Feykir


Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 12

Feykir - 24.07.2014, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 28 TBL 24. júlí 2014 34. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Opið: mán.- fös. 8-18 og lau. 10-13 Sími 455 4610 Á að girða? Þá er Gallagher frábær kostur! Hjá okkur færðu bæði gæði og gott verð Gallagher girðingavörur eru með þeim bestu sem völ er á! N Ý PR EN T eh f. Endursöluaðilar: Kaupfélag Borgfirðinga, KM þjónustan, Jötunnvélar, BYKO, Húsasmiðjan, Kaupfélag Vestur Húnvetninga, Bústólpi og verslanir Fóðurblöndunnar Er kominn tími á nýtt hlið? Frábærar hliðgrindur í míklu úrvali á góðu verði Áralöng reynsla! FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hvað er að frétta? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is VERIÐ VELKOMIN Á UNGLINGALANDSMÓTIÐ Á SAUÐÁRKRÓKI UM VERSLUNARMANNAHELGINA Valtýr Örn Gunnlaugsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík en hefur verið búsettur á Sauðárkróki síðustu tvö ár ásamt eiginkonu sinni, Jóneu Haraldsdóttur og börnum þeirra þremur. Valtýr starfar sem kerfisstjóri hjá Tengli og tók við græju áskoruninni frá samstarfsfélaga sínum, Þresti Magnússyni. Hvaða græju heldur þú mest upp á og hvers vegna? -Þar sem ég hef mikinn áhuga á öllu sem viðkemur tölvum og tækni þá held ég að mitt uppáhalds tæki þessa stundina sé Playstation 4 tölvan mín. Þar sem ég hef mikið dálæti á að spila tölvuleiki þá er þessi nýja viðbót algjör gullmoli fyrir nörd eins og mig. Grafíkin, hraðinn á vélinni og möguleikarnir eru ótrúlega margir. Hvernig kom það til að þú eignaðist þessa græju? -Ég var búinn að bíða spenntur eftir þessari vél og tókst loks að verða mér úti um eintak þegar þriðja Valtýr Örn Gunnlaugsson / Playstation 4 ,,Gullmoli fyrir nörd eins og mig” ( GRÆJAN MÍN ) gudrun@feykir.is sending kom til landsins en fyrstu tvær voru uppseldar áður en þær komu til landsins. Hvernig var fyrsta gerðin af þessari græju sem þú eignaðist? -Ég eignaðist mína fyrstu Playstation tölvu árið 1997 og hef átt allar gerðir síðan. Er græjan jafn vinsæl hjá öðrum fjöl- skyldumeðlimum? -Börnin mín leika sér í tölvunni með mér en ég er ennþá að vinna í því að fá konuna til að spila. Það gengur eitthvað hægt, einhverra hluta vegna. Við hvaða tækifæri nýtist græjan mest? -Tölvan nýtist við hin ýmsu tækifæri, ásamt því að geta spilað í henni er hægt að streyma bíómyndir og þætti til að horfa á. Þegar vinir koma í heimsókn getur oft myndast skemmtileg stemning þegar menn með ákaft keppnisskap spila saman og hef ég séð menn svitna og skipta litum í framan af áreynslu þegar mikið liggur við. Áttu einhverja skemmtilega sögu tengda græjunni? -Í eitt skiptið þegar við vinirnir vorum að spila fótboltaleik saman og hiti var kominn í menn, þá var einn leikur sem bauð upp á mikla spennu og dramatík. Ég var að spila við vin minn og staðan var 1-1, síðan á 87. mínútu leiksins þá kemst hann yfir og er strax farinn að fagna sigri í leiknum með tilheyrandi skotum hvað hann sé nú áberandi betri en ég í leiknum. En á 90. mínútu þá jafna ég, og strax í næstu sókn þá skora ég aftur og vinn leikinn 3-2. Þá missir hann gjörsamlega stjórn á skapi sínu, grýtir fjarstýringunni í vegginn og hún brotnar í tætlur. Síðan tók hann stólinn sem hann sat á og lamdi honum í vegginn svo að einn fóturinn brotnaði undan honum og rauk svo út. Þess má til gamans geta að við höfum ekki spilað fótbolta saman síðan. Hvern vilt þú sjá svara þessum spurningum? -Ég myndi vilja sjá Joel Magoun svara þessum spurningum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.