Feykir


Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 2

Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 2
2 Feykir 28/2014 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Guðrún Sif Gísladóttir – gudrun@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Margur verður af aurum api! Mér hefur haldist þokkalega á ýmsu á lífsleiðinni. Til að mynda hef ég tollað ágætlega í vinnu, átt með eiginmanninum hálfa ævina, margir af vinum mínum hafa þolað með mér áratugi og svo mætti áfram telja. Ég er hins vegar ekki íhaldssöm í pólitískum skilningi en það sem tollir þó einna verst í fórum mínum eru peningar. Þegar ég var að slíta bernsku- skónum í Lundarreykjadalnum skildi ég ekki hvers vegna ekki væri hægt að prenta peninga í því magni að allir ættu nóg. Ég spurði föður minn að þessu og eflaust hefur hann útskýrt þetta á sinn yfirvegaða hátt, því hann vissi jú allt og gat alltaf ráðið manni heilt. En engu að síður skil ég ekki enn í dag af hverju misskipt er mannanna auði. Peningar koma og fara og í mínu tilfelli er gjarnan farar- snið á þeim. Um mánaðarmót þarf ekki lengra en inn í heimabankann og þar með skiptir stór hluti af því sem þénað var þann mánuðinn um eigendur á augabragði. Ef að banka- reikningurinn minn fitnaði jafnhratt og ég sjálf og BMI stuðullinn jafngilti vaxtaprósentu Seðlabankans þá værum bæði ég og reikningurinn í góðum málum. En sumum er bara ekki ætlað að safna veraldlegum auði. Ég er til dæmis afleitur sölumaður og myndi sennilega gefa hálfan heiminn bara ef ég ætti hann á lager. Þá finnast mér flest störf sem hljóða upp á heilu milljónirnar á mánuði frekar óspennandi, en kannski er það af því ég hef ekki hæfileika til að gegna þeim. Vísitölur eru mér alveg hulin fræði og þegar ég heyri um að krónan veikist og styrkist detta mér annað hvort hitamælar eða styrktaræfingarnar hjá Árna Stef. í hug. Í gömlum íslenskum söngtexta segir að „dauðinn, sá mikli rukkari, rétti oss reikninginn yfir það sem skrifað var hjá oss.“ Það kemur sem sé alltaf að skuldadögum og þá er alveg eins gott að vera búin að losa sig við þá peninga sem maður er hættur að nota. Kristín S. Einarsdóttir, aurapúki Setur strik í reikninginn Vætutíð á Norðurlandi vestra Vætutíðin á Norðurlandi vestra í júlímánuði hefur vart farið fram hjá nokkrum manni og finnst mörgum að nóg sé komið, enda úrkomumet þegar slegin á nokkrum stöðum áður en mánuðurinn var á enda, eins og fram hefur komið á vefnum feykir. is. Feykir hafði samband við nokkra bændur á svæðinu og spurðist fyrir um hvernig heyskapur gengi fyrir sig í þessu tíðarfari. Að sögn Írisar Jónsdóttur á Þrasastöðum í Fljótum í Skagafirði var heyskapur varla byrjaður þar á bæ rétt fyrir síðustu helgi. „Vætutíð hefur mikið að segja og svo voru ærnar lengi á túnum í vor, vegna snjóa á hálendi, þannig að við erum í seinna lagi í ár. Það horfir til betri vegar eftir helgi og þá verður spýtt í lófana,“ sagði Íris. Halldór Hálfdánarson á Molastöðum í sömu sveit segir að hjá sér hafi sláttur hafist á venjulegum tíma. Sprettan sé afar góð en rigning setji strik í reikninginn. Á Hæli í Húnavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu hófst heyskapur 22. júní, nokkuð fyrr en venjulega. „Vætutíðin hefur sett talsvert strik í reikninginn, ársgamlar nýræktir eru mjög blautar og talsvert um að tún séu að spretta úr sér. Heyskapur gengur mjög illa vegna vætutíðar og blautra túna. Vonast er til að þurrka spá næstu viku standist. Önnur eins rigninga- og sprettutíð hefur ekki verið í mörg ár,“ sögðu ábúendur á bænum, Ásdís Ýr Arnardóttir og Jón Kristófer Sigmarsson, í samtali við Feyki. Svipaða sögu er að segja frá Víðidalstungu í Vestur-Húna- vatnssýslu. Þar hófst heyskapur 21. júní, sem er fyrr en vant er, að sögn Hallfríðar Ólafsdóttur bónda þar. „Það gekk þolanlega með þetta fyrsta, sem var slegið á kjörtíma. Síðan hefur lítið gengið, vætutíðin