkefnum á landsbyggðinni eins og Sóknaráætlun lands- hlutanna er gleggsta dæmið um. Landsbyggðin þarf á fjöl- breyttari atvinnutækifærum að halda og það eru sameiginlegir hagsmunir allra landsmanna að vel takist til með flutning opinberra starfa og uppbygg- ingu atvinnustarfsemi á lands- byggðinni því hún er jú einn stærsti viðskiptavinur höfuð- borgarsvæðisins. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi var sett í gærkvöldi, þar sem unglistareldurinn var tendraður ásamt því að á dagskrá var fjöldinn allur af skemmtiatriðum. Það ríkti skemmtileg stemning og kjötsúpa var í boði fyrir gesti og gangandi. Feykir náði tali af framkvæmda- stjóra hátíðarinnar, Huldu Signý Jóhannesdóttur, og spurði hana út í undir- búning og framkvæmd þessarar elleftu unglista- hátíðar á Hvammastanga. Hvernig kom það til að þú tókst að þér Eld í Húnaþingi? „Ég var í rauninni beðin um að taka að mér hátíðina í ár og þar sem ég vissi svona hér um bil út á hvað hátíðin gengur þá ákvað ég að slá til.“ Hefurðu áður stýrt þessari hátíð eða komið að henni? „Ég hef nú aldrei stýrt henni áður nei, en ég held ég hafi komið að henni með einhverjum hætti frá því að hún byrjaði. Þetta byggist jú allt á því að íbúar Húnaþings vestra séu tilbúnir til að vinna saman að hátíðinni.“ Eru breyttar áherslur með nýjum framkvæmdastjóra? „Ég myndi nú segja að áherslurnar séu svipaðar. Ég reyni að sjálfsögðu að hafa eitthvað fyrir alla og mín ósk er í rauninni að færa hátíðina svolítið „back to basic“ en það gerist bara í smá skrefum. Eins og núna í ár ákváðum við að vera aftur með bílabíó sem er ótrúlega skemmtilegt að mínu mati.“ Hvað er helst á dagskrá? „Við erum auðvitað með okkar föstu viðburði. Tónleikarnir í Borgarvirki verða á sínum stað, og mun Kókos sjá um að skapa rétta stemningu í virk- inu. Svo eru tónleikar með Ljótu hálfvitunum, fjölskyldu- dagurinn okkar, sápurenni- brautin verður auðvitað á sínum stað líka og stórsveitin Buff sér svo um að fá fólk til að hrista á sér rassinn á dansi- ballinu. Svo eru ýmis námskeið í boði og fleira skemmtilegt.“ Eru einhverjar nýjungar? „Við verðum með flugelda- sýningu og uppistand á opnunarhátíðinni, það hefur ekki verið áður. Púttmót, vatnaboltar, bubbleboltar, fjár- sjóðsleit, og Lína Langsokkur kemur.“ Hvernig hefur undirbúning- urinn gengið? „Undirbúning- urinn gengur vel bara. Þetta er auðvitað búið að vera svolítið púsl en þetta smellur allt á réttum tíma einhvernvegin.“ Eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri? „Ég býð fólk bara velkomið að koma á hátíðina okkar og gleðjast með okkur. Það hefur alltaf verið hálfgert Spánarveður hjá okkur á þessum tíma og við erum búin að panta að svo verði einnig í ár.“ „Þetta smellur allt á réttum tíma“ Eldur í Húnaþingi hófst í gær VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Hulda Signý eldhress með dagskrá Elds í Húnaþingi. Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu póst á feykir@feykir.is ...allir með!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.