er að hrella okkur hressilega. Of seint hægt að slá, ef maður álpast til að slá nær maður því ekki fyrir skúrum og það er að verða ansi blautt um víða. En það er ægi- lega gott veður, hlýtt og notalegt - mætti bara stundum hanga þurrt meira en nokkra klukku- tíma í einu,“ sagði Hallfríður. Hún bætti því við að menn væru farnir að hafa áhyggjur af smalamennskum í haust, miklar bleytur væru alls staðar. „Maður veit ekki hvernig á eftir að ganga að fara um landið ef ekki kemur þurrkakafli, t.d. er ekki fært á bíl fram í fremsta skálann á heiðinni (Víðidalstunguheiði, innsk. blm.) ennþá. Því er hætt við skemmdum á heiðavegunum líka sem er mjög kostnaðar- samt,“ sagði Hallfríður. /KSE Sláttur í Fljótum. Mynd: ÓAB Þrjátíu sóttu um tvö störf Samtök sveitarfélaga á NLV Þann 19. júní sl. rann út umsóknarfrestur til að sækja um starf atvinnuráðgjafa með sérhæfingu á sviði ferðaþjón- ustu, hjá Samtökum sveitar- félaga á Norðurlandi vestra (SSNV). Alls bárust 19 umsóknir en tveir umsækjendur drógu um- sóknir sínar til baka. Eftirfarandi sóttu um: Aðalsteinn J. Halldórsson, stjórnsýslufræðingur, Húsavík Björn Sigurður Lárusson, verkefnastjóri, Reykjavík Davíð Jóhannsson, rekstrarhagfræðingur, Þýskalandi G. Ágúst Pétursson, verkefnastjóri, Blönduósi Halla Ólafsdóttir, umsjónarmaður gæðamála, Skagafirði Herdís S. Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri, Sauðárkróki Hildur Þóra Magnúsdóttir, atvinnuráðgjafi, Skagafirði Högni Auðunsson, framkvæmdastjóri, Reykjavík Jón Pálsson, Ms. í viðskiptafræði, Reykjavík Jórunn Magnúsdóttir, fornleifa- og menningarfræðingur, Reykjavík Katrín Sif Rúnarsdóttir, gjaldkeri, Blönduósi Linda Björk Hallgrímsdóttir, ferðamála- og umhverfisfræðingur, Reykjavík Pálína Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri, Kópavogi Steinunn Gunnsteinsdóttir, ferðamálafræðingur, Sauðárkróki Steinþór Árnason, hótelstjóri, Akranesi Sveinbjörg Pétursdóttir, fjáramálastjóri, Hvammstanga Þuríður Helga Jónasdóttir, menningarmiðlari og leiðsögumaður, Reykjavík Þann 7. júlí sl. rann út umsóknar- frestur um starf framkvæmda- stjóra SSNV, en Jón Óskar Pétursson lætur af störfum eftir að hafa verið í eins árs launalausu leyfi sl. ár. Alls bárust 13 umsóknir en tveir umsækjendur drógu um- sóknir sínar til baka. Eftirfarandi sóttu um: Aðalsteinn J. Halldórsson, stjórnsýslufræðingur, Húsavík Björn Sigurður Lárusson, verkefnastjóri, Reykjavík Drífa Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur, Reykjanesbæ Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur, Reykjavík Eirný Valsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri, Reykjavík Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur, Kópavogi María Lóa Friðjónsdóttir, framkvæmdastjóri, Mosfellsbæ Sigurður Sigurðarson, rekstrarráðgjafi, Reykjavík Sigurður Líndal Þórisson, gæðastjóri, London Skúli Þórðarson, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, Hvammstanga Þórir Sveinsson, skrifstofustjóri, Patreksfirði. Gengið verður frá ráðningum í störfin á næstu dögum eða vikum. /Fréttatilkynning Jarðsig fer vaxandi Vegurinn milli Fljóta og Siglufjarðar Eins og sagt var frá á forsíðu Morgunblaðsins á mánu- daginn telja kunnugir að jarðsig við Almenninga á Siglufjarðarvegi fari vaxandi. Mikil úrkoma, óvenjumikill snjór í fjöllum og sjávargangur hefur valdið meira jarðsigi, að því er Morgunblaðið hefur eftir Sveini Zophoníassyni, verkstjóra hjá Bás vélaleigu og steypustöð sem hefur unnið að viðhaldi á veginum fyrir Vegagerðina. Unnið hefur verið að viðhaldi vegarins nú í vikunni, m.a. með því að fræsa úr malbiki og leggja bundið slitlag á tíu mismunandi stöðum á veginum. Kunnugir segja veginn orðinn illkeyranlegan, en umferð á þessum slóðum hefur aukist mikið með tilkomu Héðins- fjarðargangna og fara nú 800 bílar á dag þar um þegar mest lætur. /KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.